Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

kollumuli-2

Ferð á Lónsöræfi - 25.09.2009 Fréttir

10. bekkur er kominn heim úr tveggja daga ferð á Lónsöræfi. Farið var snemma á miðvikudagsmorgun og komið heim um hádegi í dag. Gengið var um Víðibrekkusker, Tröllakróka og víðar. Veður var gott fyrir utan rok síðustu nótt. Í næstu viku kemur ferðasagan ásamt fleiri myndum.

Lesa meira
Nýsköpunarkeppni grunnskóla

Auður Lóa með gull í Nýsköpunarkeppninni - 21.09.2009 Fréttir

Auður Lóa Gunnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og hneppti gullið í Nýsköpunarkeppni grunnskóla. 

Lesa meira
pizza

Danskir grunnskólanemar í heimsókn - 21.09.2009 Fréttir

Um síðustu helgi voru 36 danskir nemendur úr 8. bekk í  Vestervangskolen, ásamt 4 kennurum, í heimsókn hjá 8. bekkingum í Grunnskóla Hornafjarðar. 

Hópurinn kom um miðjan dag á föstudag og skoðaði Jöklasafnið áður en þau komu sér fyrir í skólastofum í Heppuskóla, þar sem þau sváfu.  Þá drifu þau sig í sund í boði sveitarfélagsins ásamt hornfirsku 8. bekkingunum. Þar gafst færi á að spjalla aðeins áður en hóparnir, sá danski og sá íslenski borðuðu saman pizzur á Hótel Höfn um kvöldið. 

Lesa meira
Kartoflur sept 09 005

Haustverkin - 18.09.2009 Fréttir

 

Undanfarna daga hafa nemendur í yngstu bekkjum skólans farið inn í Nes til að taka upp kartöflur en að venju settu krakkarnir niður kartöflur í vor.

Lesa meira
Busadagur 002 vef

Nýnemadagur - 11.09.2009 Fréttir

Þegar skóli byrjaði í ágúst var ein fyrsta spurningin sem kennarar og skólastjóri á unglingastigi fengu, „hvenær verður busað?“

Lesa meira
Norraena skolahlaupid 002 vef

Norræna skólahlaupið - 09.09.2009 Fréttir

Í dag tóku nemendur grunnskólans þátt í Norræna skólahlaupinu í einstaklega miklu blíðviðri. Samtals fóru nemendur skólans 1349,5 km, gangandi og hlaupandi og sú vegalengd næstum jafn löng hringveginum. 

Lesa meira
Nemendarad09 002 vef

Nemendaráð skólans - 04.09.2009 Fréttir

Í vikunni kusu nemendur í 7. - 10. bekk í Nemendaráð skólans.  Í ár er það skipað eftirtöldum nemendum:

Lesa meira
Dagbjort og Salvor

Í skólanum er skemmtilegt að vera, líka eftir skóla - 03.09.2009 Fréttir

Miklar breytingar hafa átt sér stað í skólastarfi frá fyrra ári og ber þar hæst að skólahald í Nesjaskóla hefur verið lagt niður. Lesa meira
nyskopun 001 vef

Nýsköpunarkeppni grunnskóla - 02.09.2009 Fréttir

Tveir nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar komust áfram í vinnusmiðjur í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna nú í haust, þær Auður Lóa Gunnarsdóttir og Selma Björt Stefánsdóttir.

Lesa meira
badmintonhopur

Val á unglingastigi farið af stað - 01.09.2009 Fréttir

Í dag fór valið af stað á unglingastiginu.  Á fyrsta tímabili sem stendur fram í lok október er boðið upp á gifs, boltavali, badminton, förðun og tísku, matreiðslu, útivist, kvikmyndagerð og legó.    Skipulagið í kringum valið er margskonar og eru tveir hópar í sumu valinu.  Sumir mæta bara á þriðjudögum á meðan aðrir þurfa að vinna mikið í stuttan tíma t.d. kvikmyndahópurinn sem þarf að ljúka sinni vinnu fyrir næstu mánaðarmót. 

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: