Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Heimsókn í Nýheima í opinni viku 09

Opnir dagar í Hafnarskóla - 18.11.2009 Fréttir

Á opnum dögum á barnastigi er lögð áhersla á umhverfismennt og atvinnulíf á Hornafirði.  Á miðviku- og fimmtudag fara 1.-4. bekkir í Geitafell í náttúruskoðun þar sem m.a. rannsakaðir eru steinar og jurtir.  En sömu daga kanna 5.-6. bekkur  atvinnulífið á Hornafirði og heimsækja fyrirtæki og vinna síðan plakat og frétt um einstök fyrirtæki sem birtast bæði á heimasíðu og í Eystrahorni.

Lesa meira
Nýsköpunar- og hönnunardagar í Grunnskóla Hornafjarðar 09

Nýsköpunar- og hönnunardagar á unglingastigi - 18.11.2009 Fréttir

Í morgun hófust nýsköpunar- og hönnunardagar í Heppuskóla.  Nemendur og starfsmenn voru búnir að sanka að sér allskonar dóti sem hægt er að nota til að örva hugmyndaflugið því það þarf aldeilis að nota þegar kemur að nýsköpun og hönnun. 

Lesa meira
Dagur-islenskrar-tungu-001

Dagur íslenskrar tungu - 18.11.2009 Fréttir

Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember fer Stóra upplestrarkeppnin af stað í grunnskólum landsins. Hún er haldin meðal 7. bekkinga á landinu öllu og munu þeir æfa sig í upplestri næstu vikur og mánuði. 

Lesa meira
Hlaturjoga-010-vef

Hlæjum til að gera lífið léttara! - 12.11.2009 Fréttir

Síðustu morgna hefur Valgerður Snæland komið í Heppuskóla og verið með hláturjóga kl. 7:30 á morgnana. 

Lesa meira
brautin-07.11

Smartís í legókeppni - 10.11.2009 Fréttir

Legókeppnin (FLL)  fór fram nú um helgina í Keili á gamla varnarsvæðinu í Keflavík. Grunnskóli Hornafjarðar sendi auðvitað lið til keppni. Liðið í ár kallar sig Smartís og stóð sig með prýði. Verðlaun voru veitt í eftirfarandi flokkum; besta lausn í þrautabraut, besta hönnun á vélmenni,  besta skemmtiatriðið, besta rannsóknarverkefnið, besta dagbókin (ferilskráningin),  besta liðsheildin og svo að sjálfsögðu FLL meistarar 2009.

Lesa meira
blodberg-explosion

Blóðberg - 05.11.2009 Fréttir

Í 9. A hafa nemendur verið að lesa saman bókin Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson.  Í tengslum við lestur bókarinnar vinna nemdur hópverkefni og eitt þeirra var sýnt í frímínútum í Heppuskóla í gær.  Þá sungu og spiluðu nokkrir nemendur frumsamið lag Explosion.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: