Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Stora-upplestrarkeppnin-002-a-vef

Stóra upplestrarkeppnin - 26.02.2010 Fréttir

Bekkjarkeppni stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var í vikunni og komust eftirfarandi nemendur áfram. Hafþór Snorrason, Karolina Darnowska, Katrín María Sigurðardóttir, Steinunn Rán Bengtsdóttir, Alrún Irene Stephensdóttir, Anna Birna Elvarsdóttir, Guðrún Ósk Gunnarsdóttir, Haukur Ingi Agnarsson, Inga Kristín Aðalsteinsdóttir, Lilja Karen Björnsdóttir, Sævar Ingi Ásgeirsson og Þorkell Ragnar Grétarsson. 

Lesa meira
Halldor-Jorgenson-006-vef

Framkvæmdastjóri Microsoft spjallaði við 6. og 7. bekk og foreldra þeirra - 23.02.2010 Fréttir

Mánudaginn 22. febrúar kom Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi í heimsókn til Hafnar.  Markmið hans með ferðinni var að fjalla um nýsköpun á sviði upplýsingatækni og almenna byggðaþróun og viðskiptatækifæri við heimamenn.  Einnig hitti hann nemendur í 6. og 7. bekk og fjallaði um netöryggi barna, unglinga og foreldra.

Lesa meira
fostudagshatid-4r-029

Föstudagshátíð - 22.02.2010 Fréttir

Í Grunnskólanum höldum við áfram með hinar hefðbundnu föstudagshátíðir og eru nokkrir bekkir búnir að sýna sína hátíð.  Þetta er alltaf jafn gaman og mikil tilhlökkun sérstaklega hjá þeim sem að hátíðinni standa í það og það skiptið. Lesa meira
Oskudagur-i-Heppuskola-058-vef

Meira af öskudegi - 18.02.2010 Fréttir

Unglingarnir hafa ekki síður gaman af öskudegi en yngri börnin þó þau vilji stundum gera hlutina öðru vísi.  Margir nemendur á unglingastigi mættu í búning á öskudag og hæfileikakeppnin sem haldin var í tilefni dagsins tókst vel og eru margir upprennandi listamenn í skólanum.

Lesa meira
oskudagur-2010-111

Öskudagur - 17.02.2010 Fréttir

Það er búið að vera mikið fjör í skólanum í dag, öskudag. Nemendur og starfsfólk mættu í grímubúningu og mátti sjá allskonar undarlegar persónur og furðuverur á ferð. Dagurinn hófst á æfingum fyrir samkomuna í íþróttahúsinu en þar tóku krakkarnir lagið auk þess sem þeir tóku þátt í hæfileikakeppni.

Lesa meira
Allir-med-a-prjonunum-001

Prjónakvöld hjá starfsfólki grunnskólans - 12.02.2010 Fréttir

Á dögunum var boðað til svokallaðs prjónakvölds hjá starfsfólki grunnskólans.  Þar mættu rúmlega tuttugu starfsmenn með það sem þeir höfðu á prjónunum en það var æði misjafnt.  Sumir prjónuðu, einhverjir saumuðu út, heklunál var á lofti og svo var orkerað. 

Lesa meira
IMG_4382-vef

Bingókvöld í Heppuskóla - 10.02.2010 Fréttir

Síðastliðinn þriðjudag ákváðum við nemendur í 9.bekk að halda bingókvöld til styrktar Laugarferðarinnar okkar og gekk það bara mjög vel, margir mættu og stemningin var góð. Við fórum í fyrirtækin á svæðinu og voru þau öll til í að styrkja okkur um vinninga.

Lesa meira
Skjaauglysing_Tannsi_JPG_tilbuin

Tannverndarvikan 2010 - 01.02.2010 Fréttir HSSA

Fyrsta vika febrúarmánaðar ár hvert er helguð tannvernd. Áhersla er lögð á mikilvægi góðrar tannheilsu og í ár beinum við sérstakri athygli að yngstu börnunum.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: