Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Árshátíð 2010

Flestir hlæja a ha ha ha ha - 26.03.2010 Fréttir

Árshátíð grunnskólans var í gærkvöldi og heppnaðist að flestra mati vel.  Þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin í íþróttahúsinu en salurinn var afar hátíðlegur með nýju drapperingunum og gulum brosköllum.

Lesa meira
5. bekkur á æfingu fyrri árshátíð

Árshátíðarundirbúningur á fullu - 25.03.2010 Fréttir

Nú eru nemendur og starfsmenn að leggja lokahönd á árshátíðarundirbúning.  Eftir hádegið verður generalprufan og lokafrágangur á sal en kl. 17:30 byrjar árshátíðn sjálf. 

Lesa meira
Ómar Ragnarsson

Árshátíð - 23.03.2010 Fréttir

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar verður haldin fimmtudaginn 25. mars næstkomandi í íþróttahúsinu. Sýningin hefst klukkan17:30. Þema árshátíðarinnar að þessu sinni verða lög eftir Ómar Ragnarsson. Aðgangseyrir er 1000 kr á fjölskyldu.Veitingar verða veittar á staðnum.

Allir velkomnir !

Lesa meira
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar - 17.03.2010 Fréttir

Í dag lauk Stóru upplestrarkeppninni á lokahátíð í Hafnarkirkju.  Þar leiddu saman hesta sína þeir 11 keppendur sem best hafa staðið sig í Grunnskóla Hornafjarðar og í Grunnskóla Djúpavogs.  Keppnin var bæði skemmtileg og spennandi og náðu nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar í þrjú efstu sætin en Sparisjóðurinn gefur verðlaun þremur bestu lesurunum.   Alrún Irene Stephensdóttir fór með sigur af hólmi, í öðru sæti var Guðrún Ósk Gunnarsdóttir og í þriðja sæti var Hafþór Snorrason.  Sérstök aukaverðlaun hlaut Bjartur Elí Egilsson frá Grunnskóla Djúpavogs. 

Lesa meira
Páll Ólafsson

Jákvæð samskipti - 16.03.2010 Fréttir

Miðvikudaginn 3. mars koma Páll Ólafsson félagsráðgjafi í heimsókn til okkar og ræddi um jákvæð samskipti.  Hann hélt tvo fyrirlestra, annan fyrir foreldra og hinn fyrir starfsmenn auk þess sem hann hitti stýrihópa í skólanum og leikskólunum.  Páll talar um jákvæð samskipti út frá hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar og heimsókn hans var virkilega góð innspýting fyrir þá sem á hlýddu.  Hér má nálgast foreldrafyrirlestur Páls.

Lesa meira
6.-bekkur-a-skidum

Skíðaferð í Oddsskarð - 16.03.2010 Fréttir

Nú er 6. bekkur að renna sér á skíðum í Oddsskarði í blíðskaparveðri og góðu færi.  Þau fóru í gærmorgun á skíði og koma heim síðdegis í dag.  Í síðustu viku fór 8. bekkurinn á skíði og var líka mjög heppinn með veður og skíðafæri. 

Lesa meira
Stora-upplestrarkeppnin-002-a-vef

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar - 12.03.2010 Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður í Hafnarkirkju miðvikudaginn 17. mars kl. 14:00.  Nemendur í 7. bekk Grunnskóla Djúpavogs og Grunnskóla Hornafjarðar keppa. 

Allir velkomnir.

Skólaskrifstofa Hornafjarðar

Lesa meira
010vefur

Staða skólastjóra við Grunnskólann laus - 12.03.2010 Fréttir

Í Morgunblaðinu um helgina er auglýst eftir skólastjóra við Grunnskóla Hornafjarðar því eins og foreldrar vita hefur Þorvaldur Viktorsson sagt starfi sínu lausu.  Hér geta þeir sem áhuga hafa á starfinu séð auglýsinguna.

Lesa meira
Ferdin-ad-Horni-003-vef

Ferð út að Horni - 11.03.2010 Fréttir

Í dag og í gær fóru allir nemendur grunnskólans í ferð út að Horni að skoða víkingabæinn sem hefur verið byggður þar. 

Lesa meira
Blus,-Rokkurbandid-046

Blús fyrir grunnskólanema - 05.03.2010 Fréttir

Í morgun var öllum nemendum grunnskólans boðið á blústónleika í Sindrabæ í tilefni Norðurljósablúshátíðarinnar sem er hér á Höfn um helgina.  Það var Rökkurbandið sem sá um skemmtunina og nutu bæði ungir og aldnir stundarinnar.   

Lesa meira
Skolahreysti-026a-vef

Skólahreysti - 05.03.2010 Fréttir

Austurlandsriðillinn í skólahreysti 2010 var að venju haldinn á Egilstöðum og voru það þau Anna Mekkín Reynisdóttir, Einar Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Örn Olgeirsson og Karen Björg Halldórsdóttir sem kepptu fyrir hönd okkar í Grunnskóla Hornafjarðar.

Lesa meira
Stora-upplestrarkeppnin-038-a-vef

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar - 05.03.2010 Fréttir

Miðvikudaginn þriðja mars var skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í salnum í Nýheimum.  Þeir sem komust áfram í skólakeppninni munu keppna í lokakeppninni sem fram fer í Hafnarkirkju 17. mars en það eru Alrún Irene, Anna Birna, Guðrún Ósk, Hafþór, Haukur Ingi, Inga Kristín, Karólína, Katrín María og Þorkell Ragnar.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: