Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Skólaferðalag 7.b. 2010

Dagur tvö í Vestmannaeyjum - 28.05.2010 Fréttir

Dagurinn var hreint frábær..... hér er búið að ganga um eyjuna hitta innfædda, fara á safn, sigla kringum eyjuna, og spranga.... já og ekki má gleyma brjáluðu trambolín rennibrautinni....

Lesa meira
IMG_3063

Öskufjúk í Eyjum - 27.05.2010 Fréttir

Nemendur í 7. bekk er nú í skólaferðalagi í Vestmannaeyjum.  Stuttu eftir að þau komu þangað í gær fór að vinda og brast þá á öskufjúk. . 

Lesa meira
skolamyndir-049[1]

Öræfaferð 3. bekkjar - 27.05.2010 Fréttir

Þann 17. maí fór 3. bekkur í skólaferðalag í Öræfin. Ferðin hófst þó á Jöklasafninu þar sem Guðný Svavarsdóttir tók á móti hópnum. Safnið var skoðað gaumgæfilega en að því loknu var lagt í hann í frekar mikilli rigningu. Nesti var borðað að Hrollaugsstöðum og var þá regnið það mikið að nokkrir fundu sér skjól undir aftanívagni rútunnar.

Lesa meira
myndir-af-myndakorti-21.-mai-2010-021-vef

Íþróttadagur í grunnskólanum - 26.05.2010 Fréttir

Mikið hefur verið um að vera í skólanum á íþróttadegi.  Öllum bekkjum var blandað saman og búnir til nýir hópar þvert á bekki.  Í hópunum leystu nemendur hinar ýmsu þrautir allt frá suduku upp í að klifra upp kaðlana í íþróttahúsinu.

Lesa meira
Matreidslukeppni-004-vef

Matreiðslukeppni grunnskólans - 20.05.2010 Fréttir

Í gær fór fram matreiðslukeppni 9. og 10. bekkinga í skólanum.  Fimm lið mættu til keppni og var hörð barátta um hvert stig.  Keppendur áttu að elda forrétt þar sem uppistaðan var humar, aðalrétt þar sem uppistaðan var bleikja og eftirrétt að eigin vali.  Það voru svo sannarlega girnilegir réttir sem voru bornir á borð og erfitt fyrir dómarana að gera upp á milli liðanna. 

Lesa meira
oraefi-vef

Námsferði í Öræfin hjá 6. og 7. bekk - 18.05.2010 Fréttir

Á dögunum fóru nemendur í 6. og 7. bekk í námsferði í Öræfin þar sem áhersla var lögð á að nemendur fræddust um umhverfið og lærðu að gera ýmiskonar mælingar og tilraunir.  Hér á eftir fer frásögn þriggja nemenda úr ferðinni.

Lesa meira
Hulda-Laxdal

Hulda Laxdal, nýr skólastjóri við grunnskólann - 12.05.2010 Fréttir

Hulda Laxdal hefur verið ráðinn skólastjóri við grunnskóla Hornafjarðar í stað Þorvaldar Viktorssonar sem látið hefur af störfum sökum veikinda.  Hulda lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1980 og hefur starfað nánast óslitið við kennslu síðan auk þess að bæta við sig ýmiskonar menntun.  2003 lauk hún BS prófi í íþróttafræði og heilsuþjálfun, 2006 lauk hún Dipl.Ed prófi í menntunar og uppeldisfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana og núna vinnur hún að meistaraprófsritgerð um sömu mál. 

Lesa meira
unicef-2010-010

Nemendur styrkja gott málefni - 11.05.2010 Fréttir

Á föstudaginn var haldið hið árlega Unicef-hlaup sem Grunnskóli Hornafjarðar hefur tekið þátt í undanfarin ár. Nemendur safna áheitum og fá gjarnan greitt fyrir hvern hring sem þeir hlaupa á hlaupabrautinni.

Lesa meira
Sudursveit-5b-054

4. og 5. bekkur í Suðursveit - 08.05.2010 Fréttir

Í vikunni fóru 4. og 5. bekkur Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólans í Hofgarði í námsferð í Suðursveit. Gist var á Hrolllaugsstöðum, gengið inn í Þröng og þar komist í snertingu við Breiðamerkurjökul.

Lesa meira
Danssýning 2010

Danssýning - 02.05.2010 Fréttir

Þá er frábærri dansviku lokið í skólanum og lauk henni með danssýningu þar sem fjöldinn allur af foreldrum og öðrum aðstandendum mætti og fylgdist með nemendum dansa. 

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: