Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
skolaslit- 2010, Grunnskóla Hornafjarðar 049-vef
skolaslit- 2010, Grunnskóla Hornafjarðar 049-vef
Útskriftarhópurinn 2010
Mynd 1 af 5
1 2 3 4 5

Skólaslit Grunnskólans

02.06.2010

Grunnskóla Hornafjarðar var slitið 31. maí síðastliðinn.  Þá var þriðja starfsári skólans að ljúka en hann var stofnaður við sameiningu Nesja-, Hafnar og Heppuskóla sumarið 2007. 
28 nemendur útskrifuðust úr 10. bekk að þessu sinni  en nemendur við skólann voru rúmlega 300 í vetur og starfsmenn um 55.  Í skólaslitaræðu Þórhildar Kristjánsdóttur kom fram að síðasti vetur var afar viðburðaríkur og annasamur því síðasta haust lagðist kennsla niður í Nesjaskóla og var allt skólahald þaðan flutt út á Höfn.  Þá var nýuppgerðu álma Hafnarskóla tekin í notkun eftir gagngerar breytingar auk þess sem 7. bekkur færðist upp í Heppuskóla.  Allar þessar breytingar auk breytinga á stjórnun skólans kölluðu á mikla vinnu alls starfsfólks sem lagði sig allt fram og skilaði afburða góðu starfi í vetur. 

Nú er þeim ytri breytingum lokið sem stóðu fyrir dyrum við skólann og því getur starfsfólk farið að einbeita sér að innra starfinu.  Innra starfið verður í brennideplinum næstu misserin bæði er varðar námsárangur og líðan.  Áfram verður unnið eftir Uppeldi til ábyrgðar og mun allt starfsfólk skólans fara á námskeið til að bæta við sig í þeirri hugmyndafræði 11. ágúst næstkomandi.  Á skólaslitunum kom fram að þær Brynja Baldursdóttir kennari við skólann og Þórhildur Kristjánsdóttir deildarstjóri hafa fengið tilnefningu til foreldraverðlauna heimilis og skóla fyrir foreldranámskeið sem þær héldu í vetur um Uppeldi til ábyrgðar en næsta vetur verður áframhald á slíkum námskeiðum.   

Á skólaslitunum sáu nemendur skólans um skemmtiatriði með aðstoð Tónskólans.

 

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: