Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Nýsköpunarkeppni 2010 - keppendur úr Grunnskóla Hornafjarðar

Úrslit í nýsköpunarkeppninni - 21.09.2010 Fréttir

Okkar fólki gekk aldeilis vel í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Arndís Ósk Magnúsdóttir sigraði í hönnunarflokknum en hún hannaði nýja gerð af stiga til að fara yfir girðingu. Jóel Ingason lenti í þriðja sæti í flokknum orka og umhverfi auk þess sem hann fékk að opna sýningu inn á afrakstur vinnusmiðjunnar með forseta Íslands. 

Lesa meira
Glima í GH 15. sept 2010

Glímukynning - 20.09.2010 Fréttir

Miðvikudaginn 15. september kom Ólafur Oddur Sigurðsson margfaldur íslandsmeistari í glímu í heimsókn til okkar. Hann kom á vegum Glímusambands íslands í þeim tilgangi að kynna íslenska glímu en Ólafur hefur farið vítt og breitt um landið að kynna glímuna.

Lesa meira
Nýsköpunarkeppni 2010 - keppendur úr Grunnskóla Hornafjarðar

Nýsköpunarkeppni grunnskóla - 15.09.2010 Fréttir

Dagana 16. - 19. september fara fram úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskóla.  Fjörutíu og fjórir krakkar komust í úrslit, þar af fjórir úr Grunnskóla Hornafjarðar. Að þessu sinni bárust 1600 hugmyndir allstaðar af landinu svo að Hornfirðingar mega vera sáttir við sinn hlut.

Lesa meira
Endalausidalurinn 1. sept 2010

Endalausidalurinn 1. sept - 15.09.2010 Fréttir

Rúmlega fjörutíu manns gengu Endalausadalinn sem liggur á milli Laxárdals í Nesjum og Lóns. Farið var á þremur litlum rútum inn á Laxárdal, þar safnaðist hópurinn saman og farið var yfir það helsta sem hafa ber í huga í fjallgöngu.

Lesa meira
Berjaferð haust 2010 í Haukafell

Ferð í Haukafell - 15.09.2010 Fréttir

Farið var í mjög skemmtilega berjaferð í Haukafell miðvikudaginn 1. september. Farið var á rútum með alla úr 1. – 4. bekk. Við byrjuðum á að fá okkur epli þegar við komum á staðinn og á eftir fengum við heitt kakó. Allir nutu þess að borða úti í náttúrunni enda var veðrið mjög gott. Sólin skein og við fengum 15° hita.

Lesa meira
nemendarað 2010

Nemendaráð og Miðgarðsráð - 10.09.2010 Fréttir

Í tengslum við haustfagnað nemenda á unglingastigi var kosið í nemendaráð skólans og Miðgarðsráð.  Auk þess sem bekkjarkvöld var hjá 7. bekk og haustfagnaður hjá 8. - 10. bekk þá tóku unglingarnir forskot á sæluna og fóru í spil og leiki í síðast tíma dagsins. 

Lesa meira
Skalatindar-1.-sept-4

Göngu- og berjadagur 1. september - 05.09.2010 Fréttir

Miðvikudaginn 1. september var göngu- og berjadagur í skólanum. Yngstu fjórir árgangarnir fóru í berjamó í Haukafell en hinir fóru í gönguferð og voru þrjár leiðir í boði.  Það var Bergárdalurinn, Endalausidalurinn og Skálatindarnir.

Lesa meira
Bergardalur-1.-sept-1

Skólastarf komið í gang, áhersla á heilsueflandi skóla - 03.09.2010 Fréttir

Nú er skólastarf komið í fullan gang og fyrsta vikan um garð gengin.  Nemendur og starfsmenn komu hressir og endurnærðir eftir sumarfríið, fullir starfsorku. Um miðjan ágúst sátu starfsmenn skólans tvö námskeið saman, annað um uppeldi til ábyrgðar og hitt um samskipti á vinnustað og mótun góðs starfsumhverfis. 

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: