Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Göngum í skólann

Göngum í skólann - 26.10.2010 Fréttir

Nú er ný lokið átakinu Göngum í skólann. Nemendur og starfsfólk  í Grunnskóla Hornafjarðar tóku þátt í átakinu og eitt af því sem var gert hér var að senda hreyfidagbók heim með hverjum nemanda. Tæplega 60% nemenda skilaði hreyfibókinni aftur í skólann.

Lesa meira
Stodvum-einelti

Stöðvum einelti - 25.10.2010 Fréttir

ÞÉR ER BOÐIÐ AÐ SÆKJA BORGARAFUND

Í EINELTISÁTAKINU STÖÐVUM EINELTI!

Fundurinn verður haldinn 28. október kl. 20:00

í Nýheimum á Höfn í Hornaf irði. Jafningjafræðslufundur

verður haldinn þar á undan kl. 18:00 fyrir

efstu bekki grunnskólans.

Lesa meira
Danssýning i GH 22. okt 2010

Glæsileg danssýning - 25.10.2010 Fréttir

Á föstudaginn var glæsileg danssýning í íþróttahúsinu í lok dansvikunnar.  Þá sýndu um 240 nemendur dansa sem þeir höfðu æft í vikunni og það var ekki laust við að áhorfendur sem voru gríðarmargir fengju gæsahúð þegar allur hópurinn dansaði tvo dansa saman í lokin.  Svo frábært var það. 

Lesa meira
Dansæfing í okt 2010

Danssýning í íþróttahúsinu á föstudag - 20.10.2010 Fréttir

Danssýning hjá nemendum skólans verður í íþróttahúsinu á Höfn föstudaginn 22. október kl. 13:00.  Í vikunni hafa allir nemendur í 1. - 7. bekk æft dans og langflestir nemendur 8.-10. bekkjar þar sem dansinn er val.  Foreldrar og aðrir áhugasamir dansunnendur velkomnir.

Lesa meira
Stjórn foreldrafélagsins 2010-2011

Frá aðalfundi foreldrafélagsins - 12.10.2010 Fréttir

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn í matsal Grunnskólans þriðjudaginn 5. október.  Formaður, Kolbrún Þ.Björnsdóttir, bauð fundargesti velkomna og Barnakór Hornafjarðar tók svo við og söng nokkur lög fyrir fundargesti undir styrkri stjórn Kristínar Jóhannesdóttur tónmenntakennara. Lesa meira
Heimsókn 4 bekkjar í dagvist aldraðra

Brúum kynslóðabilið - OLE2 - 01.10.2010 Fréttir

Það var handagangur í öskjunni á mánudaginn 27. september og í dag þegar nemendur úr 4. bekk Grunnskóla Hornafjarðar heimsótti dagvist aldraðra.

Lesa meira
10. bekkur á Lónsöræfum haustið 2010

Ferð á Lónsöræfi með 10. bekk - 01.10.2010 Fréttir

Það voru þrjátíu og fimm nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar ásamt fjórum kennurum og Jóni Bragasyni sem fóru í þriggja daga ferð í Lónsöræfi þann 22.-24. september.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: