Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Berjaferð haust 2010 í Haukafell
Berjaferð haust 2010 í Haukafell

Foreldranámskeið um hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar

12.01.2011

 

Nú er að fara af stað foreldranámskeið um hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar.  Námskeiðið er nú haldið í annað sinn og er opið öllum foreldrum . Námskeiðið er 5 skipti, einn og hálfur tími í senn í matsal Grunnskólans og verður á  þriðjudagskvöldum klukkan 20:00 eftirfarandi daga;  

18. janúar, 25. janúar, 1.febrúar, 8. febrúar og 22. febrúar.

Kennarar á námskeiðinu eru Eyrún Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og Þórhildur Kristjánsdóttir sérkennari. Námskeiðisgjald er 1000 krónur, skráning fer fram hjá Eyrúnu og Þórhildi námskeiðshöldurum (eyrung@hornafjordur.is, thorhildur@hornafjordur.is) en einnig taka Flóra og Dadda við skráningum.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: