Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Tölvukennsla

Tölvukennsluvefur - 28.02.2011 Fréttir

Sett hefur verið upp ný heimasíða í Upplýsinga- og tæknimennt fyrir eldra stigið eða nemendur Heppuskóla. Farið er inn á þessa heimasíðu hér eða á tenglinum efst til hægri hér til hliðar sem heitir Upplýsinga og tæknimennt. Megin tilgangur síðunnar er að veita upplýsingar um tölvukennsluna í 7. - 10. bekk og hvernig smiðjurnar eru uppsettar.

Lesa meira
Skólahreysti í GH 2011

Skólahreystidagur - 28.02.2011 Fréttir

Undankeppni fyrir Skólahreysti var haldin síðastliðinn fimmtudag og fengu allir nemendur að prófa þrautirnar. Um morguninn fengu yngri bekkirnir að fara í gegnum hraðabraut, strákarnir fengu svo að fara í upphífingar og dýfur en stelpurnar spreyttu sig í armbeygjum og í að hanga. Eftir hádegi var svo komið að keppninni sjálfri. Fjölmargir keppendur mættu til leiks úr 7.-10. bekk.

Lesa meira
Á þorra í GH 2011

Þorraþræll á næsta leyti - 19.02.2011 Fréttir

Þá er þorrinn að renna sitt skeið, sól tekin að hækka á lofti og konudagur á sunnudag.160;

Lesa meira
Snjór á Höfn - GH 7. feb 2011

Snjór - snjór - snjór - 07.02.2011 Fréttir

Mikið fjör hefur verið í frímínútunum í dag, krakkarnir nýttu sér snjóinn og mættu margir með snjóþotur og sleða til að renna sér á.

Lesa meira
Árshátíð 2010

Skýrsla vegna úttektar á skólanum - 01.02.2011 Fréttir

Nú hafa starfsmenn matsfyrirtækisins Hitt og þetta skilað inn skýrslu sem unnin var vegna úttektar á skólanum.  Skýrslan er aðgengileg hér og hvetjum við þá sem eru áhugasamir um skólastarf á Hornafirði að kynna sér hana.  Í skólanum verður skýrslan notuð til að styrkja innviði skólans og er ýmsar gagnlegar ábendingar að finna í henni. 

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: