Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

5. bekkur á æfingu fyrri árshátíð

Árshátíðarundirbúningur á fullu - 24.03.2011 Fréttir

Nú er allt á öðrum endanum í  skólanum því nemendur og starfsmenn eru á fullu við að leggja lokahönd á undirbúnig fyrir árshátíð skólans sem hefst kl. 17:30 í Íþróttahúsinu í dag.

Lesa meira
Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Suð-Austurlandi - 23.03.2011 Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar  á Suð-Austurlandi fór fram í Hafnarkirkju í dag. Þar lásu 11 nemendur úr 7. bekk þriggja grunnskóla á svæðinu; Grunnskóla Djúpavogs, Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum í Hofgarði.  Lokahátíðir eru haldnar í hverjum landshluta fyrir sig og veita Sparisjóðirnir verðlaun þremur efstu keppendunum.   

Lesa meira
6 bekkur í GH

6. bekkur í Oddsskarði - 23.03.2011 Fréttir

 

Nemendur 6. bekkjar eru búnir að eiga góðar stundir í Oddsskarði á skíðum. Þau voru mætt í fjallið um hádegi í gær og skíðuðu fram undir kvöld. Þá tók við hin sívinsæla skíðaskála dvöl sem klikkaði ekki frekar en venjulega. Krakkarnir hafa verið ágætlega heppin með veður en svolítill vindur er búinn að vera hjá þeim. Skíðað verður til hádegis í dag og er áætluð heimkoma þeirra á milli 16:00 og 17:00.

Lesa meira
8.-K-med-kennaranum-sinum

Háskóli unga fólksins á ferð um landið - 22.03.2011 Fréttir

Háskóli unga fólksins, HUF, hefur verið starfræktur á vegum Háskóla Íslands frá árinu 2004 og notið mikilla vinsælda.. Í tilefni aldarafmælis HÍ 2011 verður starfsemi HUF með hátíðarsniði og skólinn á faraldsfæti.   Þar ber hæst  ferð Háskóla unga fólksins með svokallaðri Háskólalest sem heimsækir níu áfangastaði á landinu í samstarfi við Rannsóknarsetur HÍ á landsbyggðinni, grunnskóla, sveitarfélög o.fl.

Lesa meira
Stóra upplestrarkeppni í GH 2011

Stóra upplestrarkeppnin í fullum gangi - 14.03.2011 Fréttir

Í marsmánuði ár hvert lýkur Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk en hún hefst formlega á degi íslenskrar tungu 16. nóvember.  Markmiðið með keppninni er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og víst er að margir afburðalesarar hafa komið fram á sjónarsviðið í keppninni. 

Lesa meira
Öskudagur 2011 GH y

Hæfileikakeppni, marsering og margt fleira - 09.03.2011 Fréttir

Yngri börnin í skólanum bíða öskudags með óþreyju og finnst gaman að hittst í skólanum og skoða búningana hvert hjá öðru og gera skemmtilega hluti saman. 

Lesa meira
Öskudagur 2011 GH e

Sýning í Sindrabæ, fáránleikar og pönnukökur - 09.03.2011 Fréttir

Á öskudag var breytt út af hefðbundnu skólastarfi eins og vera ber. Á unglingastiginu voru nemendur úr leiklistarsmiðju, söngvavali og freestyle með stórglæsilega sýningu í Sindrabæ.  Einnig var keppt í fáránleikum en þeir snúast um að keppa í óhefðbundnum íþróttagreinum og að lokum buðu stúlkur úr 9. bekk upp á pönnurkökur í lok dagsins. Skemmtilegur dagur þar sem flestir náðu að rifja upp barnið í sér jafnt nemendur sem starfsmenn.

Lesa meira
Víkingasveitin

Blús í Sindrabæ - 04.03.2011 Fréttir

Í morgun var nemendum skólans boðið á blús í Sindrabæ þar sem Bigband Tónskólans steig á stokk í tilefni þess að um helgina verður Norðurljósablús á Hornafirði. Í Víkingsveitinni eru nokkrir nemendur úr skólanum og svo fengu aðrir að spreyta sig í nokkrum lögum.  Allir skemmtu sér konunglega á blúsnum og þakkar skólinn aðstandendum Norðurljósablús kærlega fyrir blúsinn.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: