Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Sigurliðið Frumurnar í 7. bekk GH

Frumurnar hefja keppni á morgun - 31.05.2011 Fréttir

Frumurnar hefja keppni í Delft í Hollandi á morgun.  Frumurnar eru legóhópur Grunnskólans, skipaður 10 nemendum úr 7. bekk, sem vann legókeppnina á Íslandi í nóvember.  Nú fara Frumurnar sem fulltrúar Íslands til Hollands þar sem þær taka þátt í Evrópukeppninni. 

Lesa meira
Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar 2011

Skólaslit í Grunnskóla Hornafjarðar - 31.05.2011 Fréttir

Grunnskóla Hornafjarðar var slitið í fjórða sinn 30. maí í íþróttahúsi Hafnar.  Dagskrá skólaslitanna hófst á götuleikhúsi fyrir utan íþróttahúsið og eldgosasýningu en að henni lokinni færði fólk sig inn í íþróttahúsið, í hlýjuna því heldur napurt var þennan dag. 

Lesa meira
2. SÞ 2011 Byggðasafn og Jöklasafn

Vordagar hjá 2. bekk SÞ - 30.05.2011 Fréttir

2. bekkur SÞ hefur lagt land undir fót undanfarna daga og skoðað söfnin í bænum. Við byrjuðum á að skoða verbúðina í Miklagarði í tengslum við þemaverkefni um hafið sem bekkurinn var að vinna að.

Lesa meira
skolaslit-018-vef

Skólaslit kl. 17:00 mánudaginn 30. maí - 27.05.2011 Fréttir

 

Grunnskóla Hornafjarðar verður slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahúsinu á Höfn kl. 17:00 mánudaginn 30. maí.

Lesa meira
10. bekkur GH vor 2011

Höfn, umhverfisvænn heilsubær og eldfjallavinna - 26.05.2011 Fréttir

Dagskrá síðustu daga skólans fór heldur betur úr skorðum á unglingastiginu þegar gos hófst í Grímsvötnum.

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar 2011

Frumurnar á leið til Hollands - 19.05.2011 Fréttir

Nú er heldur betur farið að styttast í að legóhópurinn Frumurnar fari á Evrópumótið í legó en mótið fer fram í Delft í Hollandi 2. – 4. júní.

Lesa meira
Öræfaferð hjá 3. bekk 2011 Grunnskóla Hornafjarðar

Öræfaferð hjá 3.bekk vor 2011 - 18.05.2011 Fréttir

Mánudaginn 16. maí fór 3. bekkur  í vorferð í Öræfin, þegar við vorum búin að ná í matinn á Víkina og súkkulaðikökuna í bakaríið þá lögðum við af stað í ferðalagið okkar. 

Lesa meira
Háskólalestin í Grunnskóla Hornafjarðar 2011

Háskólalestin í heimsók í Grunnskóla Hornafjarðar - 13.05.2011 Fréttir

Í dag voru allir nemendur í 7. - 10. bekk skólans, ásamt nemendum frá Djúpavogi og Hofgarði í Háskóla unga fólksins sem ferðast um landið með Háskólalestinni í tilefni 100 ára afmælis Háskóla Íslands.  Þetta var einstaklega skemmtilega heimsókn og nutu nemendur þess að læra japönsku, táknmál, latínu, sjúkraþjálfun, stjörnufræði, kynjafræði eða nýsköpun.  Á morgun veður Háskólalestin síðan með dagskrá fyrir almenning í Nýheimum.

Lesa meira
Vorhátíð GH 2011

Vorhátíð á eldra stigi - 13.05.2011 Fréttir

Í gær hélt eldar stigið vorhátíð sína með pompi og prakt.  Samkvæmt venju var kvöldið tileinkað 10. bekk og sá 9. bekkur um allan undirbúning og utanumhald.  Foreldrar 9. bekkinga grilluðu hamborgar fyrir allan hópinn og DJ Óli Geir sá um að halda uppi stuðinu á ballinu. En myndir segja meira en mörg orð.

Lesa meira
Vikuhátíð hjá 4. bekk í maí 2011

Vikuhátíðir - 11.05.2011 Fréttir

Nemendur skólans hafa verið duglegir við að sinna sviðslistum í vetur. Með reglulegu millibili hafa verið haldnar svokallaðar vikuhátíðir á yngra stig þar sem hver árgangur eða einstakir bekkir hafa stigið á svið og skemmt sjálfum sér og skólafélögum sínum með margvíslegum hætti. Vikuhátíðin hefur oftast verið haldin í Sindrabæ en einnig í skólastofum og nú í vikunni nýtti 4.M sér vorblíðuna og bauð til útileikhúss þar sem hin ýmsu sirkusatriði voru á dagskrá. Bæði flytjendur og áhorfendur nutu sýningarinnar og veðurblíðunnar og hlakka til næstu vikuhátíðar.  

Lesa meira

Tímabundin tannlæknaþjónusta tekjulágra foreldra/forráðamanna - 11.05.2011 Fréttir

Vakin er athygli á verkefninu „Tímabundin tannlæknaþjónusta fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna“  http://www.tr.is/tannvernd-barna/. Jafnframt er bent á að þessi þjónusta er tímabundin og því þarf að bregðast við.

Upplýsingar á pólsku eru einnig á vef Reykjvíkurborgar: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4449/7620_read-26280/

Umsóknarfrestur er til 1. júní.   

Lesa meira
Útimatreidsla í GH vorið 2011

Fréttir frá útieldhúsi - 09.05.2011 Fréttir

 

Við erum ekki búin að vera heppin með veður síðustu fimmtudaga og verið frekar erfitt að finna skjól enn síðasta fimmtudag var ákveðið að nota rústirnar fyrir ofan Miklagarð til að glóðarsteikja pítsulengjur. Það eru allir mjög áhugasamir og duglegir í þessum hópi og bíða spenntir eftir því að komast á sjóstangarveiði.

Kveðja frá útieldhúsi

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: