Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Vestmannaeyjar haust 2011

Áttundi bekkur í Vestmannaeyjum - 30.09.2011 Fréttir

Í síðustu viku fór 8. bekkur í skólaferðalag til Vestmannaeyja. Ferðin tókst í allastaði vel og lék veðrið við ferðalangana sem fengu að upplifa eyjarnar í sól og blíðu.

Lesa meira
hjol i skola

Gengið og hjólað í rigningunni - 30.09.2011 Fréttir

Nú er lokið hinni vikulöngu bekkjarkeppni skólans í Göngum í skólann verkefninu og því minnum við á að nú þarf að skila hreyfidagbókinni  til umsjónarkennara.

Lesa meira
Grunnskolanemendur

Fræðslufundur Heimilis og skóla - 22.09.2011 Fréttir

Foreldrafélag Grunnskóla Hornafjarðar stendur fyrir fræðslufundi Heimilis og skóla í Nýheimum í kvöld kl. 20:00 Vinnum saman að velferð barnanna okkar og fjölmennum á fundinn.

vef-010

Af Vestmannaeyjaförum og öðrum ferðalöngum - 21.09.2011 Fréttir

Nemendur í 8. bekk  eru núna í skólaferðalagi í Vestmannaeyjum. Þau héldu af stað í gær ásamt þremur starfsmönnum frá skólanum. .

Lesa meira
Nyskopunarkeppnin

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda - 19.09.2011 Fréttir

Þann 11. september fór fram verðlaunaafhending  Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda en hún var haldin í  20. sinn.

Lesa meira
Sudursveit september 2011

4. og 5. bekkur heimsóttu Suðursveit. - 18.09.2011 Fréttir

Í síðustu viku fóru 4. og 5. bekkur í námsferð í Suðursveit.  Ferð þessi er farin annað hvert ár og er með þeim hætti að annan daginn er farið á Hala en hinn daginn er gengið inn í Þröng en þá er gengið inn að Breiðamerkurjökli meðfram Fellsfjalli og gist er í Hrollaugsstöðum. Í þetta sinn byrjuðum við á Hala þar sem Þórbergssafnið var skoðað undir leiðsögn Þorbjargar Arnórsdóttur , fiskeldið skoðað hjá Fjölni Torfasyni og farið í ratleik sem settur hefur verið upp bæði með sögulegum fróðleik og fróðleik um örnefni.

Lesa meira
nemendarad

Kosið í nemendaráð - 15.09.2011 Fréttir

Síðustu daga hefur staðið yfir kosning í nemendaráð
Heppuskóla og á hver árgangur tvo fulltrúa í ráðinu. Þau sem voru kosin eru: Jóel Ingason og Brandur Ingi Stefánsson úr 7. bekk, Sigrún Salka Hermannsdóttir og Sigríður Gísladóttir úr 8. bekk, Anna Birna Elvarsdóttir og Hafþór Snorrason úr 9. bekk og Arnar Freyr Valgeirsson og Ragnar Magnús Þorsteinsson úr 10.bekk. Þetta er glæsilegur hópur og óskum við þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.

Lesa meira
ferdalag 6- 7 bekkur

Frábær ferð í Öræfi - 09.09.2011 Fréttir

Nemendur í 6. og  7. bekk fóru í námsferð í Öræfin í vikunni sem er að líða. Lagt var af stað frá Hafnarskóla á þriðjudagsmorguninn og var það hress og kátur hópur nemenda sem og starfsmanna sem steig um borð í rúturnar. Fyrsta stopp var við Jökulsárlón þar sem kíkt var í nestispokana og hópurinn viðraður. Næsti áfangastaður var Hofgarður þar sem vistir voru bornar í hús og að því loknu var stefnan tekin á Skaftafell

Lesa meira
Haustfagnaður í GH 2011 - ÞT

Haustfagnaður - 09.09.2011 Fréttir

Nemendur í 8. – 10. bekk héldu árlegan haustfagnað sinn í Sindrabæ í gærkvöldi.

Skemmtunina hófst með kjúklingahlaðborði og endaði á rífandi góðu diskóteki en í millitíðinni voru skemmtiatriði í boði 9. bekkinga sem báru veg og vanda af kvöldinu.

Í tilefni dagsins var einn tími á skóladeginum í gær tekinn í leiki og spil þar sem allir í 7. – 10. bekk gátu valið sér viðfangsefni.

Lesa meira
Haukafell-1-4-bekkur

Berjaferð í Haukafell - 08.09.2011 Fréttir

Í dag, fimmtudag fóru nemendur í 1. – 4. bekk í berjamó og eins og svo oft áður var stefnan tekin í Haukafell. Veður var ágætt, örlítið svalt en í Haukafelli er alltaf hægt að finna sér skjól.

Lesa meira
Hlaupið á Sindarvöllum

Göngum, hlaupum, hjólum í skólann. - 07.09.2011 Fréttir

Miðvikudaginn 7. september kl. 10.00 verður Göngum í skólann verkefnið formlega sett af stað  í Síðuskóla á Akureyri.

Lesa meira
veb_2

Gengið fyrir Horn - 01.09.2011 Fréttir

Í vikunni fóru 5. – 10. bekkur í hina árlegu gönguferð skólans  að þessu sinni var ákveðið að ganga fyrir Horn. Ferðin hófst á rútuferð út að Firði og þaðan var gengið yfir að Horni.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: