Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Spurningakeppni

Spurningakeppni - 28.10.2011 Fréttir

Í löngufrímínútunum undanfarna daga hefur farið fram spurningakeppni á milli bekkja í Heppuskóla. Keppnin hefur verið hin besta skemmtun og eru nemendur jafnt sem starfsfólk ánægt með framtakið og á nemendafélag skólans hrós skilið. Í næstu viku verður síðan úrslitakeppnin og eigast þá við nemendur úr 7.E., 8.I., 9.K. og 10. bekk. Lesa meira
Sudursveit-4-og-5-bekkur-mai-2010-003

Leiðsagnarmat, viðtalsdagur og vetrafrí - 28.10.2011 Fréttir

Nú er búið að opna fyrir leiðsagnarmatið inni á mentor.is þannig að nemendur geta byrjað að fylla það út með foreldrum sínum. Fimmtudaginn 3. nóv. er viðtalsdagur en öll viðtöl fara fram í Hafnarskóla. Föstudaginn 4.nóv. er starfsdagur kennara og þá er frí hjá nemendum og mánudaginn 7. nóv. er vetrafrí. Skólinn hefst þriðjudaginn 8. nóv. samkvæmt stundaskrá.

Völuspá Grunnskólinn okt 2011

Völuspá - 25.10.2011 Fréttir

Í dag sýndi Möguleikhúsið Völuspá í Íþróttahúsinu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og nemendur FAS.  Leikritið Völuspá byggir á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Þar segir m.a. frá fróðleiksfýsn Óðins, græðgi í skáldamjöðinn, forvitni hans um nútíð og framtíð, Fenrisúlfi, Baldri, Loka, Hugin og Munin og ótal fleiri persónum.

Lesa meira
Dansvika

Dansvika að baki - 25.10.2011 Fréttir

Árleg dansvika í Grunnskóla Hornafjarðar er nú að baki, en henni lauk með frábærri danssýningu s.l. föstudag. Jón Pétur sem hefur komið hingað og kennt dans undanfarin ár var hæst ánægður með unga fólkið okkar, enda stóðu krakkarnir sig einstaklega vel.

Lesa meira
Dans

Danssýning - 20.10.2011 Fréttir

 

Á morgun, föstudaginn 21. október  er  danssýning fyrir foreldra og forráðamenn í íþróttahúsinu. Sýningin hefst kl 12.30 og nemendur fara heim að lokinni sýningu.

Dansvika

Dansvika - 18.10.2011 Fréttir

Núna stendur yfir hin árlega dansvika í Grunnskóla Hornafjarðar. Það er  Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem sér um kennsluna eins og undanfarin ár. Almenn ánægja er hjá krökkunum og gaman að sjá hvernig þau leggja sig fram við að læra sporin. Skyldumæting er hjá 1. – 7. bekk en 8. – 10. bekkur hefur val um hefðbundna kennslu eða dans. Lesa meira
Fyrsta vikuhatidin

Fyrsta vikuhátíð vetrarins - 16.10.2011 Fréttir

Í liðinni viku var haldin fyrsta vetrahátíð vetrarins en það var 4.bekkur E sem reið á vaðið að þessu sinni. Boðið var upp á fjölbreytta skemmtun þar sem allir sem tóku þátt skemmtu sér konunglega og á það við bæði um áhorfendur sem og listamennina sjálfa.

Lesa meira
Kynningarfundur 2011 í 8. - 10. b

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Hornafjarðar - 11.10.2011 Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Hornafjarðar var haldinn í matsal skólans þriðjudaginn 4. október síðastliðinn. Ágætis mæting var á fundinn þar sem farið var yfir starf síðasta árs með töluverðri áherslu á fræðslufund Guðrúnar Jónsdóttur frá Heimili og skóla sem haldinn var 22. september á vegum foreldrafélagsins.

Lesa meira
Þemadagur

Þemadagur - 09.10.2011 Fréttir

Á föstudaginn var rautt þema í 7. – 10. bekk  og mættu bæði nemendur og kennarar í viðeigandi lit. Það er nemendafélag skólans sem stendur fyrir þessari uppákomu og var virkilega gaman að sjá hversu margir tóku þátt. Í löngufrímínútunum var síðan boðið upp á lifandi tónlist þar sem bæði nemendur og kennarar létu ljós sitt skína.

Lesa meira
3.-HS---Abraham-og-Sara--verkefni-021

3. bekkur í skemmtilegu verkefni - 07.10.2011 Fréttir

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 3. HS verið að lesa um ættfeður Ísraelsmanna. Eftir að hafa lesið um Abraham og Söru og ferðalag þeirra með ættingja sína og allar sínar eigur, var ráðist í að búa til stóra veggmynd af þessu ferðalagi.

Lesa meira
10.bekkur

Lónsöræfaferð 10.bekkjar - 06.10.2011 Fréttir

Eftir samræmduprófin, miðvikudaginn 21.september fór 10.bekkur í Grunnskóla Hornafjarðar í þriggja daga ferð í Lónsöræfin. 19 nemendur voru í þessari ferð og voru Berglind  Steinþórsdóttir, Jón Bragason og Kristján Örn Ebenezarson leiðsögumenn í þessari ferð. Ferðin byrjaði á því að ganga niður Illakamb til að komast í skálann sem við gerðum að okkar heimahúsi í heilar 2 nætur. Þegar við höfðum komið okkur fyrir í skálanum og fengið okkur næringu fórum við í göngu  upp með Þilgili.

Lesa meira
Haukafell-1-4-bekkur

Skólafærninámskeið fyrir foreldra 1. bekkinga - 05.10.2011 Fréttir

Fimmtudaginn 6. október verður haldinn fyrsti hluti skólafærninámskeiðs fyrir foreldra 1. bekkinga Grunnskóla Hornafjarðar. Námskeiðið verður í matsal skólans og stendur frá kl. 20:00 – 22:00. Vonast er eftir því að allir foreldrar mæti á námskeiðin og fræðist um námið og vinnustað barna sinna. Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Lesa meira
nemendur

Skólafærninámskeið fyrir foreldra 7. bekkinga - 03.10.2011 Fréttir

Í kvöld verður haldið skólafærninámskeið fyrir foreldra 7. bekkinga í Grunnskóla Hornafjarðar. Námskeiðið er haldið í Heppuskóla og hefst kl. 19:30 og því líkur kl. 21:30. Það er von okkar að allir foreldrar 7. bekkinga mæti og eigi með okkur ánægjulega og fræðandi kvöldstund.

Dagskrá skólafærninámskeiðsins er eftirfarandi:

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: