Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

veb-myndm1

Skrímsli og furðuverur - 28.11.2011 Fréttir

Skrímsli hafa sést á ferðinni í myndmenntastofunni. Eitt skrímslið var klætt bláum kufli og var með rauð grimmdarleg augu.

Lesa meira
kaffikvöld

Kaffihúsakvöld - 25.11.2011 Fréttir

Nemendur í 10. bekk héldu kaffihúsakvöld þar sem þau sýndu foreldrum sínum afrakstur vinnu sinnar um Lónsöræfaferðina sem farin var í lok september.

Lesa meira
veb-vinab6

Vinabekkir - 24.11.2011 Fréttir

Í tilefni af vinavikunni hafa ákveðnir bekkir tengst sem vinabekkir. Í dag heimsóttu t.d. nemendur í 2. bekk vinabekk sinn sem er 7. bekkur. Krakkarnir föndruðu saman, þar sem þau eldri aðstoðuðu yngri krakkana, eða öfugt. Einnig var gripið í spil ásamt því að spjalla saman. Þessi heimsókn tókst í allastaði mjög vel og færði þessa tvo aldurshópa örugglega nær hvor öðrum.

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðr 2011

Draumaskólinn minn - 22.11.2011 Fréttir

Þriðjudagurinn 22. nóvember hófst með óvenjulegu sniði í Grunnskóla Hornafjarðar því nýir bekkir (hópar) höfðu þá verið búnir til þvert á árganga. Unnu þessir hópar saman fram eftir morgni og var eitt af verkefnunum DRAUMASKÓLINN MINN.  Verkefnið er hluti af vinnu í vinaviku í skólanum og er afraksturinn til sýnis á Menningarmiðstöðinni.

Lesa meira
Vinavika GH 2011

Vinavika í skólanum - 21.11.2011 Fréttir

Í morgun hófst vinavika í skólanum með því að nokkrir nemendur úr 10. bekk og nemendaráði settu hurðaspjöld á útidyr bæjarbúa með vinakveðjum frá nemendum skólans. .

Lesa meira
Vikuhatid 6 RE

Hátíð í boði 6. RE - 17.11.2011 Fréttir

Í dag sá 6. RE um vikuhátíð, það var að vonum mikið fjör. Kynnar hátíðarinnar voru Ýrena og Leli.  Inga Sóley og Ylfa sungu lag og  Hekla, Guðrún Ása og Tinna dönsuð  slæðudans með. Bjarmi flutti brandara og Óliver og Aðalsteinn léku auglýsingabrandara. Elva, Dagbjört og Ýrena sögðu líka brandara. Tískusýningin var auðvita á sínum stað. Ýrena, Tinna, Díana og Dagbjört sungu eitt lag og svo stóðu Bjarmi og Aðalsteinn fyrir æsispennandi spurningakeppni.

Lesa meira
Dagur islenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu - 16.11.2011 Fréttir

Í dag var haldið upp á dag íslenskrar tungu í Grunnskólanum. Einn liður í því er smásagna og ljóða samkeppni sem Grunnskólinn og Menningarmiðstöðin standa að. Nemendur í 4. – 10. bekk semja ljóð eða sögu og dómnefnd velur úr nokkur verk sem nemendur síðan flytja í Nýheimum. .

Lesa meira
Ugla í heimsókn

Ugla í heimsókn í Hafnar- og Heppuskóla - 15.11.2011 Fréttir

Þeir Esjar og Sigbjörn sem eru í áhöfn Ásgríms Halldórssonar komu í heimsókn í Hafnar-og Heppuskóla með uglu sem þeir sýndu nemendum. Uglan vakt að vonum mikla athygli enda sjaldséðir slíkir gestir.

Lesa meira
Vikuhatid hja 3 bekk

Vikuhátíð í boði 3.HS - 14.11.2011 Fréttir

Á föstudaginn var sá 3. bekkur um að halda vikuhátíð skólans. Hátíðin var að vanda haldin í Sindrabæ. Krakkarnir buðu upp á fjöruga og fjölbreytta dagskrá með dansi, söng, bröndurum að ógleymdri tískusýningu. Olivia og Kjartan sáu um að kynna dagskrána og gerðu það af stakri prýði. Við upphaf og lok hátíðarinnar fengu krakkarnir salinn með sér í fjöldasöng  og er óhætt að segja að allir hafi tekið vel undir.

Lesa meira
dodgeball

Beygjuboltamót - 11.11.2011 Fréttir

Í þessari viku hófst byrjaði beygjuboltamót (dodgeballmót) á milli bekkja í Heppuskóla. Keppnin fer fram í frímínútum og keppa tveir bekkir á dag þessa vikuna. Undanúrslit og úrslit verða síðan í næstu viku. Það er nemendafélag skólans sem stendur fyrir þessari keppni. Góð stemning var á fyrsta leik í morgun og greinilegt að bæði keppendur sem og áhorfendur skemmtu sér vel. Lesa meira
10.bekkur

Að hafa kjark til að þora að vera jákvæður - 08.11.2011 Fréttir

Dagurinn 8. nóvember er tileinkaður baráttu gegn einelti og afleiðingum þess. Einelti er dauðans alvara og til að koma í veg fyrir það þarf umræðan að vera opin og jákvæð.

Vikuhatid hja 6 RV

Vikuhátíð hjá 6 RV - 07.11.2011 Fréttir

 Í liðinni viku hélt 6.RV vikuhátíð fyrir nemendur og starfsfólk í Hafnarskóla. Hátíðin var að venju haldin í Sindrabæ. Krakkarnir héldu úti afar skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og má með sanni segja að þau hafi vakið stormandi lukku. Arndís og Svandís sáu um að kynna atriðin og fyrstar á svið voru Sigurborg og Guðný sem spiluðu tvö lög á klarinet fyrir áhorfendur.

Lesa meira
Lego

Hornsílin á lokasprettinum - 04.11.2011 Fréttir

Legóhópur Grunnskóla Hornafjarðar, Hornsílin æfa sig af kappi þessa dagana fyrir hina árlegu legókeppni. Keppni fer fram í Reykjavík 12. nóvember og er spenningurinn að stig magnast í hópnum.

Lesa meira
Grunnskólinn 66° N

Grunnskóli Hornafjarðar tekur þátt í myndbandakeppni 66°N - 03.11.2011 Fréttir

Í dag 2. nóvember opnar fyrir netkosningu í myndbandakeppni 66°N en nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar eiga eitt myndband í þeirri keppni. 

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: