Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Jólakveðja 2010

Jólin koma - 20.12.2011 Fréttir

Í dag voru stofujól í Grunnskóla Hornafjarðar og að þeim loknum hófst jólafrí. Grunnskóli Hornafjarðar vill senda nemendum, foreldrum og starfsfólki innilegar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Lesa meira
3 HS jolatresparty

Lestrarátak og piparkökur í 3 bekk grunnskólans - 17.12.2011 Fréttir

Í byrjun desember ákváðu börnin í 3. HS að fara í lestrarátak. Átakið stóð í 2 vikur og á þeim tíma lásu börnin 245 bækur!

Lesa meira
veb-skak-001

Skák - 16.12.2011 Fréttir

Eitt af því sem boðið hefur verið upp á í vali nemenda er skák. Sigurður Örn Hannesson hefur séð um að uppfræða krakkana um töfra skáklistarinnar og hver veit nema að skáksnillingar framtíðarinnar séu þarna á ferðinni. Tímabilinu lauk  með skákmóti. Sigurvegari var Kristján Vilhelm Gunnarsson, í öðru sæti var Halldór Hrannar Brynjúlfsson og í því þriðja Hjörvar Ingi Hauksson.  

Lesa meira
syning-i-Sindrabae-og-frimin-015-vef

Söngur og leikrit í Sindrabæ og spil og púsl í frímínútum - 15.12.2011 Fréttir

Í gær var sýning í Sindrabæ fyrir nemendur í 7. - 10. bekk. Það voru nokkrir samnemendur þeira sem sungu fyrir þá og sýndu leikrit.

Lesa meira
Sveinbjörg og Alex Freyr í GH

Góðir gestir í heimsókn hjá okkur í Grunnskóla Hornafjarðar - 10.12.2011 Fréttir

Það er gaman að segja frá því að Sveinbjörg Zophoníasdóttir og Alex Freyr Hilmarsson heimsóttu krakkana í 5. - 10. bekk fimmtudaginn 8. des.

Lesa meira
veb-skautar-027

Allir á skauta - 09.12.2011 Fréttir

Undanfarið hefur verið hagstætt veður til að fara á skauta. Nemendur í grunnskólanum ásamt
kennurum sínum hafa verið dugleg við að sanna snilli sína á skautasvellinu og hafa margir bekkir lagt leið sína á svellið hjá „Hrossó“.

Lesa meira
3 bekkur i smiðju

3. bekkur í smiðju - 02.12.2011 Fréttir

Tíminn er svo fljótur að líða og nú erum við hálfnuð í myndmennta- og heimilisfræðismiðjunum  og rúmlega það.  Börnin hafa staðið sig afskaplega vel og eru dugleg að vinna, vandvirk og taka vel eftir.
Í myndmenntinni erum við búin að ræða um myndbyggingu og mála mynd í kjölfarið, mála blöð og nota í klippimyndir, þar sem við skoðuðum formfræði vel og töluðum um formin.  Við höfum  verið að vinna pöddumyndir, puttastimpla og byrja á límþrykki. 

Lesa meira
veb-hljodkerfi-038

Hljóðkerfi í skólann - 02.12.2011 Fréttir

Á dögunum færðu félagar í Lionsklúbbi Hornafjarðar ásamt foreldrafélagi skólans, skólanum að gjöf forláta hljóðkerfi ásamt hljóðnemum. Hljóðkerfið er nett og þægilegt að koma því upp þegar á þarf að halda. Við afhendinguna fluttu nemendur skólans nokkur lög við góðar undirtektir. Lesa meira
spurningakeppni Grunnskólanna 2011

Spurningakeppni Grunnskóla - 02.12.2011 Fréttir

Þann 30.nóvember fóru 4 einstaklingar úr 10.bekk í til að taka þátt í Spurningarkeppni Grunnskólann en fjórðungskeppnin var haldin á Egilstöðum.

Lesa meira
rithofundar-veb4

Rithöfundakynning í grunnskólanum - 02.12.2011 Fréttir

Rithöfundarnir Bryndís Björgvinsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Arnþór Gunnarsson litu við í gær og heilsuðu upp á krakkana.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: