Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

2 bekkur heldur vikuhatid

Umboðsmaður barna í Nýheimum í dag kl.17 - 29.02.2012 Fréttir

Í dag er sérfræðingur frá umboðsmanni barna í heimsókn hjá okkur. Hann verður með erindi fyrir foreldra í fyrilestrarsal Nýheima kl. 17:00 við hvetjum alla sem geta til að mæta.  Nemendur og starfsfólk skólans munu hitta hann í dag á skólatíma.

Lesa meira
vindagur 28. mars

Í fljúgandi góðum félagsskap í skólanum - 28.02.2012 Fréttir

Á vinadegi í skólanum unnu nemendur þvert á bekki í öllum krókum og kimum skólans. Viðfangsefni vinahópanna var að búa til flugdreka og gekk það glimrandi vel þar til átti að láta þá fljúga. Þá var komið logn en það var svo sem allt í lagi því nú geta vinahóparnir hist aftur til að láta flugdrekana fljúga. Nemendur stóðu sig með afbrigðum vel og voru 72 flugdrekar afrakstur dagsins þar sem markmiðið var að kynnast og vera vinaleg hvert við annað.  Það verður spennandi þegar hægt verður að fara út og láta flugdrekana fljúga.

Lesa meira
vinavika

Vinadagur í grunnskólanum - 27.02.2012 Fréttir

Á morgun, þriðjudag er vinadagur í skólanum þá vinnum við í hópum þvert á aldur.

Lesa meira
Skólakeppni

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar - 27.02.2012 Fréttir

Þá er lokið skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar en hún fór fram í Nýheimum á mánudagsmorgun. 

Lesa meira
Starfskynning-vef

Starfskynningar í 10. bekk - 24.02.2012 Fréttir

23. febrúar byrjuðu nemendur í 10. bekk í starfskynningum og munu þær standa fram undir miðjan maí.

Lesa meira
Oskudagsfjor 2012

Kötturinn sleginn úr tunnunni og marserað á öskudaginn. - 23.02.2012 Fréttir

Við höldum áfram að segja frá því sem við höfum fyrir stafni á öskudaginn.  Samkvæmt hefð er kötturinn sleginn úr tunnunni. Í það verk eru notuð  bæði ekta síldartunnur úr við og pappakassar. 

Lesa meira
Oskudagur 2012

Hæfileikakeppni  á öskudaginn - 22.02.2012 Fréttir

Á öskudaginn förum við í íþróttahúsið og gerum okkur ýmislegt til gamans. Einn liðurinn er t.d hæfileikakeppni en þá koma nemendur fram og sýna hæfileika sína í leik, dansi, söng og hljóðfæraleik svo eitthvað sé nefnt.

Lesa meira
öskudagur í Heppuskóla

Mikið um að vera á öskudegi - 22.02.2012 Fréttir

Mikið var um að vera í skólanum á öskudag. Sitthvor dagskráin var fyrir yngra og eldra stig en á báðum stigum skemmtu nemendur sér stór vel.

Lesa meira
Oskudagur-i-Heppuskola-052-vef

Bekkjarkeppni stóru upplestrarkeppninnar - 22.02.2012 Fréttir

Á þriðjudaginn var bekkjarkeppni stóru upplestrarkeppninnar.  Tólf nemendur komust áfram og keppa þeir aftur næsta mánudag.

Lesa meira
Leikskolinn i heimsokn feb 2012 (17)

Brúum bilið - 18.02.2012 Fréttir

Nýtt form hefur verið tekið upp á svokölluðum vorskóla sem hugsað hefur verið sem aðlögun leikskólabarna að grunnskóladvöl sinni.

Lesa meira
handb_veb1

Handboltamóti lokið, 9.N. meistarar - 15.02.2012 Fréttir

Í dag var leikið til úrslita á handboltamóti sem staðið hefur yfir í nokkurn tíma í skólanum. Í úrslitaleiknum áttust við lið 9.N. og lið kennara. Viðureignin var gífurlega spennandi en þó voru kennarar með undirtökin framan af en náðu samt aldrei að slíta lið 9.N. frá sér. Með miklu harðfylgi náðu leikmenn 9.N. að jafna leikinn og varð því að grípa til framlengingar. Strax í upphafi framlengingar var ljóst hvert stefndi og áttu leikmenn 9.N. ekki í teljandi vandræðum með að klára þá rimmu. Lesa meira
Getraun slokkvilidsinsn 005

Arna Ósk hlaut verðlaun í jólagetraun slökkviliðsins - 15.02.2012 Fréttir

Í síðustu viku var dregið í slökkviliðsgetraun sem börnin í 3. HS tóku þátt í fyrir jól.

Lesa meira
Leggur og skel 03

Leggur og skel - 13.02.2012 Fréttir

4. bekkur er að byrja á námsefni sem heitir Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti en þar er fjallað um líf og störf fólks á Íslandi fyrr á öldum.

Lesa meira
Viltu vera vinur minn á Facebook

Viltu vera vinur minn á Facebook - 07.02.2012 Fréttir

Í gærkvöldi frumsýndi leikhópur Grunnskólans leikritið Viltu vera vinur minn á Facebook eftir Önnu Brynju Baldursdóttur í leikstjórn Kristínar Gestsdóttur.  Leikritið er sýnt í Sindrabæ og er næsta sýning í kvöld þriðjudag kl. 20:00.  Sýningin stendur í rúmar 30 mínútur og það kostar 500 kr inn á sýninguna.

Lesa meira
veb-thorrabl-4

Þorrablót - 07.02.2012 Fréttir

Þorrablót nemenda í 8. – 10. bekk var haldið í Sindrabæ fyrstu vikuna í febrúar. Það voru nemendur í 10. bekk sem sáu um skemmtiatriðin sem voru svo vægt sé til orða tekið „frábær“. Skemmtiatriðin fjölluðu að mestu um kennara og var greinilegt að hópurinn hafði lagt mikla vinnu í að gera þau sem best úr garði. Einnig var minni karla og kvenna flutt og var það gert með glæsibrag eins og allt annað hjá krökkunum þetta kvöld.

Lesa meira

 

Fréttasafn


Tungumál



Útlit síðu: