Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Vikuhatid hja 3 bekk

Sáttmálasöngur 3. HS - 30.03.2012 Fréttir

Í Grunnskóla Hornafjarðar störfum við eftir uppeldisstefnunni „uppeldi til ábyrgðar“. Hluti af þeirri vinnu er að hver bekkur velur sér gildi eða kjörorð sem hann kýs að hafa að leiðarljósi yfir veturinn. Börnin vinna með  kjörorðin á margvíslegan hátt og 3. HS valdi að syngja  sín kjörorð. Bekkurinn  setti  kjörorðin í texta og valdi sér lagið Á íslensku má alltaf finna svar.

Lesa meira
4. bekkur

4. bekkur fær viðurkenningarskjöl - 30.03.2012 Fréttir

Krakkarnir i 4. bekk hafa lokið söfnuninni fyrir abc-barnahjálp en það er orðin venja að 4. bekkur taki þátt í þeirri söfnun ár hvert og um leið fræðast krakkarnir um hagi barna í öðrum löndum. Í  ár söfnuðust 120.265 krónur og viljum við þakka bæjarbúum fyrir góðar móttökur.


Lesa meira
Paskar í 1. bekk

Páskar í 1. bekk - 30.03.2012 Fréttir

Í þessari viku hefur skólastarfið verið óhefðbundið. Á fimmtudag var hinn árlegi hreinsunardagur  og í dag , föstudag,  buðu nemendur 1.SÞ foreldrum sínum að koma í heimsókn. Foreldrar og nemendur föndruðu saman skraut fyrir páskana og má segja að börn og fullorðnir hafi haft gaman af. Það er alltaf gaman að fá heimsókn í skólann og hvetjum við foreldra  til þessa að líta við sem oftast .

Lesa meira
veb-uppldj

Sigur í Stóru upplestrarkeppninni - 30.03.2012 Fréttir

Stóra upplestrakeppnin var haldin á Djúpavogi, miðvikudaginn 28. mars. Þar kepptu nemendur í 7.bekk frá Djúpavogi, Hornafirði og úr Öræfum.

Lesa meira
Hreinsunardagur mars 2012

Hreinn bær og sól skein í heiði - 29.03.2012 Fréttir

Í dag var okkar árlegi hreinsunardagur sem haldinn er í samstarfi við sveitarfélagið.  Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við okkur þar sem hita met var slegið.  Bænum var skipt niður á árganga sem fóru um og týndu rusl . Starfsfólk skólans er sammála um að bærinn hafi aldrei áður verið svona hreinn og lítið um rusl og telja margir að það megi rekja til þess að Björn Jónsson í áhaldahúsinu hefur unnið ötullega að því í vetur að halda bænum hreinum.

Lesa meira
itrottadagur

Stígvélakast, pönnukökubakstur og körfubolti - 25.03.2012 Fréttir

Á  föstudaginn héldum við okkar árlega íþróttadag.  Dagurinn fer þannig fram að öllum nemendum skólans er skipt upp í 17 hópa og núna eru nemendur að fara í þriðja sinn í sama hópinn sem við höfum kosið að kalla vinahóp.

Lesa meira
skolahr-veb7

Kepptu í skólahreysti á Egilsstöðum, - 23.03.2012 Fréttir

Nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar kepptu í skólahreysti á Egilsstöðum, 15. mars s.l. Þau sem kepptu fyrir skólann voru: Sigmar Þór Sævarsson, Alrún Irene Stephensdóttir, Birkir Þór Hauksson og Anna Soffía Ingólfsdóttir.

Lesa meira
Undirbuningur arshatidar

Hafið bláa hafið - 20.03.2012 Fréttir

Fimmtudaginn 22. mars verður árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar haldin í íþróttahúsinu.  Árshátíðin sem ber heitið Hafið bláa hafið hefst kl 17:00 og húsið opnar kl 16:15. Aðgangseyrir er kr 500 en þó aldrei meira en kr 1000 á fjölskyldu. Ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda.  Allir  velkomnir.

Lesa meira
matr-veb8

Matreiðslukeppni 2012 - 20.03.2012 Fréttir

Þann 12. mars s.l. var haldin matreiðslukeppni í grunnskólanum fyrir nemendur í 9. og 10. bekk.

Lesa meira
arshatid 2012

Bakað, skreytt, sungið og spilað - 19.03.2012 Fréttir

Undirbúningur fyrir árshátíð skólans  er nú í fullum gangi.   Allir árgangar sem eru í heimilsfræði -smiðju er búnir að baka fyrir stóra daginn en boðið verður upp á kökur, kaffi og djús eins og áður.   2. og 4.bekkur sjá um að búa til skreytingar í samræmi við þemað sem að þessu sinni er hafið.      6. bekkur er að undirbúa sýningu á verkefni sem þau hafa verið að vinna að undanförnu en það heitir einnig Hafið og verður sýningin sett upp í íþróttahúsinu fyrir árshátíðina.

Lesa meira
Paskaungar í heimsókn

Páskaungar í heimsókn - 16.03.2012 Fréttir

Í dag fengum við góða gesti í skólann Þegar Alla Fanney kom með hænuunga úr Grænahrauni til að sýna okkur.  Ungarnir vöktu að vonum mikla lukku og viljum við þakka henni kærlega fyrir þess heimsókn.  Í leiðinni viljum við í Grunnskólanum

Lesa meira
5. M vikuhatid

Hátíðardagskrá í boði 5. M - 15.03.2012 Fréttir

Miðvikudaginn 14. mars var vikuhátíð hjá 5. M í Grunnskóla Hornafjarðar. Í boði var mjög metnaðarfull dagskrá sem var í höndum bekkjarins.

Lesa meira
skidi-vebb10

Skíðaferð í Oddskarð - 13.03.2012 Fréttir

Þann 7. – 8. mars fórum við krakkarnir í 8. bekk ásamt farastjórunum, Ingibjörgu, Sigurborgu og Sævari í skíðaferð í Oddskarð.

Lesa meira
abc barnahjalp

Börn hjálpa börnum - 08.03.2012 Fréttir

Í dag og næstu daga munu nemendur í 4.bekk ganga í hús og safna peningum. Söfnun þessi er á vegum abc-barnahjálpar. Í ár er verið að safna fyrir skólahúsnæði og heimavist fyrir börn í Kenya og Pakistan

Lesa meira
veb-ski2

Á skíðum skemmti ég mér..... - 07.03.2012 Fréttir

Nemendur í 8. bekk ásamt starfsfólki héldu í Oddskarð í dag til að skerpa á skíðafærninni.

Lesa meira
skidaferd 6 bekkjar

Skíðaferð 6. bekkjar - 06.03.2012 Fréttir

Fimmtudaginn 1. mars lögðum við af stað frá Hornafirði um kl. 8:30 og komum í Oddsskarð rétt fyrir hádegi. Það var sól og blíða sem tók á móti okkur í skarðinu og var mikil tilhlökkun í hópnum að drífa sig af stað í brekkurnar. Allir byrjuðu í barnabrekkunni og síðan færðu þeir sem voru reyndari sig yfir í stóru brekkuna. Krakkarnir máttu varla vera að því að fá sér nesti svo mikill var hugurinn í að nota góða veðrið og tækifærið til að skíða.

Lesa meira
karfa1

Körfuboltamót - 05.03.2012 Fréttir

Þá er nemendafélagið komið af stað með enn eitt mótið og nú er keppt í körfubolta. Keppnin fer fram í frímínútunum kl. 9:30 og er leikinn einn leikur á dag.

Lesa meira
1 bekkur heldur hatid

1 bekkur stígur á svið - 04.03.2012 Fréttir

Síðasta fimmtudag lukum við skóladeginum með því að fara í Sindarbæ og horfa á vikuhátíð 1. bekkjar. Nemendur bekkjarins voru búnir að setja saman heilmikla dagskrá sem þeir fluttu fyrir okkur.

Lesa meira
2 bekkur heldur vikuhatid

Vikuhátíð hjá 2. bekk - 04.03.2012 Fréttir

2. S sá um vikuhátíð nú á dögunum. Krakkarnir sögðu brandara, sungu og svo voru lagðar fyrir gátur en þeir fengu Helgu sem er stuðningsfulltrúi í skólanum til að sitja fyrir svörum. Það má segja að gáturnar voru nokkuð flóknar og ekki alltaf auðvelt að koma auga á hið augljósa svar en Helga stóð sig með stakri prýði.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: