Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

humar GH 2012

Sýning í Miðbæ á afrakstri þemavinnu - 31.05.2012 Fréttir

Frá kl. 11:00-13:00 í dag fimmtudag verður sýning á afrakstri þemavinnu í 8. og 9. bekk grunnskólans í Miðbæ. Allir Hornfirðingar eru hvattir til að líta á sýninguna en á henni eru hugmyndir nemenda um það hvernig þeir vilja sjá Humarhátíðina í framtíðinni auk þess sem þeir segja frá því hvernig hún er.

Lesa meira
Unicef-vor-2012-044

Unicef, hlaupið til góðs - 29.05.2012 Fréttir

Í dag hlupu nemendur skólans hið árlega UNICEF hlaup. Fyrir helgi fóru áheitaumslögin heim og í dag koma krakkarnir með spjaldið sem sýnir hversu marga hringi var hlaupið. Umslögunum á að skila í skólann á morgun eða á fimmtudag.UNICEF var stofnað 1946  innan Sameinuðu þjóðanna

Lesa meira
Hjóla- og hjálmadagur hjá 6. bekk

Reiðhjóladagaur Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvá. - 25.05.2012 Fréttir

Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samstarfi við Sjóvá, hefur í vikunni verið að hitta krakka í 6. bekk grunnskóla landsins og fræða þau um notkun á reiðhjólahjálmum, skyldubúnað reiðhjóla og merkingu umferðarmerkja.

Lesa meira
Drápsklettar, 6. bekkur

Gróður og róður - 25.05.2012 Fréttir

Á miðvikudaginn fór 6. bekkur á skógræktarsvæðið við Drápskletta og settu niður 420 plöntur undir dyggri leiðsögn Herdísar Harðardóttur frá Skógræktarfélagi Austur-Skaftafellssýslu. Í ferðinni var einnig Rannveig Einarsdóttir

Lesa meira
Hluti af 10.-bekk í GH 2011-2012

Hornafjarðardeild Rauða krossins býður 10. bekk á skyndihjálparnámskeið - 25.05.2012 Fréttir

Hornafjarðardeild Rauða krossins hefur í nokkur ár boðið 10. bekk á skyndihjálparnámskeið

Lesa meira
Reykir GH vor 2012

Á Reykjum er líf og fjör - 23.05.2012 Fréttir

Nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar ásamt nemendum úr Grunnskólanum í Hofgarði dvelja þessa vikuna í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði.

Lesa meira
Himingeimurinn 3. bekkur

3. HS og himingeimurinn. - 18.05.2012 Fréttir

„Komdu og skoðaðu himingeiminn“ heitir verkefnið sem 3. bekkur hefur unnið að undanfarnar vikur.  Í verkefninu er leitast við að láta börnin öðlast skilning og yfirsýn yfir alheiminn sem samþætt kerfi.

Lesa meira
breytingar3

Breytingar í fullum gangi í Heppuskóla - 18.05.2012 Fréttir

Núna er breytingar á neðri hæð Heppuskóla komnar í fullan gang. Verkinu á að vera lokið fyrir skólabyrjun í haust. Nemendur í 10. bekk hafa flutt sig um set og nema nú fræðin í FAS en aðrir bekkir eru eftir sem áður í Heppuskóla.

Lesa meira
4. E í Ekru

Ungir og aldnir vinna saman - 14.05.2012 Fréttir

4. E í Grunnskólanum fór í heimsókn í Ekruna á síðasta þriðjudag og höfðu mjög gaman að. Eldri borgarar í dagvistinni kenndu krökkunum að búa til gjafakort eins og þau hafa gert um nokkuð skeið og fóru allir heim með kortin sín sælir og glaðir.

Lesa meira
Vikuhátíð 4. H

Marsbúa cha cha cha - 13.05.2012 Fréttir

4. H hélt síðustu vikuhátíð vetrarins í Sindrabæ nú í byrjun maí. Krakkarnir voru með skemmtilega og fjölbreytta dagskrá en þar flutti Ingunn Ósk frumsamin ljóð, Sindri Blær las frumsamda örsögu, allir nemendur bekkjarins tóku þátt í leikriti sem heitir Greindarprófið,

Lesa meira
Svínaferð á Miðsker

Heimsókn að Miðskeri - 11.05.2012 Fréttir

Miðvikudaginn 9.maí fór 2.bekkur að skoða svínabúið hjá Pálínu og Sævari á Miðskeri.  Þar sáum við fullt af svínum og grísum af hinum ýmsu stærðum og gerðum.

Lesa meira
Listahátíð 5 M

Listahátíð 5. M - 11.05.2012 Fréttir

Krakkarnir í 5. M hafa ekki setið auðum höndum í vetur . Fimmtudaginn 10. maí var foreldrum boðið að sjá afrakstur verkefna sem unnin hafa verið að í ýmsum greinum. 

Lesa meira
vikuhatid-5.M vor 2012

Skólaráð og foreldrasamstarf - 11.05.2012 Fréttir

Í gær var síðasti fundur skólaráðs á þessu skólaári en nýtt skólaráð verður kosið að hluta næsta haust. Hlutverk skólaráðs er mikilvægt því það kemur að öllum meiriháttar ákvörðunum innan skólans og er umsagnaraðili um skólastarfið almennt

Lesa meira
veb

Valhefti veturinn 2012-2013 - 09.05.2012 Fréttir

Bæklingi fyrir valgreinar á næsta skólaári hefur verið dreift til nemenda í 7. – 10. bekk og kennir þar margra grasa og má með sanni segja að nemendur fái úr mörgu að velja á næsta skólaári. Reynt er að hafa valið sem fjölbreyttast og þannig uppsett að það höfði til sem flestra og allir fái val við hæfi.

Lesa meira
Heppuskóli

Blátt áfram í heimsókn - 08.05.2012 Fréttir

Á mánudaginn fékk Grunnskóli Hornafjarðar góða heimsókn. Guðrún Helga Bjarnadóttir frá samtökunum Blátt áfram kom til okkar og hélt fyrirlestra fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Alls voru lífsleikni tímarnir 6 þar sem nemendum var skipt upp í hópa, eftir bekkjum og kyni.

Lesa meira
Heimsokn i Ekru

4. bekkur í heimsókn í Ekrunni. - 03.05.2012 Fréttir

Í liðinni viku fór 4. H í heimsókn í dagvist aldraðra. Krakkarnir kynntu þar verkefni sem þau hafa unnið í vetur um Móse og ferð Ísraelsmanna yfir eyðimörkina. Heimsóknin hófst á kynningu þar sem við spjölluðum um ættir okkar og uppruna og reyndum að finna út hvort einhverjir væru skyldir hver öðrum.  Áður höfðu krakkarnir í 4 E farið í heimsókn og fara aftur næsta þriðjudag. Þetta var afar skemmtilegt og við hlökkum til að koma aftur.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: