Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Berjaferd i Haukafell

Berjaferð í Haukafell - 30.08.2012 Fréttir

Í dag fóru nemendur 1.-4. bekkjar í Haukafell en það er hefð fyrir því að yngstu bekkir skólans fari í berjaferð að hausti. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við nemendur og starfsfólk í ferðinni en það var stafalogn og sólskin allan tíman eins og hægt er að sjá á myndunum sem fylgja.  Í Haukafelli var hitað kakó, borðað nesti, tínd ber og farið í leiki.

Lesa meira
Gonguferd i Loni

Haustganga Grunnskóla Hornafjarðar. - 29.08.2012 Fréttir

Í dag fóru 5.- 10. bekkur ásamt starfsfólki í hina árlegu gönguferð skólans og eins og áður voru tvær leiðir í boði. Annarsvegar að ganga frá Stafafelli yfir í Hvannagil eða að ganga frá Raftagili að Hvannagili eftir veginum.

Lesa meira
Ferð í Suðursveit  haust 2011

Skólastarf að hefjast í Grunnskóla Hornafjarðar - 20.08.2012 Fréttir

Nú er undirbúningur fyrir skólastrarf vetrarins á fullu og stutt í að nemendur mæti í skólann. Fimmtudaginn 23. ágúst og föstudaginn 24. ágúst er skólasetning og líkt og undanfarin haust mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal við umsjónarkennara. Búið er að senda út tölvupóst til foreldra þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta tíma. Mánudaginn 27. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundarskrá og í þeirri viku er gert ráð fyrir að fara í gönguferð og verður hún nánar auglýst síðar.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: