Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

bekkjarkv.4

Fín föt, hattar og gleraugu - 28.09.2012 Fréttir

Bekkjarkvöld var haldið í vikunni hjá 7. bekk og tókst það í alla staði vel hjá krökkunum. Þema kvöldsins var "Fín föt, hattar og gleraugu". Stelpurnar notuðu gærdaginn til þess að skreyta og vinna skemmtiatriði á meðan strákarnir tóku að sér bakkelsið og uppsetningu á veislusal.

Lesa meira
5. bekkur í kartöflugarðinum

Kartöfluupptaka - 26.09.2012 Fréttir

Í dag fóru 5. bekkingar ásamt kennurum sínum í skólagarðana til að taka upp kartöflur en þar með kláruðu þau verkið því áður höfðu 2. – 4. bekkur farið og tekið upp sinn hluta. Í vor var skólanum úthlutað plássi í garðinum til kartöfluræktar.

Lesa meira
heimsókn frá Hí í GH sept 2012

7. bekkur fékk heimsókn frá Háskóla Íslands - 24.09.2012 Fréttir

Í síðustu viku fékk skólinn góða heimsókn þegar fulltrúar frá verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands komu til okkar.

Lesa meira
Fingrasetning

Æfingar í fingrasetningu - 18.09.2012 Fréttir

í upplýsingatækni í 6. bekk er verið að æfa fingrasetningu. Ein kennslustund á viku er tekin í æfingarnar og ekki annað hægt að segja en að námið gangi vel.

Lesa meira
Nemendaráð Heppuskóla

Nemendaráð Heppuskóla - 14.09.2012 Fréttir

Síðustu daga hefur staðið yfir kosning í nemendaráð Heppuskóla og á hver árgangur tvo fulltrúa í ráðinu. Þau sem voru kosin eru: Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir og Guðný Árnadóttir úr 7. bekk, Ester Lý Pauladóttir og Kristófer Daði Kristjánsson úr 8. bekk, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir úr 9. bekk og Þorkell Ragnar Grétarsson og Kristján Vilhelm Gunnarsson úr 10. bekk. Lesa meira
haustrigning

Haustrigning - 03.09.2012 Fréttir


Þessir ungu menn undu sér vel í rigningunni í dag en það minnir okkur á að í skólanum förum við út í frímínútunum þó það rigni og því þarf að gæta þess að börnin komi vel klædd í skólann

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: