Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Aðalfundur foreldrafélags GH 2012

Aðalfundur foreldrafélagsins - 25.10.2012 Fréttir

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Aðalefni fundarins var fyrirlestur hjá Hugo Þórissyni sálfræðing en síðan tóku við almenn fundarstörf. Góð mæting var á fundinn og góður rómur gerður að fyrirlestri Hugos. Fundargerð aðalfundarins má finna hér.

Lesa meira
utivist3

Kræklingur í skólanum! - 23.10.2012 Fréttir

Nemendur í útivistar- og útimatreiðsluvali lögðu land undir fót um daginn og skelltu sér austur í Hamarsfjörð.

Lesa meira
EKKI MEIR!

Ekki meir! - 19.10.2012 Fréttir

Mánudaginn 22. október kl. 16.30 – 18.00 verður fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála í Nýheimum. Það er Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem stendur fyrir þessu fræðsluerindi.

Lesa meira
Trúarbragðafræði

Trúarbragðafræði í 5. E - 18.10.2012 Fréttir

Mikil hátíðarhöld voru í 5. E þegar nemendur buðu foreldrum sínum í heimsókn til að skoða verk sem unnin voru í Trúarbragðafræði. 
Krakkarnir voru búin að fræðast um Kristna trú, Búddatrú, Gyðingdóm, Hindúatrú og Islamstrú. Þau gerðu glærusýningu sem þau sýndu foreldrum.

Lesa meira
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2012

Lentu í 3ja sæti í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda - 15.10.2012 Fréttir

Afhending verðlauna fór fram í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda um helgina en keppnin var nú haldin í 21. sinn. Athöfnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík. Lesa meira
Húgó Þórisson

Hugo Þórisson sálfræðingur á aðalfundi Foreldrafélags - 15.10.2012 Fréttir

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Hornafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 18. október n.k. 
Lesa meira
Vikuhatid  6. H

Fyrsta vikuhátíð vetrarins - 12.10.2012 Fréttir

Í gær hélt 6. H fyrstu vikuhátíð vetrarins. Umstangið var mikið eins og verður gjarna þegar hátíðirnar eru haldnar. Nemendurnir sömdu  leikrit , dans og söngtexta og svo var æft í marga daga. Fyrstar á svið voru Stefanía og Konný en þær sýndu dans sem þær sömdu við lagið Starship. Oddleifur, Hafsteinn, Auðunn og Einar Karl sýndu töfrabrögð og til að tryggja að áhorfendur sæju sem best þá tóku þeir galdrana upp á myndband og sýndu á stóru tjaldi um leið og þeir framkvæmdu þá á sviðinu. Nokkrar stelpur í bekknum sömdu leikrit sem allir gátu fengið að taka þátt í.

Lesa meira
umferðarfræðsla 2. bekkur

Umferðafræðsla í 2. bekk - 05.10.2012 Fréttir

Þessa dagana er 2. S að fræðast um umferðina og öryggi fótgangandi barna í umferðinni. Þátttaka í umferð er órjúfanlegur hluti þess að vaxa og þroskast. Mikilvægt er að börn tileinki sér sem fyrst réttar og viðeigandi reglur um hegðun  í unferð til að tryggja sem best öryggi þeirra.

Lesa meira

Afmælisráðstefna FAS og Nýheima - 04.10.2012 Fréttir

Vel heppnuð og vel sótt afmælisráðstefna Nýheima og FAS um mennta og menningamál var haldin í fyrirlestrasal Nýheima. Í upphafi ráðstefnunnar var undirrituð viljayfirlýsing um eflingu á starfi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar.

Lesa meira
Haustfagnadur-1

Haustfagnaður - 01.10.2012 Fréttir

Haustfagnaður var haldin s.l. fimmtudag í Sindrabæ þar sem nemendur í 8. – 10. bekk skemmtu sér saman. Nemendur í 9. bekk sjá um haustfagnaðinn og var ekkert til sparað hjá krökkunum þetta árið. Skemmtiatriði, skreytingar og tónlist voru eins og best verður á kosið og var ekki annað að sjá en að flestir skemmtu sér vel.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: