Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Vinaball-044-vef

Vinaball í Sindrabæ - 30.11.2012 Fréttir

Í gær héldu nemendur í 8.-10. bekk árlegan fullveldisfagnað í Sindrabæ undir heitinu vinaball enda vinadagur í skólanum í gær. .i

Lesa meira
1 desember

Í tilefni af 1. desember - 30.11.2012 Fréttir

Í tilefni af 1. desember sem er á morgun er sparifatadagur í skólanum. Nemendur og starfsfólk mættu í sínu fínasta pússi og svo hittust allir og sungu saman nokkur þjóðleg lög. En söngnum er þar með ekki lokið því núna kl 11:15 er samsöngur þjóðarinnar af tilefni þessa að í dag er dagur íslenskrar tónlistar. Við setjumst við útvarpstækin og syngjum saman þrjú lög

Lesa meira
Vinadagur

Vinadagur - 30.11.2012 Fréttir

Í gær var vinadagur í Grunnskóla Hornafjarðar. Á vinadegi hittast vinabekkir en það eru 1. og 6. bekkur, 2. og 7. bekkur, 3. og 8. bekkur, 4. og 9. bekkur og 5. og 10. bekkur.

Lesa meira
spurningakeppni_5

10.K. vann spurningakeppnina - 29.11.2012 Fréttir

Í Heppuskóla hefur nemendaráð skólans staðið fyrir spurningakeppni milli bekkja skólans. Spurningakeppnin hefur verið háð í löngufrímínútunum og hefur verið hart en heiðarlega barist. Það var síðan 10.K. sem stóð uppi sem sigurvegari og óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Nemendafélagið á heiður skilinn fyrir að brydda upp á ýmsum viðburðum í frímínútum og vonandi verður framhald þar á. Lesa meira
3. bekkur

Eldvarnarvika - 28.11.2012 Fréttir

Þessa vikuna er eldvarnarvika en það er fræðsluvika sem Landsasamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsamanna stendur fyrir og einn liður í henni er að heimsækja 3. bekki í grunnskólum landssins. Í gær komu þeir Steinþór Hafsteinsson slökkviliðsstjóri og Borgþór Freysteinsson eldvarnarfulltrúi í heimsókn og fræddu nemendur í 3. bekk um brunavarnir. Nemendur tóku þátt í getraun og fengu  bækur gefins bæði til skemmtunar og fróðleiks auk þess fengu þau vasaljós og límmiða með neyðarnúmerinu 112. Lesa meira
Kristján Bjarki

Ég er að lesa.. - 27.11.2012 Fréttir

Kristján Bjarki í 6. H er að lesa bækurnar Óvættaför eftir Adam Blade.

Lesa meira
4. GH vikuhatid

Hátíð hjá 4 GH - 20.11.2012 Fréttir

Nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar halda áfram með vikuhátíðirnar sínar og að þessu sinni var það 4. GH sem sá um hátíðina.

Lesa meira
Dagur islenskrar tungu

Ljóð og smásögur á degi íslenskrar tungu - 16.11.2012 Fréttir

Hér birtist ljóðið Sumarlok eftir Berglindi Óttarsdóttur en hún vann fyrstu verðlaun í ljóða og smásagnakeppni Menningarmiðstöðvarinnar og Grunnskóla Hornafjarðar.  Signý Ingvadóttir var kynnir og hélt utan um keppnina í skólanum.

Lesa meira
Dagur islenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu - 16.11.2012 Fréttir

Í dag var haldið upp á dag íslenskrar tungu en hann er haldinn á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Sú hefð hefur skapast hjá Menningarmiðstöðinni og Grunnskóla Hornafjarðar að efna til ljóða og smásagnakeppni í tilefni af deginum. Undirbúningurinn fer þannig fram að nemendur 4. – 10. bekkjar yrkja ljóð eða semja smásögu. Dómnefnd í skólanum velur úr verkunum og þau verk sem komast áfram eru lesin upp á degi íslenskrar tungu í Nýheimum.  Menningarmiðstöðin skipar dómnefnd sem velur þrjú bestu verkin og fá höfundarnir viðurkenningarskjal.

Lesa meira
Songstund

Söngurinn ómar - 16.11.2012 Fréttir

Í Hafnarskóla höfum við það fyrir venju að safnast saman með vissu millibili og syngja. Í haust undirbjuggum við samsöngin á þann hátt að hver bekkur fékk að velja sér lag sem er sungið í þessum söngstundum okkar.

Lesa meira
Tilraunir i 1.bekk

Vísindamenn í 1. bekk - 13.11.2012 Fréttir

Undanfarnar vikur hafa nemendur í fyrsta bekk verið í tilrauna þema. Þeir hafa gert tilraunir með stöðurafmagn, þéttleika vatns auk þess sem þeir bjuggu til eldfjall. Með verkefninu voru nemendur að æfa sig að fylgja fyrirmælum, vinna saman og bíða þar til röðinn kæmi að þeim. Nemendur stóðu sig afbragðs vel og skemmtu sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Lesa meira
dagur gegn einelti 2012 í GH

Vinátta, virðing og góð samskipti - 08.11.2012 Fréttir

Í tilefni af degi gegn einelti 8. nóvember mynduðu nemendur og starfsfólk skólans vinakeðju milli skólahúsanna og elstu nemendurnir teygðu sig einnig í áttina að FAS þangað sem þeir stefna á næstunni. Þegar keðjan var komin kölluðu nemendur vinátta, virðing og góð samskipt.

Lesa meira
Umferdafraedsla-vef

Margir gangandi og hjólandi en of fáir spenntir - 06.11.2012 Fréttir

Slysavarnakonur á Hornafirði voru með umferðakönnun í samstarfi við Umferðastofu og Slysavarnafélagið Landsbjörg 18.október s.l.

Lesa meira
Landsbyggdarvinir-001-a-vef GH 2012

Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir - 05.11.2012 Fréttir

Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir er heiti á verkefni sem kynnt var af Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur fyrir nemendum í 7. - 10. bekk í dag. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landsbyggðarvini Reykjavíkur og nágrennist og miðar að því að efla heimabyggðina og nýta sköpunarkraft unga fólksins til þess.

Lesa meira
Danssyning 2012

Dansað í rafmagnsleysi - 02.11.2012 Fréttir

Í dag lauk dansviku í Grunnskóla Hornafjarðar. Nemendur hafa æft af kappi alla vikuna undir styrkri stjórn Jóns Péturs og  að venju líkur vikunni með danssýningu sem foreldrum er boðið á. Þegar sýningin hófst var  Íþróttahúsið fullt af nemendum og foreldrum sem biðu spenntir eftir að sjá og sýna. Framan af sýningu gekk allt eins og til stóð en um miðbik sýningarinnar gripu veðurguðirnir í taumana. Rafmagnið fór af og þá voru góð ráð dýr. Ekkert ljós og engin tónlist, ekki það besta þegar um danssýningu er að ræða. En Jón Pétur lét þetta ekki slá sig út af laginu og danssýningunni var haldið áfram með dyggri aðstoð foreldra og nemenda

Lesa meira
Göngum í skólann

Göngum í skólann - 02.11.2012 Fréttir

Grunnskóli Hornafjarðar tók þátt í verkefninu göngum í skólann eins og undanfarinn ár. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til að ganga eða hjóla í skólann ásamt því að þeir fengu heim með sér hreyfidagbók þar sem þeir skráðu hjá sér all hreyfingu í eina viku.

Lesa meira
dans6

Dans, dans, dans - 01.11.2012 Fréttir

Í vikunni hefur staðið yfir danskennsla í grunnskólanum. Eins og undan farin ár er það Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem kennir börnunum fótafimina. Hjá nemendum í 1. – 7. bekk er dansinn skylda en val hjá eldri bekkingum. Föstudaginn 2. nóvember verður danssýning kl. 12:30 í íþróttahúsinu.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: