Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Litlu jólin 2012

Litlu jólin - 29.12.2012 Fréttir

Litlu jólin voru haldin miðvikudaginn 18. des í Sindrabæ. Litlu jólin eru einskonar uppskeruhátíð á þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að á aðventunni í skólanum. En á aðventunni er lögð meiri áhersla en vanalega, á söng, tónlist, leiklist og föndur ýmisskonar svo eitthvað sé nefnt. á litlu jólunum sjá 2. 4. og 6 bekkur um atriðin auk 7. bekkjar  og svo er dansað í kringum jólatréð en Kristín Jóhannesdóttir sér um undirleik og nemendur 6. bekkjar sjá um forsöng.

Lesa meira
jolabio_6

Jólabíó í Grunnskólanum - 19.12.2012 Fréttir

Aðventan hefur verið skemmtilegur tími í skólastarfinu. Ýmislegt hefur verið í boði fyrir nemendur og starfsfólk m.a. jólasöngur í frímínútum og jólasveinadagur.

Lesa meira
Bókakynning

Ég er að lesa.... - 19.12.2012 Fréttir

Hermann Þór er í 4. bekk og hann er að lesa bækurnar um Bert eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson.

Lesa meira
1. bekkur og Sparisjóðurinn

Jólapakkar til yngstu nemendanna - 19.12.2012 Fréttir

Anna Halldórsdóttir og Anna María Ríkharðsdóttir komu í heimsókn og færðu 1. bekkingum jólapakka frá Sparisjóðnum en það er siður sem sjóðurinn hefur haldið í mörg ár.

Lesa meira
Bókakynning

Ég er að lesa..... - 18.12.2012 Fréttir

Anna Lára í 2. S hefur gaman af því að lesa. Nú í desember er hún að lesa bókina Grýla gamla og jólasveinarnir, nýjar grýlusögur handa 5- 9 ára börnum. Þessi bók er eftir Kristján Jóhannsson og er myndskreytt af Bjarna Jónssyni listmálara.

Lesa meira
Bokakynning

Við erum að lesa... - 18.12.2012 Fréttir

Vigdís María og Íris Mist í 5. E eru að lesa bækurnar Forngripasafnið, Náttúrugripasafnið og Listverkasafnið en þessar bækur eru eftir Sigrúnu Eldjárn en bækur hennar njóta mikilla vinsælda hjá nemendum skólans.

Lesa meira
Rýmingaræfing

Nemendur æfa rýmingu skólans - 17.12.2012 Fréttir

Í síðustu viku æfðu nemendur sig í að rýma skólann. Þessi æfing er gerð til að æfa viðbrögð við eldsvoða og er gerð einu sinni á ári.

Lesa meira
Ronja

Ronja Ræningjadóttir - 13.12.2012 Fréttir

5. E setti upp söngleikinn Ronja Ræningjadóttur en Erna Gísladóttir umjónarkennari bekkjarins færði þessa sígildu sögu Astrid Lindgren í söngleikjabúning en lögin voru fengin úr annari uppfærslu. Kristín Jóhannesdóttir sá um undirleik.  Rósa Elísabet fór með hlutverk Ronju og Gabríel Tandri lék Birki vin hennar. Írís Mist og Júlíus léku foreldra Ronju og Steinun Erla og Sigursteinn Már léku foreldra Birkis. Björgvin Freyr lék  Skalla-Pétur, Vigdís María og Harpa Lind voru sögumenn og nornirnar voru leiknar af Birnu og Selmu. Eyþór Ari, Sigjón Atli og Jósavin brugðu sér í hin ýmsu hlutverk í leikritinu s.s. rassálfa og ræningja. Sérstakir sviðs-og tæknimenn sýningarinnar vou þeir félagar Axel Orri og Steindór Már.

Lesa meira
Ég les

Ég er að lesa..... - 08.12.2012 Fréttir

Bjartur Máni í 5. Á er að lesa bækurnar Eyja Gullormssins, Eyja Glerfisksins og Eyja Sólfuglsins eftir Sigrúnu Eldjárn sem eru eins konar þríleikur.

Lesa meira
evropa-kynning2

Evrópulöndin kynnt hjá 7. bekk - 01.12.2012 Fréttir

Nemendur í 7.bekk settu upp sýningu fyrir foreldra á afrakstri þeirrar vinnu sem þeir höfðu unnið í landafræðitímum.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: