Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Heppuskóli

Fáðu já - 30.01.2013 Fréttir

Í dag var nemendum í  7. – 10. bekk sýnd stuttmyndin Fáðu já og voru umræður í öllum bekkjum á eftir. Myndin er 20 mínútna löng og er liður í því að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis fyrir unglingum í grunnskólum landsins, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.

Lesa meira
Bóndadagur 2013

Bóndadagurinn í skólanum - 25.01.2013 Fréttir

Í dag er fyrsti dagur þorra, bóndadagurinn og samkvæmt hefð sem skapast hefur í skólanum hlupu stákarnir kringum skólana í annarri buxnaskálminni og stelpurnar hvöttu þá áfram af miklum krafti. Þetta er gamall siður þar sem piltar hlupu kringum bæinn sinn íklæddir annnarri buxnaskálminni til að bjóða þorrann velkominn. Þegar fjör færist í leikinn eru nokkrir sem taka sprettinn á brókinni og verður þá oft keppni um það hver fer flesta hringina. Í lok skóladagsins var samsöngur þar sem nemendur sungu nokkur lög sem tilheyra þorranum og nýju ári. Lesa meira
2. bekkur

Umferðafræðsla  í 2. S - 25.01.2013 Fréttir

Nú erum við í 2. S búin að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í umferðarfræðslunni í haust. Lögreglan kom í heimsókn til okkar í vikunni og fór með okkur í göngutúr, rifjaði upp umferðarreglurnar og gaf börnunum endurskinsmerki. Að heimsókninni lokinni skrifuðu börnin litla sögu í ritunarbækur sínar. Hér má sjá eina söguna:

Lögregluheimsóknin.

Í morgun kom löggan kát og hress til að kenna okkur umferðarreglurnar. Við fórum út að labba með lögregluþjóninum og hann kenndi okkur að stoppa, líta til beggja hliða og hlusta. Við fengum líka endurskinsmerki.

Kveðja, 2. S


Lesa meira
Liðin fjögur frá Grunnskóla Hornafjarðar jan 2013

Legókeppnin - 22.01.2013 Fréttir

Föstudaginn 18. janúar lögðum við því af stað til Reykjavíkur en keppa átti á laugardeginum. Áskorunin þetta árið var „Lausnir fyrir eldri borgara“. Keppnin snýst aðallega um að hanna, byggja og forrita róbot sem leysir þrautir á þrautabraut. Einnig þarf að flytja rannsóknarverkefni og dagbók fyrir dómara.

Lesa meira
2013-01-19-14.28.50-vef hvatningarliðið

Nemendur í 7. bekk stóðu sig frábærlega í legókeppninni - 22.01.2013 Fréttir

Á laugardaginn kepptu allir nemendur í  7. bekk í First Legó Leagu keppninni í Háskólabíó. Keppt var í fjórum liðum, níu nemendur í hverju liði og höfðu liðin gefið sér nöfnin, The Smurfs, The Stars, The  Ice Cool Beans og The Lobsters.  Þema keppninnar í ár var lausnir fyrir eldri borgara og í keppninni eru sigurvegararnir valdir út frá 6 atriðum sem flest tengjast þemanu.

.

Lesa meira
Við lesum

Við lesum ...... - 22.01.2013 Fréttir

Harpa  Lind og Gréta Sól hafa verið að lesa bækurnar um hana Fíusól en þær eru eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Stelpurnar segja að Fíasól sé svona ruslastelpa sem nennir aldrei að greiða sér eða taka til í herberginu sínu og stundum vill hún bara ganga í bleiku.  Fíasól lendir í ýmsum ævintýrum hittir forsetann, sjóræningja, slasast og skipuleggur fjáraflanir. Mjög skemmtilegar bækur segja þær stöllur enda er Harpa Lind búin að lesa allar bækurnar og Gréta Sól er langt komin

Lesa meira
Foreldrasyning í hjá legóhópnum

7. bekkur keppir í legó - 18.01.2013 Fréttir

Á morgun 19. janúar keppir 7. bekkur í First Lego League keppninni í Reykjavík.  Þetta er í 8. skiptið sem skólinn tekur þátt í þessari keppni en nú er það gert með talsvert öðru sniði.  Nú fara allir nemendur bekkjarins í keppnina og keppa í fjórum liðum en fram til þessa hefur einungis eitt 10 manna lið farið.

Lesa meira
Selma ýr í 3. S

Ég er að lesa... - 15.01.2013 Fréttir

Selma Ýr í 3. S hefur verið að lesa bækurnar Fúsi froskagleypir og Gúmmí-Tarsan eftir Ole Lund Kirkegaard.

Lesa meira
Sigjón Atli

Ég er að lesa... - 08.01.2013 Fréttir

Sigjón Atli í 5. E hefur gaman af því að lesa. Hann fékk nokkrar bækur í jólagjöf m.a. bókina Kafteinn Ofurbrók og tiktúrurnar í Tappa Teyjubrók en það er nýjasta bókinn um þá félaga Georg og Harald og undarleg uppátæki þeirra. Sigjón Atli segir að hann sé  búinn að lesa allar bækurnar í seríunni og að þær séu spennandi og afar fyndnar.  

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: