Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

2013-02-20-13.56.29-vef Grunnskóli Hornafjarðar

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar - 25.02.2013 Fréttir

Nú er lokið skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Hún fór fram í Nýheimum þar sem sextán nemendur kepptu um að komast á lokahátíðina sem verður í Hafnarkirkju næsta mánudag kl. 15:00.

Lesa meira
2013-02-20-13.56.29-vef Grunnskóli Hornafjarðar

Bekkjarkeppni stóru upplestrarkeppninnar - 20.02.2013 Fréttir

Nú er lokið bekkjarkeppni stóru upplestrarkeppninnar. Sextán nemendur komust áfram og keppa þeir sín á milli n.k. mánudag í Nýheimum kl. 13:00. Þá munu tíu nemendur komast áfram og taka þátt í lokakeppninni sem haldin verður í Hafnarkirkju 4. mars.

Lesa meira
Öskudagur í Grunnskólanum 2013

Öskudagur - 13.02.2013 Fréttir

Mikið var um að vera í Grunnskóla Hornafjarðar á öskudaginn eins og lög gera ráð fyrir. Fyrir hádegi skemmti yngra stig skólans sér í íþróttahúsinu og eftir hádegi voru haldnir „Fáránleikar“ hjá eldra stigi.

Lesa meira
IMG_9493

Þorrablót nemenda - 02.02.2013 Fréttir

Þorrablót nemenda í 8. – 10. bekk var haldið síðasta dag janúarmánaðar og eins og undan farin ár sáu 10. bekkingar um framkvæmdina. Boðið var upp á frábær skemmtiatriði og auðvita var flutt minni karla og kvenna sem og nemenda. Þegar skemmtidagskráin var tæmd tóku krakkarnir til við dansinn við taktfasta tónlist plötusnúða kvöldsins.

Lesa meira
3. S vikuhátíð

Vikuhátíð 3. S - 01.02.2013 Fréttir

3. S hélt fyrstu vikuhátíð ársins í gær, fimmtudag. Dagskráin þeirra var fjölbreytt en þar var frumsamið leikrit eftir þær Aðalheiði Sól, Thelmu Rut, Selmu Ýr og Tinnu Maríu en leikritið heitir Giftingin og dularfulla nafnið. Með aðalhlutverkin fóru þau Aðalheiður Sól og Tómas Nói og Ethel María var sögumaður. Birkir Snær, Sævar Rafn, Líney Sif, Steinar Logi, Ólafur og Hekla Karen, Tinna María, Selma Ýr, Shahid, Ólöf  Ósk, Eiður Ingi, Sigurður Helgi, Kacper og Júlíana Rós léku og lásu brandara.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: