Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Vikuhátíð 2. S mars 2013

Vikuhátíð 2.S - 26.03.2013 Fréttir

2. S hélt vikuhátíð á föstudaginn.  Þetta var afar skemmtileg hátíð með fjölbreyttri dagskrá. Nemendur sögðu nokkra góða brandara, Anna Lára, Siggerður Egla, Aníta Rannveig og Laufey Ósk sungu lagið ég á líf en Andrea Sól, Amylee, Sóley Dröfn, Þóra Lind og Kristel Björk dösuðu frumsaminn dans við lagið.

Lesa meira

Ferðakynning í 5. E - 22.03.2013 Fréttir

Á fimmtudaginn buðu nemendur í 5.E ættingjum sínum á ferðakynningu þar sem verið var að klára verkefni í landafræði um Ísland.
Nemendur kynntu fyrir gestum nokkra spennandi staði,  í öllum landshlutum, í Reykjavík og á hálendinu, sem gaman væri að heimsækja í sumar.  
Í lok kynningarinnar var keppt í því að þekkja byggðamerki þar sem bæði börn og fullorðnir kepptu saman.

Lesa meira
Árshátíð 2013

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar  2013 - 17.03.2013 Fréttir

Í liðinni viku var árshátíð skólans haldin í íþróttahúsinu. Að þessu sinni bar hátíðin heitið Götugengi, gatan hans Stefáns og er þá vísað í að nemendur á unglingastigi fluttu tónlist úr þekktum söngleikjum og notuðu nafnið Götugengi en nemendur á yngrastigi fluttu lög við texta eftir Stefán Jónsson. Tónskóli Hornafjarðar sá um allan undirleik og lokalag hátíðarinnar en nemendur skólans sýndu stomp af mikilli snilld. Það má segja að allir í skólunum komi að hátíðinni með einum eða öðrum hætti og eins og gefur að skilja er oft mikið fjör í undirbúninginum.

Lesa meira
arshatid3

Árshátíð grunnskólans - 14.03.2013 Fréttir

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar verður haldin í dag fimmtudag kl 17:00 í íþróttahúsinu við Heppuskóla. Húsið opnar kl 16:45. Bekkir með oddatölu númeri ásamt 10. bekk sjá um skemmtiatriðin. 2. og 4. bekkur sjá um skreytingarnar með aðstoð 6. bekkjar sem gerði einnig aðgöngumiða og auglýsingar. 8. bekkur sér um veitingarnar.

Lesa meira
Þórbergs maraþon

Nemendur skólans taka þátt í Þórbergs-maraþoni - 14.03.2013 Fréttir

Í tilefni af 125 ár afmæli Þórbergs Þórðarsonar var haldið Þórbergs-maraþon á vegum Háskólasetursins og Menningarmiðstöðvarinnar.

Lesa meira
Undirbúningur árshátíðar

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar - 13.03.2013 Fréttir

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar verður haldin á morgun fimmtudag kl 17:00 í íþróttahúsinu við Heppuskóla. Húsið opnar kl 16:45.
Undirbúningur er í fullum gangi og allir hafa hlutverki að gegna við hátíðina. Bekkir með oddatölu númeri ásamt 10. bekk sjá um skemmtiatriðin. 2. og 4. bekkur sjá um skreytingarnar með aðstoð 6. bekkjar sem gerði einnig aðgöngumiða og auglýsingar. 8. bekkur sér um veitingarnar. Við biðjum nemendur um að sitja hjá foreldrum sínum á árshátíðinn því það þarf að gæta þess að hafa gott hljóð þannig að allir fái notið.

Lesa meira
skolahreystir-001

Unnu hraðabrautina - 12.03.2013 Fréttir

Skólahreysti var haldin á Egilsstöðum s.l. mánudag og tók vaskur hópur nemenda úr Grunnskóla Hornafjarðar þátt í keppninni. Æfingar hafa staðið yfir í vetur undir styrkri stjórn Sindra Ragnarssonar.

Lesa meira
Vikuhátíð 5. Á

Vikuhátíð 5. Á - 08.03.2013 Fréttir

5. Á hélt vikuhátíð fyrir okkur núna í vikunni. Þarna stigu margir listamenn á svið og er óhætt að segja að húmorinn hafi verið alsráðandi. Það voru sagðir brandarar, Eydís Arna samdi dans við lagið I´ll be there for you úr Friends þáttunum sem hún fékk bekkjarsystur sínar til að dansa með sér og Hildur Margrét var öflug við danskennsluna með henni. Ingunn Ósk samdi skáldsöguna Kalli klikkhaus sem var færð í leikbúning og sá hún ásamt Þorsteini um hlutverk sögumanna. Gréta Sól og Axel Elí voru í hlutverkum foreldranna Rebekku og Alexanders , Hildur Margrét lék kennarann Ölmu,  Arnrún lék Gunnu litlu, Bjartur lék Karl Alexsandersson , Vignir var Villi hrekkjusvín,

Lesa meira
Heppuskóli

Starfskynningar í 10. bekk grunnskólans - 07.03.2013 Fréttir

Fimmtudaginn 23. febrúar sl. hófust starfskynningar hjá nemendum í 10. bekk sem verða einu sinni í viku það sem eftir er skólaársins.

Lesa meira
Sigurvegarar á Suð-Austurlandi í Stóru upplestrarkeppninni 2013

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar - 04.03.2013 Fréttir

Í dag fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Suð-Austurlandi í Hafnarkirkju. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Lesa meira
2013-02-20-13.56.29-vef Grunnskóli Hornafjarðar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar - 04.03.2013 Fréttir

Í dag 4.mars keppa  nemendur í 7. bekk Grunnskóla Djúpavogs, Grunnskólans í Hofgarði og Grunnskóla Hornafjarðar á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hafnarkirkju kl. 15

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: