Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

syning5

Þemavika á eldra stigi - 30.05.2013 Fréttir

Nemendur í 7. – 10. bekk luku þemaviku sem staðið hefur yfir með sýningu í Miðbæ. Þemað var opin svæði í sveitarfélaginu og á hvaða hátt mætti nýta þau betur. Margar flottar hugmyndir litu dagsins ljós og væri gaman að sjá einhverjar þeirra verða að veruleika. Lesa meira
2. S í vorverkum

Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar - 30.05.2013 Fréttir

Föstudaginn 31. maí kl. 16:00 verða skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar í íþróttahúsinu á Höfn.

Foreldrar, forráðamenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á eru hvattir til að mæta á skólaslitin og njóta samverunnar með nemendum skólans og kveðja vetrarstarfið.

Skólastjórnendur

Lesa meira
dans

Freestyle - 29.05.2013 Fréttir

Einn af valáföngum vetrarins var danskennsla þar sem nemendur fengu að njóta sín í Freestyle undir leiðsögn Evu Rán Ragnarsdóttur. Kenndir eru nokkrir dansar sem samansettir eru af mörgum flottum sporum. Freestyle hópurinn hélt sýningu fyrir samnemendur sína og kennara í íþróttahúsinu. Lesa meira
fluguhn-4

Fluguhnýtingar í grunnskólanum - 28.05.2013 Fréttir

Í valtímum í vetur hafa verið m.a. kennd undirstöðuatriði í fluguhnýtingum. Farið var yfir hvaða hráefni eru notuð og hvernig hægt er að nálgast þau. Nemendur hnýttu ýmsar gerðir af flugum fyrir mismunandi veiðar eins og t.d. silungaflugur, púpur, þurrflugur, straumflugur, nobblerar, laxaflugur, þríkrækjur og gárutúbur. Inn í kennsluna var síðan farið lítillega í vistfræði vatna og áa og talað um þær lífverur sem veiðiflugurnar líkja eftir. Lesa meira
Unicef

UNICEF, nemendur hlupu til góðs - 26.05.2013 Fréttir

Grunnskóli Hornafjarðar tók þátt í Unicef-hlaupinu í dag. Það voru nemendur í 1. – 7. bekk sem hlupu á hlaupabrautinni á íþróttavellinum.

Krakkarnir hlupu allt upp í 20 hringi á brautinni, þau létu rigninguna ekkert á sig fá og voru mjög dugleg. Það verður gaman að vita hvað krakkarnir ná að safna miklu fyrir Unicef-hreyfinguna. Fyrr í vikunni fóru nemendur heim með umslög til að safna áheitum og á föstudaginn fóru þeir heim með spjöldin sem sýna hvað hver fór marga hringi.

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar

Innritun í Grunnskóla Hornafjarðar - 24.05.2013 Fréttir

Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Hornafjarðar fer fram í skólanum 27. maí – 4. júní nk.  Foreldrar og forráðamenn barna sem fædd eru 2007 eru beðnir um að hringja í skólann í síma 470 8400 eða koma í Hafnarskóla og innrita börn sín fyrir næsta skólaár.

Lesa meira
þemavika

Þemadagar - 22.05.2013 Fréttir

Þemadagar standa nú yfir á eldra stigi grunnskólans og líkur þeim með sýningu n.k. miðvikudag. Þemað þetta árið eru opin svæði í sveitarfélaginu og hafa nemendur frjálsar hendur um hvaða svæði þeir hanna og á hvaða hátt. Margar skemmtilegar hugmyndir hafa skotið upp kollinum og verður gaman að sjá lokafurðir frá nemendum í næstu viku. Lesa meira
3. bekkur í Öræfum

3.bekkur ferðast um Öræfasveit - 18.05.2013 Fréttir

Miðvikudaginn 15.maí lögðum við að stað í hina langþráðu Öræfaferð.  Við byrjuðum á því að stoppa í Hrollaugshólum, teygðum aðeins úr okkur og borðuðum nesti.  Þóra sagði fyrstu tröllasöguna sína en þær áttu eftir að verða nokkrar.  Því næst keyrðum við í Hofgarð þar sem við losuðum okkur við dótið okkar og héldum svo áfram í Skaftafell.  Þar gengum við upp að Svartafossi í sól og blíðu, borðuðum nesti og börnin fengu að vaða.  Þeim fannst vatnið svolítið kalt í fyrstu en létu sig hafa það og skemmtu sér konunglega.  Á leiðinni til baka sáum við Sel, Bölta og Lambhaga.  Þegar við komum niður að þjónustumiðstöðinni sóluðum við okkur aðeins og horfðum svo á myndband um hlaupið í Skeiðará 1996.

Lesa meira
3. bekkur í Öræfum

Kajakaferð í Öræfunum - 17.05.2013 Fréttir

Það er orðið að venju þegar 3. bekkur fer í sitt árlega skólaferðalag í Öræfin að fara í kajakasiglingu í Hofsnesi. Þetta er mikið ævintýri fyrir krakkana en þau sigla niður læk fyrir neðan Hofsnes. Ekki er hægt annað að sjá á myndunum af þeim að þeir hafi skemmt sér afar vel.

Lesa meira
Krabbar

Krabbar og kuðungar - 16.05.2013 Fréttir

Reynir Snær í 1. bekk kom í skólann í dag með krabbadýr sem pabbi hans kom með af sjónum. Reynir Snær var alveg með nöfnin á þeim á hreinu en krabbinn með göddunum heitir trjónukrabbi, hinn heitir töskukrabbi, humar og sá sem býr í kuðungnum heitir einbúi. Reynir var svo elskulegur að fara í aðrar stofur og leyfa fleiri bekkjum að njóta. Það er vel þegið að fá svona sendingar í skólann og gaman þegar foreldrar  hugsa til okkar.

Lesa meira
2. S í vorverkum

2. S býður foreldrum í heimsók - 15.05.2013 Fréttir

Undanfarrnar vikur hafa börnin í 2. S verið að  læra um mannslíkamann. Til þess að læra um líkamann hafa þau meðal annars lesið bækurnar Komdu og skoðaðu líkamann, Eggið hennar mömmu, ásamt ýmsum myndabókum og netefni. Þetta var ákaflega skemmtilegt og fróðlegt þemaverkefni og enduðu börnin vinnuna á þvi að bjóða foreldrum sínum á sýningu þar sem verkefnið var kynnt með lestri, leik og söng. Nemendur stóðu sig með eindæmum vel og voru áhorfendur sammála um að þetta hefði verið hin besta sýning, bæði fróðleg og skemmtileg.

Lesa meira
3. bekkur á Seljavöllum

Nautaferð hjá 3. bekk - 14.05.2013 Fréttir

Einn af föstum liðum í skólastarfinu eru ferðir í sveitina til að skoða og kynnast mismunandi búskaparháttum. 3. bekkur fór í eina slíka ferð á Seljavelli til að skoða kúabú. Það er óhætt að segja að þessar ferðir hitti í mark og ekki skemmir fyrir að vera boðið í kleinur og nýja mjólk í lok skoðunnarferðar.

Lesa meira
1 bekkur og Kiwanis

Kiwanis færir 1. bekk hjólreiðahjálma - 14.05.2013 Fréttir

Það eru margir sem hugsa til okkar í skólanum um þessar mundir og í dag komu Barði, Geir, Haukur og Stefán félagar úr Kiwanisklúbbnum Ós færandi hendi en þeir gáfu 1. bekkingum hjólahjálma. Undanfarin ár hafa Kiwanisklúbbarnir og Eimskip staðið saman að þessu verkefni til að efla öryggi barna í umferðinni. Við minnum á að notkun hjólreiðahjálma barna 14 ára og yngri er bundin í lög og er á ábyrgð forráðamanna barna. Lesa meira
1. bekkur fær vesti

Allir öruggir heim - 14.05.2013 Fréttir

Slysavarnafélagið Landsbjörg í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu gefa öllum grunnskólum á landinu endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk. Um 4400 börn eru í árganginum á landinu öllu.
Heitið á verkefninu er "Allir öruggir heim" og er tilgangurinn að efla öryggi yngstu skólabarnanna í ferðum utan skólans.

Lesa meira
Hjólahjálmar

5. bekkur fékk hjólahjálma að gjöf - 14.05.2013 Fréttir

Þær Ingibjörg, Kristín, Sigríður, Ingibjörg Lúcía og Fjlóla félagar í Slysavarnardeildinni Framtíðinni komu og fræðu nemendum í 5. bekk hjólahjálma að gjöf. Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert og er verkefnið styrkt af Húsasmiðjunni. Eins og við öll vitum er hjálmanotkun barna 14 ára og yngri bundin í lög og er það því skylda forráðamanna barna að sjá til þess að börnin noti hjálma þegar þau eru á hjóli. Lesa meira
Umhverfisdagur vor 2013

Umhverfisdagur í Grunnskóla Hornafjarðar - 10.05.2013 Fréttir

Í dag var hinn árlegi umhverfisdagur hjá Grunnskóla Hornafjarðar og fóru nemendur út um allan bæ að tína rusl. Fjörið byrjaði kl. 10:00 og var tínt rusl í tvo tíma og að því loknu hittust allir hópar við Hafnarskóla en þar voru grillaðar pylsur ofan í mannskapinn og má segja að allir hafi tekið hressilega til matar síns. Að loknu matarhléi fóru krakkarnir í Heppuskóla að hjálpa til við að flytja allt af efrihæð skólans

Lesa meira
3. bekkur og slökkviliðið

Verðlaun fyrir eldvarnargetraun - 08.05.2013 Fréttir

3. bekkur fór og heimsótti slökkviliðið í tilefni af því að Tómas Nói hafði hafði hlotið verðlaun og viðurkenningu vegna þátttöku í eldvarnargetraun LSS. LSS eða Landssamband slökkviliðs- og sjúkrafluttningamanna standa árlega fyrir eldvarnarviku í grunnskólum landsins rétt fyrir jólin. Að þessu sinni fékk Tómas Nói verðlaun en ástæðan fyrir því hversu seint þau skila sér eru að verðlaunin erum búin að gera víðreist um landið og hafa komið við bæði á Norðurlandi og Snæfellsnesi en þau skiluðu sér að lokum í réttar hendur. Verðlaunin að þessu sinni er Ipod, reykskinjari og verðlaunaskjal Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: