Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Hæfnimiðað námsmat - 30.08.2013 Fréttir

Í dag sat starsfólk Grunnskólans málþing um hæfnimiðað námsmat. Málþingið sjálft var haldið í Hafnarfirði en það var sent út á netinu og horfði starfsfólk saman á útsendinguna og ræddu síðan málefni málþingsins.

Lesa meira

Göngudagur - 28.08.2013 Fréttir

Fyrsti skóladagurinn í Grunnskóla Hornafjarðar hjá nemendum í 5. – 10. bekk var með óvenjulegum hætti þetta árið. Vegna veðurútlits var ákveðið að flýta árlegum göngudegi og hófst því skólaárið á góðri og skemmtilegri útiveru. Boðið var upp á tvær leiðir, miserfiðar. Sú leið sem flestir gengu og var jafnframt sú erfiðari var í kringum Reyðarártind. Hin leiðin var frá Svínhólum og að Reyðará. Nesti var síðan borðað á Reyðará og farið í leiki. Lesa meira
Heppuskóli

Skólasetning - 19.08.2013 Fréttir

Nú er undirbúningur fyrir skólastrarf vetrarins á fullu og stutt í að nemendur mæti í skólann. Föstudaginn 23. ágúst og mánudaginn 26. ágúst er skólasetning og líkt og undanfarin haust mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal við umsjónarkennara. Búið er að senda út tölvupóst til foreldra þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta tíma.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: