Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Tónlist fyrir alla - 27.09.2013 Fréttir

Tónlist fyrir alla leitast við að bjóða  upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur. Við bjóðum upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.

Lesa meira
Heppuskóli

Stjörnuverið - 26.09.2013 Fréttir

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru bauð Náttúrustofa Suðausturlands, sem nýlega tók til starfa til stjörnuskoðunar í stjörnuverinu. Stjörnuverið er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja eða liggja inni í kúlulaga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. Grunnskóli Hornafjarðar bauð öllum sínum nemendum upp á skoðun í tjaldinu og var þetta spennandi upplifun fyrir marga. Lesa meira

Haustfagnaður – Nammiball - 23.09.2013 Fréttir

Haustfagnaður Heppuskóla var haldinn fimmtudaginn 19. september í Sindrabæ. Nemendur í 9. bekk sjá um haustfagnaðinn og stóðu þau sig með miklum sóma. Farið var í leiki og einnig gert góðlátlegt grín að nemendum sem og kennurum. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum sá síðan plötusnúðurinn JD - Jónas Jay-O um að halda uppi stuðinu.

Lesa meira

Berjaferð í Haukafell - 18.09.2013 Fréttir

Í síðustu viku fóru börnin í 1. - 4. bekk í hina árlegu berjaferð í Haukafell. Veðrið var ljómandi gott en ekki var mikið um ber. Börnin létu það samt ekki skemma fyrir sér ferðina heldu nutu góða veðursins og skemmtilegs félagsskapar.

Golf í Heppuskóla - 12.09.2013 Fréttir

Eitt af því sem boðið er upp á í vali hjá 8. – 10. bekk er golf og sér Kristján Örn Ebenesarson um valið. Nemendur fara á golfvöllin og leika hring, fara á æfingasvæðið og slá bolta eftir kúnstarinnar reglum, sitja í tímum og læra grunnreglur og umgegni. Síðan eða eins og í dag leika sér í íþróttahúsinu. Lesa meira

Námsferð 6. og 7. bekkjar í Öræfin 4. og 5. september - 09.09.2013 Fréttir

Nemendur í 6. og 7. bekk fóru í námsferð í Öræfin nú í vikunni sem er að líða. Það var hress og kátur hópur nemenda og starfsfólks sem steig upp í rútuna við Hafnarskóla. Farið var af stað á miðvikudagsmorgni og stefnan tekin fyrst á Jökulsárlónið þar sem við teygðum úr okkur og allir fengu sér smá næringu. Farangurinn og matur var skilinn eftir í Hofgarði og þar bættust við nemendur og kennari í hópinn. Þaðan var haldið í Skaftafell þar sem Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður tók á móti okkur og síðan var gengið inn í Bæjarstaðarskóg um 13 km leið fram og tilbaka. Gangan inn í Bæjarstaðarskóg gekk mjög vel og fórum við rólega yfir stoppuðum og reyndum að hafa stutt á milli fremsta og aftast manns.

Lesa meira

Að læra og leika úti - 06.09.2013 Fréttir

Í blíðunni undanfarna daga hafa kennara notað tækifærið og farið út með nemendum, bæði til að læra og leika sér. Í morgun var 2. bekkur að læra og að leika sér á Fiskhólnum eins og vegfarendur sáu vel þegar gulu vestin skutust upp og niður hólin, eða sátu í litlum hringjum.  Slíkir dagar eru kærkomnir og lífga upp á kennsluaðferðir og skólastarfið.

Lesa meira

Kynningarfundir - 06.09.2013 Fréttir

Nú er kynningarfundum með foreldrum að mestu lokið í skólanum og einungis einn fundur eftir og verður hann næsta mánudag. Lögð hefur verið áhersla á að nýta fundina undir fræðslu frá skólanum sem foreldrar hafa ekki góð tök á að fá í annan tíma auk þess sem umsjónarkennarar ræða við foreldra í sínum bekkjum um mál sem snúa að árganginum. Góð mæting hefur verið á fundina og þeir mælst vel fyrir. 

Lesa meira

Skólafærninámskeið hjá foreldrum 7. bekkinga - 03.09.2013 Fréttir

Í kvöld voru foreldrar 7. bekkinga á svokölluðu foreldrafærninámskeiði í skólanum. Á þessu námskeiði er farið yfir helstu breytingar sem verða bæði hjá barninu sjálfu en einnig í skólanum og með því er reynt að gera skólaskiptin sem auðveldast.Auk þess er fjallað um eitt og annað sem er mikilvægt hverju sinni. Þetta er fimmta árið sem 7. bekkur hefur verið með unglingastiginu og hefur reynslan af því verið góð að mati starfsfólks og skólafærninámskeiðið einmitt leið til að gera hlutina sem besta.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: