Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Sýning á sögu mannkyns. - 31.10.2013 Fréttir

Í síðustu viku héldu börnin í 4.S sýningu á verkefni sem þau hafa verið að vinna í  samfélagsfræði. Í verkefninu fjalla þau um sögu mannkynsins. Börnin buðu foreldrum sínum í heimsókn í skólann til að sjá glærukynningar sem þau höfðu útbúið um ákveðin landsvæði en kynningarnar  unnu þau í litlum hópum. Hluti bekkjarins sem hafði verið í heimilisfræði fyrr um daginn bauð upp á nýbakaðar muffins sem börn og foreldrar gæddu sér á í lok sýningar. Lesa meira

Danskennsla í grunnskólanum - 30.10.2013 Fréttir

Núna stendur yfir árlega danskennsla í grunnskólanum. Eins og undanfarin ár er það Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem er mættur til að efla fótafimi nemenda. Í fyrsta til sjöunda bekk er skyldumæting en í áttunda- til tíundabekk hafa nemendur val um hvort þau mæta í dans eða sitja hefðbundna tíma.

Lesa meira

Rithöfundur í heimsókn - 29.10.2013 Fréttir

Snæbjörn Brynjarsson annar höfundur bókarinna Hrafnsaugað sem kom út fyrir jólin í fyrra og fékk m.a. barnabókarverðlaunin, heimsótti nemendur í grunnskólanum og las úr framhaldsbókinni sem kemur út núna í haust. Þetta var skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu sem nemendur kunnu vel að meta.

Lesa meira

Trúarbragðafræði í 5. bekk. - 28.10.2013 Fréttir

Miðvikudaginn 23. október buðu nemendur í 5. E foreldrum sínum í heimsókn til að skoða verkefni sem þeir hafa verið að vinna í Trúarbragðafræði. Börnin eru búin að fræðast um Kristna trú, Búddatrú, Gyðingdóm, Hindúatrú og Islamstrú. Þau bjuggu til skemmtilegar veggmyndir og gerðu glærusýningu sem þau sýndu foreldrum sínum. Margt var um manninn og eru börnin ákveðin í að bjóða foreldrum sínum aftur á sýningu.
Lesa meira

List- og verkgreinasmiðjur 3. bekkinga. - 24.10.2013 Fréttir

Nú er fyrstu smiðjum vetrarins að ljúka og börnin að leggja lokahönd á verkefnin sín.
Lesa meira

Pólfari hittir nemendur grunnskólans - 22.10.2013 Fréttir

Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona hélt fyrirlestur í Nýheimum fyrir nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar s.l. mánudag. Á fyrirlestrinum fjallaði hún um gildi þess að setja sér markmið og um leiðir til að vinna að settum markmiðum. Fyrirlesturinn fangaði greinilega hug bæði nemenda sem og starfsfólks, enda ekki á hverjum degi sem menn hlýða á pólfara í návígi.

Lesa meira
spurningakeppni 2013

7. bekkur sigrar spurningakeppni skólans - 16.10.2013 Fréttir

Í löngu frímínútunum í dag fóru fram úrslit í spurningakeppni skólans þar sem 7. - 10. bekkur hefur keppt síðustu daga. 7. bekkur fór með sigur af hólmi gegn 10. B bekk í loka viðureigninni.

Lesa meira
hópur með hátíðardagskrá

Undirbúningur opins húss - 15.10.2013 Fréttir

Í Heppuskóla var ákveðið að hafa opið hús laugardaginn 19. okt.  2013  frá 11:00 til 14:00. Ákveðið var að nemendurnir mundu stjórna og ráða öllu sjálfir. Nemendum var lofað að velja á milli 18 hópa sem þeir höfðu sjálfir komið með tillögu að en það var bara valið í 9 hópa. Hóparnir sjá um að stjórna öllu sem verður gert og dagskráinni.

Lesa meira
Heppuskóli opið hús

Opið hús í Heppuskóla 19. október - 14.10.2013 Fréttir

Á laugardaginn næsta 19. október verður nemendur í 7. - 10. bekk með opið hús í Heppuskóla frá 11:00-14:00. Allir eru hvattir til að koma og skoða breytingarnar á húsinu en í tilefni þess að um þessar mundir eru 40 ár síðan kennsla hófst í þar þá ætla nemendur að vera með dagskrá á laugardaginn.

Lesa meira
Heppuskóli

Opið hús í Heppuskóla - 11.10.2013 Fréttir

Laugardaginn 19. október ætlum við að hafa opið hús í Heppuskóla frá 11.00 - 14:00. Þar sýna nemendur og starfsmenn skólann og verða með dagskrá sem m.a. fjallar um skólann í fortíð, nútíð og kannski framtíð líka. Hugmyndir að dagskránni koma allar frá nemendum og þeir sjá að mestu um allt skipulag. Nemendaráð sér um endanlega niðurröðun á dagskrárviðburðum og skipulag. Opna húsið er í tilefni þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skólanum og þess að nú eru 40 ár síðan kennsla hófst í húsinu en það var haustið 1973.

Lesa meira

Vísindakrakkar og örverur í 3. S - 10.10.2013 Fréttir

Undanfarna daga hafa börnin í 3. S verið að vinna að verkefni sem heitir „Örverur í umhverfinu og nokkrar skemmtilegar tilraunir“. Þau urðu sér úti um nokkra petrídiska með agari, sem er efni sem gott er að nota til að rækta og fylgjast með vexti örvera. Börnin tóku nokkur sýni úr kvefuðum nefum og hálsum, einnig ákváðu þau að kanna hvort það skipti máli hvort maður þvær sér um hendurnar eftir salernisferðir.

Lesa meira

Spurningakeppni í Heppuskóla - 07.10.2013 Fréttir

Nemendaráð Heppuskóla hefur hrundið af stað spurningakeppni á milli bekkja skólans. Keppnin er með útsláttar fyrirkomulagi og mun sigursveitin öðlast keppnisrétt í Spurningakeppni grunnskólanna. Keppnin er háð í löngufrímínútunum og er þessi keppni eitt af mörgu sem nemendaráðið mun koma að í vetur.

Lesa meira

Ferð 10. bekkjar á Lónsöræfi - 02.10.2013 Fréttir

Miðvikudaginn 25. september fóru prófsetnir 10. bekkingar í Múlaskála á Lónsöræfum. Ferðin var lokaþáttur í samfélags- og náttúrufræðiverkefni sem nemendur höfðu unnið að s.l. 4 vikur. Ferðin gekk vel. Veðrið var meinlítið, skýjað, stundum súld en mildur og hægur vindur. Múlaskáli tók vel á móti hópnum, þröngt var á þingi en notalegt.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: