Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

7. bekkur í heimsókn á Krakkakot og Lönguhóla - 27.11.2013 Fréttir

Þetta var mjög gaman og flest börn voru mjög áhugasöm. Okkur var líka skipt í þrjá hópa á þrjár deildir og lásum við fyrir mismunandi aldurshópa og fullt af mismunandi bókum. Þetta voru mjög skemmtilegar og fróðlegar bækur.

Lesa meira

Líf og fjör í skólanum - 25.11.2013 Fréttir

Núna stendur yfir bekkjarkeppni í „Dodge-ball“ og fer hún fram í íþróttahúsinu í löngu frímínútunum. Þessi uppákoma er ein af mörgum sem nemendaráð skólans stendur fyrir á þessu skólaári. Hver árgangur sendir tvö lið nema 7. bekkur sem á eitt lið í keppninni og starfsmenn skólans sem verða einnig með eitt lið.

Lesa meira

Bekkjarsáttmáli 3. S - 21.11.2013 Fréttir

Í Grunnskóla Hornafjarðar er unnið eftir uppeldisstefnunni „Uppeldi til ábyrgðar“. Í stefnunni eru grunnþarfirnar fimm lykilatriði en fjórar þarfanna eru tilfinningalegs eðlis og sú fimmta líkamlegs. Þessar grunnþarfir eru umhyggja, áhrif, frelsi, ánægja og öryggi. Þarfir okkar einkenna okkur, hafa áhrif á okkur og hegðun okkar og gera okkur öll ólík.

Lesa meira

Lúðrasveit Tónskólans spilar fyrir nemendur grunnskólans. - 18.11.2013 Fréttir

Miðvikudaginn 13. nóvember var  nemendum 1. – 6. bekkjar, ásamt kennurum og öðru starfsfólki grunnskólans, boðið á bráðskemmtilega tónleika í Sindrabæ.

Lesa meira
Baráttudagur gegn einelti í Grunnskóla Hornafjarðar

Annarskil í grunnskólanum - 14.11.2013 Fréttir

Nú er komið að annarskilum. Haustönn að ljúka og vetrarönn tekur við. Föstudaginn 15. nóvember er viðtalsdagur þar sem nemendur ásamt foreldrum mæta í viðtal við umsjónarkennara. Mánudaginn 18. nóvember er starfsdagur og því frí hjá nemendum.

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti - 3. og 4. bekkur. - 10.11.2013 Fréttir

Á baráttudegi gegn einelti var rætt um einelti og mikilvægi vináttu í öllum árgöngum skólans og unnið með efnið á mismunandi hátt. Börnin í 3. S og 4. S komu saman, bjuggu til vinabönd og áttu góða og skemmtilega stund. Kl. 13.00 fóru börnin ásamt öðrum nemendum skólans á miðsvæðið og meðan skólabjöllur hringdu og bílflautur voru þeyttar gengu nemendur og kennarar um og gáfu hvert öðru háa fimmu. Lesa meira
Baráttudagur gegn einelti í Grunnskóla Hornafjarðar

Baráttudagur gegn einelti, myndbönd - 08.11.2013 Fréttir

Á baráttudegi gegn einelti var rætt um einelti í öllum árgöngum skólans og unnið með efnið. Í nokkrum árgöngum voru gerð myndbönd sem hægt er að nálgast hér en nemendur fetuðu í fótspor íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu frá því í fyrra. Kl. 13:00 hittist allur skólinn á miðsvæðinu. Skólabjöllur beggja skóla áttu að hringja í 7 mínútur en því miður var skólabjallan í Heppuskóla biluð þegar til átti að taka. Því þeyttu nokkrir kennarar lúðra bíla sinna í staðinn. Þannig var málunum bjargað en í skólastarfi er mikilvægt að geta bjargað málum þegar eitthvað fer úrskeiðis, rétt eins og það er mikilvægt að geta bætt fyrir hegðun sína þegar maður gengur á hlut annarra.

Lesa meira
Danssýning 1. nóv

Baráttudagur gegn einelti - 07.11.2013 Fréttir

Á morgun munu skólabjöllur hringja í 7 mínútur frá kl. 13:00, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar sem við viljum vera laus við einelti. Nemendur skólans munu safnast saman á miðsvæðinu á meðan bjöllur glymja. Við hvetjum alla bæjarbúa sem hafa tækifæri til að koma að skólanum og þeyta bílflautur sínar með okkur í þessar mínútur og sýna þannig samstöðu við að vinna bug á meini sem veldur gríðarlegum skaða í samfélaginu á hverju ári.

Lesa meira

Trúðar í leikskólanum - 01.11.2013 Fréttir

Núna er lokið fyrsta tímabili í smiðjum. Til að sýna afraksturinn í leiklistinni fóru nemendur í 9. og 10. bekk í heimsókn í Krakkakot. Smiðjurnar eru í u.þ.b. átta vikur í senn og í fyrstu smiðju leiklistar í 9 og 10 bekk er unnið með trúða og búin til einföld atriði fyrir yngri börn. Þetta er þriðja árið hjá okkur þar sem við vinnum þessa smiðju.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: