Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Laugar 2010-945-vef

Nemendur í 9. bekk fara á Lauga - 28.03.2014 Fréttir

Þá er komið að árlegri Laugaferð hjá 9. bekk og halda þau á vit ævintýranna n.k. sunnudag. Á Laugum í Sælingsdal rekur UMFÍ ungmenna og tómstundabúðir og hafa nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar farið þangað til vikudvalar mörg undanfarin ár. Meðal þess sem boðið er upp á er heimsókn í bústað Eiríks rauða að Eiríksstöðum í Haukadal, þar sem fjallað er um menningu, sögu og aðstæður víkinga. Kúabúið á Erpsstöðum og fjárbúið á Stóra Vatnshorni eru einnig heimsótt þar sem krakkarnir fá fræðsla um helstu störf bænda og annað áhugavert úr sveitalífinu. Lesa meira
Mynd frá árshátíð 2014

Vel heppnaður umræðufundur um net- og tölvunotkun barna og unglinga - 26.03.2014 Fréttir

Síðastliðið mánudagskvöld stóð Aðgerðahópur um lýðheilsu og forvarnir (ALF) í samstarfi við Foreldrafélag Grunnskóla Hornafjarðar fyrir umræðufundi í Nýheimum um net- og tölvunotkun. Vilhjálmur Magnússon kynnti ALF-hópinn og þau verkefni sem verið er að vinna að núna og þau sem framundan eru. Lena Hrönn Marteinsdóttir, skólafélagsráðgjafi og Guðjón Örn Magnússon umsjónarkennari fræddu viðstadda um netnotkun, snjallsíma, tölvuleiki, öpp og mikilvægi þess að foreldrar ræði við börn sín um skynsamlega tölvu- og netnotkun, skýr mörk og hvað ber að varast í þessum heimi.

Lesa meira

Stjörnufræðingar framtíðarinnar. - 25.03.2014 Fréttir

Fimmtudaginn 20. mars var bókaklúbbnum "Lestrarhestarnir" boðið í Nýheima til að fræðast um himingeiminn.
Lesa meira

Krakkarnir okkar í öðru sæti - 21.03.2014 Fréttir

Það var vaskur hópur sem lagði land undir fót s.l. fimmtudag til að etja kappi við aðra skóla á austurlandi í Skólahreysti sem haldin var á Egilsstöðum. Skemmst er frá að segja að krakkarnir okkar stóðu sig með miklum sóma og höfnuðu að lokum í öðru sæti eftir harða keppni við Fellaskóla. Rafmögnuð stemning var í húsinu þegar síðasta þrautin fór fram enda skar hún úr um sigurvegara.

Lesa meira

Bókaklúbburinn "Lestrarhestarnir" - 20.03.2014 Fréttir

Ég heiti Elísabet og ég er lestrarhestur.
Lesa meira

Bókaklúbburinn "Lestrarhestarnir" - 20.03.2014 Fréttir

Ég heiti Þórdís Júlía og ég er lestrarhestur.
Lesa meira

Tungumál og fánar. - 20.03.2014 Fréttir

Tungumál heimsins eru gersemar.
Lesa meira

Flott árshátíð grunnskólans - 20.03.2014 Fréttir

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar var haldin í íþróttahúsinu á Höfn s.l. miðvikudag og má reikna með að á milli fimm- og sexhundruð manns hafi verið í húsinu meðan á sýningu stóð. Að þessu sinni voru settir á svið valdir þættir úr leikverkinu Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur undir styrkri stjórn Kristínar Gestsdóttur. Íþróttahúsið skartaði sínu fegursta og fólk naut sýningarinnar og er skemmst frá að segja að sýningin tókst einkar vel og var öllum sem að henni komu til mikils sóma.

Lesa meira
Undirbúningur undir árshátíð

Óvitar í Íþróttahúsinu - 18.03.2014 Fréttir

Á morgun 19. mars kl. 17:00 verður árshátíð  Grunnskóla Hornafjarðar í Íþróttahúsinu á Höfn.  Þá bjóða nemendur og starfsmenn foreldra, systkini, afa og ömmur og alla aðra velkomna á sýningu þar sem valdir þættir úr leikverkinu Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verða teknir fyrir.

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar 2014

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði - 13.03.2014 Fréttir

Á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði. Keppnin sem fram fór í Hafnarkirkju var hin glæsilegasta en þar öttu kappi 12 nemendur í 7. bekk úr Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskóla Djúpavogs.  Það voru nemendur frá Djúpavogi sem hnepptu 1. og 2. sæti en hornfirsk stúlka hlaut 3. sætið. Foreldrar nemenda í 7. bekk buðu upp á veitingar í hléi og nemendur úr Tónskóla Hornafjarðar spiluðu fyrir gesti.

Lesa meira

Öskudagur - 06.03.2014 Fréttir

Mikið var um að vera í Grunnskóla Hornafjarðar á öskudaginn eins og lög gera ráð fyrir. Fyrir hádegi skemmti yngra stig skólans sér í íþróttahúsinu og eftir hádegi voru haldnir „Fáránleikar“ hjá eldra stigi. Á þeim leikum er keppt í fáránlegum hlutum sem bera nöfn eins og fótaflækja, rörasog, hvítt og flýgur, bómullarhaus og gamla „góða“ kappátið.

Lesa meira

Bókaklúbburinn "Lestrarhestarnir" - 04.03.2014 Fréttir

Ég heiti Víkingur Þorri og ég er lestrarhestur. Lesa meira

Bókaklúbburinn "Lestrarhestarnir" - 04.03.2014 Fréttir

Ég heiti Kristel Björk og ég er lestrarhestur. Lesa meira

Bókaklúbburinn "Lestrarhestarnir" - 04.03.2014 Fréttir

Ég heiti Anna Lára og ég er lestrarhestur. Lesa meira

Bókaklúbburinn "Lestrarhestarnir" - 04.03.2014 Fréttir

Ég heiti Aníta Rannveig og ég er lestrarhestur.
Lesa meira
Skólakeppnin 2014

Skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar - 04.03.2014 Fréttir

Þá er skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lokið. Þeir sem komust áfram og taka þátt í lokakeppninni í Hafnarkirkju kl. 15:00 miðvikudaginn 12. mars eru í stafrófsröð;

Edda Björg Eiríksdóttir, Hafsteinn Elvar Aðalsteinsson, Ingibjörg María Jónsdóttir, Kári Svan Gautason, Konný Ósk Antonsdóttir, Malín Ingadóttir, Margrét Líf Margeirsdóttir, Nanna Guðný Karlsdóttir, Oddleifur Eiríksson, Ragnheiður Inga Björnsdóttir.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: