Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Himingeimurinn heillar! - 29.05.2014 Fréttir

Ungum sem öldnum finnst himingeimurinn spennandi - heimsókn 3. S í Ekru Lesa meira

Vorsýning í 7.bekk - 28.05.2014 Fréttir

Við í 7.GR héldum vorsýningu fyrir foreldra okkar. Á þessari sýningu sýndum við allt sem við vorum búin að gera nema legóið því við vorum búinn að sýna þeim það. Við sýndum þeim Öræfaverkefnið, söguverkefnið, landafræði og trúarbragðafræði. Við þessi verkefni notuðum við tölvur,ipada og fengum upplýsingar í allskonar bókum. Í ipödunum notuðum við öppin imovie, keynote og book creator. Verkefnið var aðallega sett upp á plagkötum.

Lesa meira

Vorhátíð - 23.05.2014 Fréttir

Vorhátíð Grunnskóla Hornafjarðar var haldinn þriðjudaginn 20. maí. Nemendur úr 9. bekk sáu um skemmtunina sem og skreytingar, eins og þau gera á hverju ári. Vorhátíðin er lokaball hjá 10. bekk í grunnskólanum og því spennandi viðburður í skólahaldinu. Einnig er þetta fyrsta ballið sem nemendur í 7. bekk fara á, á unglingastiginu. Boðið var upp á mat og skemmtiatriði og síðan sáu strákarnir í 12:00 (tólf núll núll) um að halda uppi fjörinu.

Lesa meira

Eggjabörn! - 16.05.2014 Fréttir

Þessa vikuna hefur 10. bekkur verið að vinna að nýstárlegu verkefni við grunnskólann. Þau fengu egg, föstudaginn 9. maí með fyrirmælum um að hugsa um það eins og það væri ungabarn. Aðstoðar foreldra og nærumhverfis var óskað og höfðu foreldrar umsjón með verkefninu heimavið.
Sett var upp daggæsla hjá ritara skólans og þangað komu nemendur með eggjabarnið sitt að morgni og sóttu það aftur að vinnu (skóla) lokinni.
Lesa meira

Slysavarnarfeálgið Franmtíðin gefur hjólahjálma - 16.05.2014 Fréttir

Konur úr Slysavarnardeildinni Framtíðinni gáfu nemendum í 5. bekk reiðhjólahjálma fyrir nokkrum dögum. Mikil gleði var meðal nemenda með gjöfina. Börn 15 ára og yngri eiga samkvæmt lögum að nota reiðhjólahjálma. Allar rannsóknir sýna fram á að þeir verja höfuð vel, jafnvel í alvarlegum umferðarslysum. Tökum öll höndum saman og verum dugleg að nota hjálma jafnt börn sem fullorðnir, gleðilegt hjóla- og hjálma sumar.


 
 

Lesa meira

Útilistaverk og myndband frá umhverfisdegi - 08.05.2014 Fréttir

Á umhverfisdegi voru nokkrum útilistaverkum stillt upp í kringum sundlaugina, íþróttahúsið og Heppuskóla. Þetta eru listaverk sem nemendur gerðu í árshátíðarvikunni og vonandi eiga gestir og gangandi eftir að njóta þeirra.  Á umhverfisdegi unnu líka nokkrir nemendur myndband sem klippt hefur verið saman og birtist hér með, http://www.youtube.com/watch?v=N2hWKyYwFvk

Lesa meira

Grænfánanum flaggað í fyrsta skipti við Grunnskóla Hornafjarðar - 08.05.2014 Fréttir

Grunnskóli Hornafjarðar hefur um nokkurt skeið verið þátttakandi í alþjóðlegu verkefni sem stuðlar að aukinni umhverfismennt í skólum. Í dag náðist sá skemmtilegi áfangi að skólinn fékk afhentan grænfánann en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og  umhverfisstefnu í skólum. Umhverfisteymi skólans sem er skipað nemendum og starfsfólki skólans hefur á síðustu dögum lagt lokahönd á margþætta vinnu sína, m.a. með gerð og samþykkt umhverfisstefnu skólans, verkefnum sem snúa að fræðslu um flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs og þátttöku í verkefni Náttúrustofu Suðausturlands um gerð náttúrustígs.

Lesa meira
Heppuskóli

Og við höldum í austur - 07.05.2014 Fréttir

Komandi föstudag munu nemendur í 8. bekk leggja land undir fót og bregða sér í heimsókn í Verkmenntaskóla Austurlands ásamt því að taka þátt í vorhátíð félagsmiðstöðvarinnar á Eskifirði, og er ferð þessi samstarfi við Þrykkjuna. Undanfarin ár hefur heimsókn í verkmenntaskólann verið tengd við skíðaferð í Oddskarð en í ár hafa allar skíðaferðir verið flautaðar af. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: