Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Fótbolti í hreyfiviku - 30.09.2014 Fréttir

Í tilefni af hreyfiviku skoruðu kennarar á yngra og miðstigi á nemendur í 6. bekk í fótbolta. Áskoruninni var vel tekið og hófst keppnin strax í fyrsta tíma í morgun. Í fyrri leiknum tókust á kennarar og karlalið 6. bekkjar en í þeim seinni kvennalið bekkjarins og kennarar. Keppnin var afar spennandi og áhorfendur hvöttu sitt lið óspart. Leikar fór svo að kennarar höfðu betur í viðureigninni en þeir máttu þó hafa sig alla við gegn öflugum liðum 6. bekkjar. Lesa meira

Samræmd próf og Lónsöræfi - 25.09.2014 Fréttir

Þessa vikuna standa yfir samræmd próf í grunnskólum landsins. Nemendur í 10. bekk luku síðasta prófi í gær miðvikudag en 4. og 7. bekkur taka sín próf í dag og á morgun. Að loknum samræmdu prófum hjá 10. bekk var haldið í árlega ferð nemenda inn á Lónsöræfi og munu þau dvelja þar fram á föstudag. Lesa meira

Gestir í grunnskólanum - 19.09.2014 Fréttir

Í dag komu í heimsókn til okkar í skólann menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður hans Sigríður Hallgrímsdóttir og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri . Gestirnir heimsóttu alla bekki og skoðuðu það sem nemendurnir eru að vinna í þessa dagana. Krakkarnir í 6. E voru í stærðfræðitíma þegar gestina bar að garði og voru alveg til í að leyfa þeim að sjá hvað þeir væru að gera.

Lesa meira

Góð heimsókn í grunnskólann - 18.09.2014 Fréttir

Í gær, miðvikudag kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn og hitti nemendur í 10. bekk fyrir hádegi og starfsfólk grunnskólans eftir hádegi. Yfirskriftin á fyrirlestrinum var „ Láttu drauminn rætast“ og kom Þorgrímur inn á marga hluti sem auðveldað geta fólki markmiðasetningu og aukið leiðir til árangurs í lífinu. Lesa meira

Heimsókn í Reykjanesbæ - 16.09.2014 Fréttir

Þriðjudaginn 16. september fór fyrsti hópur af fjórum úr grunn- og leikskólum Sveitarfélagssins í heimsókn í skóla í Reykjanesbæ. Fyrst og fremst var hópurinn að skoða framkvæmd Reyknesinga á stefnunni sem þau nefna Framtíðarsýn og er fyrirmynd þróunarverkefnis sveitarfélagsins og við köllum Leið til árangurs.
Í hópnum voru 9 starfsmenn skólanna bæði úr leik og grunnskólum á Höfn og í Öræfum. Hópurinn skipti sér niður á skóla í Reykjanesbæ og var allsstaðar tekið vel á móti okkur. Næstu hópar munu síðan ljúka sínum heimsóknum fyrir októberlok. Mörgu spurningum um framkvæmdina og fyrirkomulag var svarað og enn fleiri spurningar vöknuðu. Við þökkum Reyknesingum kærlega fyrir góðar viðtökur.

Lesa meira

Rannsóknir á lífríkinu í fjörunni - 15.09.2014 Fréttir

Nemendur í 2. bekk fóru í morgun og tóku sýni úr fjörunni á móts við Dvergastein og út við Óslandið. Tilgangurinn var að skoða hversu mikið líf væri að finna í sirka einni matskeið af sýnishorni úr fjörunni. Nemendur fóru með sýnin heim í skóla og skoðuðu þau í smásjá.

Lesa meira

PALS í skólanum - 12.09.2014 Fréttir

Í skólanum er nú unnið af kappi með lestur og eitt af því sem er gert er að nota aðferð sem í daglegu tali kallast PALS eða Peer-assisted Learning Strategies, Pör að læra saman.  Þessi aðferð byggist á því að valdir eru saman tveir og tveir nemendur sem skiptast á að lesa fyrir hvern annan eftir sérstöku kerfi sem inniheldur m.a. leiðsögn, leiðréttingu og stigagjöf. Unnið er eftir þessu kerfi í 16 vikur á skólaári.

Lesa meira

Gengið um Heinabergssvæðið - 04.09.2014 Fréttir

Nemendur í 5. – 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar fóru í hina árlegu haustgöngu skólans s.l. miðvikudag. Gengið var um Heinabergssvæðið undir leiðsögn landvarða. Boðið var upp á tvær skemmtilegar en miserfiðar gönguleiðir sem nemendur gátu valið á milli. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: