Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Dansandi nemendur og foreldrar - 31.10.2014 Fréttir

í dag fór fram hin árlega danssýning nemenda Grunnskóla Hornafjarðar en hún er haldin í lok dansviku. Sýningin tókst afar vel enda nemendur og foreldrar komnir í góða æfingu en þetta er 11. árið sem Jón Pétur kemur hingað til að kenna dans. 10. bekkur fékk að ráða lokaatriðinu en það var að fá foreldrana til að dansa með ðllum hópnum greace-dans. Foreldrarnir brugðust vel við og var þetta all stór hópur sem dansaði saman í íþróttahúsinu í dag.  

Lesa meira

Vikuhátíð 6. E - 24.10.2014 Fréttir

6.E bauð til vikuhátíðar í Sindrabæ í dag. Efni hátíðarinnar voru sögur Astrid Lindgren og fluttu nemendur bekkjarins valin atriði úr sögunum um Emil, Línu og Maddit. Kynnar voru Hafdís og Auðun Gauti sem settu hátíðina með smá erindi um höfundinn. Aníta hóf svo sýningu á því að syngja Kisa mín,  við fengum að sjá atriði úr Maddit með þeim Jönu  Mekkín, Örna Ósk, Theodóru og Guðmundu Ingibjörgu.

Lesa meira

Kynning á Lónsöræfisverkefnum - 24.10.2014 Fréttir

Í lok september fór 10. bekkur Grunnskóla Hornafjarðar í ferð á Lónsöræfi. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni í aðdraganda og eftir að heim var komið. Foreldrum var svo boðið að koma og sjá afrakstur vinnunnar. Hérna eru þrjú verkefnanna sem sýna glöggt að ferðin var vel heppnuð. 10. bekkur þakkar Jóni Bragasyni fyrir leiðsögnina og fararstjórunum, Gullu, Þóru og Sindra.

Lesa meira
Heppuskóli

Segðu mér hvar þú átt heima og ég skal segja þér hvað ég borða - 18.10.2014 Fréttir

Erasmus + styrkur var samþykktur til 7 Evrópulanda í s.l. viku Frakklands, Þýskalands, Spánar, Póllands, Englands, Finnlands og Grunnskóli Hornafjarðar. Þessi sjö staðir eru að fara í samstarf sem heitir ,,Segðu mér hvar þú býrð og ég segi þér hvað ég borða“.

Lesa meira

Tónleikar - 10.10.2014 Fréttir

Í gær fóru nemendur á yngra og miðstigi á tónleika í Hafnarkirkju. Jón Bjarnason orgelleikari í Skálholti spilaði þekkt lög úr kvikmyndum og teiknimyndum. Nemendurnir skemmtu sér vel og voru afar dugleg að syngja með í þeim lögum sem þeir þekktu og aðallagið var að sjálfsögðu úr Frosen.
Lesa meira

Lan í Þrykkjunni - 09.10.2014 Fréttir

Föstudaginn 10. og laugardginn 11. október verða Þrykkjan og tölvuleikjahópurinn með LAN í Þrykkjunni. Allir eru velkomnir að vera með. Þeir sem geta koma með sínar eigin tölvur, græjur og Lan-snúrur. Þeir sem ekki geta komið með tölvu geta fengið PC vél frá skólanum, en eru beðnir að koma með eigin leikjamús. Lesa meira

Fyrsta vikuhátíð haustsins - 06.10.2014 Fréttir

4. HS reið á vaðið og hélt fyrstu vikuhátíðina á þessu hausti, Krakkarnir buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá en það voru sagðir brandarar, sýnd töfrabrögð og látbragðsleikur, dansað, leikið á þverflautu og síðan var leikritið Rauðhetta og úlfurinn flutt  með ívafi úr öðrum ævintýrum en alveg óvætn rugluðust dvergarnir sjö inn til ömmunnar og grísirnir þrír. 

Lesa meira

Bekkjarkeppni í fótbolta - 06.10.2014 Fréttir

Nemendaráð Heppuskóla hefur hrundið af stað bekkjarkeppni í fótbolta. Fyrsti leikur var á milli nemenda í 7. MG og 7. GÖM. 7. MG hafði betur og eru því komin áfram í aðra umferð. Í síðustu viku áttust einnig við nemendur í 8. bekk og kennarar og var þar um hörkuleik að ræða. Þegar flautað var til leiksloka höfðu kennarar náð að knía fram sigur og eru þeir því komnir áfram. Lesa meira

Hreyfiviku lokið - 03.10.2014 Fréttir

Nú í lok hreyfiviku fengu nemendur skólans buff að gjöf frá UMFÍ. 1. og 2. bekkur hófu daginn á því að fara út í leikinn tröllin ræna, 5. og 6. bekkur fóru í brennó og 3. bekkur skellti sér einnig út í góða veðrið í skemmtilegan leik

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: