Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Vikuhátíð hjá 3.bekk - 28.11.2014 Fréttir

Í vikunni hélt 3. bekkur vikuhátíð en það er fastur liður í skólastafinu að hver bekkjardeild heldur vikuhátíð og býður öllum skólanum og sú skemmtilega hefð hefur skapast að foreldrar og jafnvel ömmur og afar mæta einning með okkur á hátíðirnar.
Að þessu sinni stjórnuðu Arna Lind og Helga Kristey samkomunni með miklum myndarbarg. það voru sagðar fréttir, sungið, dansað, við fengum að sjá látbragðsleik og svo var "minute to win it" og þar stóðu keppendur sig afar vel.

Lesa meira

Allir í blak - 24.11.2014 Fréttir

Keppni á milli bekkja er orðin fastur liður í skólastarfinu á eldra stigi. Þessa dagana er það keppni í blaki sem háð er í löngufrímínútunum og þar er hvergi gefið eftir. Það er sem fyrr nemendafélag skólans sem heldur utan um keppnina og eiga þau hrós skilið fyrir dugnaðinn. Til gamans má geta þess að kennarar taka alltaf þátt og eru þeir komnir áfram í aðra umferð. Lesa meira

Frímínútur - 22.11.2014 Fréttir

Frímínútur eru mikilvægur tími skóladagsins því þá er tekinn aðeins annar vinkill á vinnudag nemenda. Nemendur hafa þá frjálsa stund við leik og nám  þar sem þau eru oftar en ekki kennarar hvers annars. Þau æfa sig í samskiptum við hvert annað, miðla af þekkingu sinni og margvíslegri reynslu.

Undanfarið höfum við verið í vor veðri hér á Hornafirði þó langt sé liðið á nóvember og hafa börnin notið þess. Hér  fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í frímínútum síðustu dagana.

Lesa meira

1. S lætur gott af sér leiða - 13.11.2014 Fréttir

Börnin í 1. S eru ákaflega góð og örlát börn sem vilja láta gott af sér leiða. Því ákváðu þau í sameiningu að gefa Rauða krossinum peninga sem þau hafa fundið á skólalóðinni og í nágrenninu. Því var skundað á fund Valgerðar Hönnu, gjaldkera Rauða krossins á Hornafirði, og henni afhentar kr. 5.017.- Sérstök ósk kom frá börnunum um að þessir peningar færu til fátækra barna í Afríku. Lesa meira

Snjóboltastríð - 06.11.2014 Fréttir

Síðustu vikur hefur verið háð snjóboltastríð á milli bekkja í Heppuskóla, og er keppt í íþróttahúsinu. Ekki er þetta stríð háð með alvöru snjóboltum, enda lítið um snjó í kringum okkur þessa dagana. Það er eins og áður nemendafélag skólans sem ber hitann og þungann af uppákomu sem þessari og er alltaf keppt í löngufrímínútunum.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: