Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Samlokukeppni - 18.12.2014 Fréttir

Í síðustu viku var haldin samlokukeppni á eldra stigi grunnskólans. Sex lið tóku þátt í keppninni og var virkilega gaman að fylgjast með dugnaði og metnaði keppenda. Keppnin fór fram í heimilisfræði stofunni og höfðu hóparnir u.þ.b. hálftíma til að laða fram dýrindis samlokur sem voru vegnar og metnar af þrautreyndum dómurum, en hóp dómara skipuðu m.a. tveir matreiðslumeistarar. Lesa meira

Lego í 10 ár - 11.12.2014 Fréttir

Nú er 7. bekkur að undirbúa sig fyrir Lego keppnina sem haldin verður í janúar. Árgangnum var skipt í 3 hópa sem heita Bergmálin, Gemsarnir og Zebrahestarnir.

Í tilefni 10 ára afmæli Lego keppninnar var ákveðið að gera þátt um keppnina. Komu þess vegna þáttagerðmenn frá RÚV til að mynda krakkana. Tveimur krökkum var sérstaklega fylgt eftir og kemur í ljós síðar hverjir það eru.

Lesa meira

Fjör í snjónum - 10.12.2014 Fréttir

Í dag er mikið fjör í skólanum enda ekki oft sem við sjáum snjó í þessu magni hér á Hornafirði.
Nemendur skólans hafa nýtt frímínúturnar vel til að renna sér, byggja snjóhús og snjókarla.
Búið er að setja gluggaskreytingarnar upp í Hafnarskóla og þar er undirbúningur fyrir litlu jólin á fullu Lesa meira

Söngur í Heppuskóla - 08.12.2014 Fréttir

Í Grunnskóla Hornafjarðar er ýmislegt um að vera á aðventunni. Á eldra stigi verða verða t.d. samloku- og smákökukeppni, jólasveinadagur, jólabíó og margt fleira. Í síðustu viku voru sungin jólalög í frímínútunum og verður svo áfram fram til jóla. Þetta er skemmtileg hefð og gaman að sjá og heyra bæði nemendur og kennara syngja saman.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: