Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

LEGO keppni - 30.01.2015 Fréttir

Í dag munu krakkarnir í 7. bekk ásamt kennurum og nokkrum foreldrum halda til höfuðborgarinnar til að taka þátt í hinni árlegu LEGO keppni sem haldin er nú í tíunda sinn. Eins og áður hefur komið fram í frétt á vef Grunnskólans er RUV að gera þátt um keppnina og var eitt liða Grunnskóla Hornafjarðar valið til að vera í forgrunni og tveimur liðsmönnum gerð sérstaklega góð skil. Lesa meira

Skákdagurinn - 27.01.2015 Fréttir

Mánudaginn 26. janúar var Skákdagurinn haldinn um allt land. . Skákdagurinn 2015 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrverandi forseta Alþjóða skáksambandsins.  Hér í Grunnskóla Hornafjarðar vorum við að sjálfsögðu með í skákdeginum og nemendum í 4. – 10. bekk var gefinn kostur á að skrá sig til að tefla í fjöltefli við Guðmund Inga Sigbjörnsson. 

Lesa meira

Lestur og fjöltefli í Heppuskóla - 24.01.2015 Fréttir

Lestrarátakið heldur áfram í grunnskólanum og eru nemendur afar duglegir að lesa. Í Hafnarskóla safnast laufin á tréð og má segja að eftir fyrstu vikuna sé það orðið ansi grósku mikið.
Á mánudaginn er skákdagurinn en hann er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Af því tilefni verður fjöltefli í Heppuskóla sem hefst kl 10:30 og þar taka einnig nemendur úr 4. - 5. bekk þátt. Lesa meira

Þorra fagnað - 23.01.2015 Fréttir

Í dag buðu drengirnir í grunnskólanum þorrann velkominn með hefðbundnum hætti þ.e. með því að hlaupa hringinn í kringum skólann í annarri buxnaskálminni en stelpurnar horfðu á og hvöttu þá áfram. Eftir hlaupinn fór allur skólinn á sal og söng saman þorralög. Lesa meira

Lestrarátak í grunnskólanum - 22.01.2015 Fréttir

Mánudaginn 19. janúar hófst tveggja vikna lestrarátak í skólanum. Leiðin sem er farin er með ýmsu sniði eftir árgöngum en allir leggjast á eitt að lesa sem mest þennan tíma. Nemendur í 1. til 6. bekk vinna allir saman að því að laufga tré sem okkur áskotnaðis og ekki annað að sjá en að nemendur séu komnir vel af stað í lestrinum nú á þriðja degi átaksins. Börnin lesa heima og í skólanum, yngri börnin lesa upphátt og foreldrar kvitta fyrir heima.

Lesa meira

Kynning á Norðurlöndunum í 6. bekk - 18.01.2015 Fréttir

6. E hefur að undanförnu verið að læra um Norðurlöndin og eftir að hafa farið í gegnum námsefnið var nemendum skipt í hópa þar sem hver hópur fékk eitt af löndunum til að vinna með og gera kynningu um það. Að verki loknu buðu nemendur foreldrum, starfsfólki skólans og samnemendum á kynninguna.  Þar sem flensa hefur herjað á nemend hópinn vantaði nokkra í hópana en þeir sem voru mættir björguðu því hið snarasta.  Margir góðir gestir komu í heimsókn og skoðuðu afraksturinn og ef til vill hefur tekist að vekja áhuga einhverja á að heimsækja löndin síðar.  Lesa meira

Kveðja frá snjóenglum grunnskólans - 09.01.2015 Fréttir

Snjórinn er börnum oftast gleðiefni. Fyrir jól gafst nemendum grunnskólans gott tækifæri til að leika sér í snjónumm, m.a. að renna sér á Garðshólnum. Snjórinn hélst nokkra daga í röð og var það ánægjuefni fyrir marga. Nú á nýja árinu hefur smjóað aðeins aftur og hefur það gefið börnunum efnivið til myndlistarvinnu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af snjóenglum og listamönnunum sem gerðu þá.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: