Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Lesið á 9 tungumálum - 27.02.2015 Fréttir

Þann 21. febrúar var alþjóðlegur móðurmálsdagur. Af því tilefni hófst móðurmálsvika á eldra stigi í Grunnskóla Hornafjarðar og lauk henni í dag 27. febrúar með hátíð þar sem tvítyngdir nemendur lásu á sínu móðurmáli. Undirbúningur dagskrárinnar var í höndum Magnhildar Gísladóttur. Mun fleiri nemendur hafa tekið þátt í undirbúningnum en þeir einir sem lásu, því hvert tungumál sem kynnt var hafði kynni með íslensku að móðurmáli. 

Lesa meira
Heppuskóli

Stóra upplestrarkeppnin - 25.02.2015 Fréttir

Í dag kepptu nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar til úrslita um hverjir tækju þátt í loka keppninni. Níu nemendur komust í úrslit og eru þau eftirtalin: Bjartur Máni, Björgvin Freyr, Harpa Lind, Ingunn Ósk, Júlíus Aron, Sigursteinn Már, Thelma Ýr, Vigdís María og Þorsteinn. 

Lesa meira

Hressandi hringekja hjá 1. S - 23.02.2015 Fréttir

Mánudagar eru hringekjudagar hjá 1. S. Þá er börnunum skipt í hópa, yfirleitt þrjá, og svo eru ýmis verkefni unnin á stöðvum. Síðasti mánudagur var engin undantekning. Þá voru þrjár stöðvar í gangi, tugastöð, teningastöð og talstöð. Á tugastöðinni köstuðu börnin hringjum og reyndu að veiða sem flesta tugi, á teningastöðinni köstuðu börnin þremur teningum, röðuðu tölunum á teningunum eftir stærð og lögðu svo tölurnar saman og á talstöðinni rímuðu börnin, klöppuðu atkvæði og fundu hljóð í orðum. Þetta var hin besta skemmtun enda eru hringekjustöðvarnar alltaf mjög fjölbreyttar og spennandi.

Lesa meira

Öskudagur á yngrastigi - 19.02.2015 Fréttir

Það var nóg að gera á öskudeginum á yngrastiginu í grunnskólanum.  Nemendur og strafsfólk voru uppábúin eins og hæfir deginum. það var leikið, farið í andlitsmálun og svo var farið í íþróttahúsið þar var haldin hæfileikasýning, kötturinn sleginn úr tunnunni og marserað. Eftir hádegið fóru allir í Sindrabæ en þangað var nemendum skólans boðið á vikuhátíð hjá starfsfólki skólans en hefð er orðin fyrir því að sú hátíð sé á öskudegi. Við látum hér fylgja með nokkrar myndir frá deginum. Lesa meira

Fáránleikar á öskudegi - 19.02.2015 Fréttir

Árlegir fáránleikar á eldrastigi Grunnskóla Hornafjarðar voru haldnir á sjálfan öskudaginn enda fáir dagar betri fyrir þessa keppni. Á fáránleikunum er keppt á milli bekkja í hinum ýmsu þrautum og auðvitað senda kennarar sitt lið til keppni. Lesa meira

Vikuhátíð hjá 2.H - 17.02.2015 Fréttir

Í liðinni viku buðu nemendur í 2. H samnemendum sínum, foreldrum, ömmum og öfum á vikuhátíð í Sindrabæ. Kynnar voru þeir Birkir og Kári en hátíðin hófst á því að Elín Ósk söng lagið Í síðasta skipti sem Friðrik Dór söng í söngvakeppni sjónvarpsins. Leikritið Úlfarnir handboltaóðu var sýnt og tóku allir nemendur bekkjarins þátt í því verki. Kári, Sigursteinn og Karen sögðu nokkra góða brandara og svo var tískusýning sem tókst afar vel en þar voru sýndir heitustu straumar í allskonar fatnaði fyrir sumarið. Hátíðinni lauk með því að bekkurinn söng lagið Hvínandi, hvínandi vindur við undirleik Kristínar Jóhannesdóttur.  Við látum nokkrar myndir af hátíðnni fylgja með.

Lesa meira

100 dagar í skólanum. - 13.02.2015 Fréttir

Í síðustu viku voru liðnir  100 dagar af skólanum á þessu skólaári. 1. og 2. bekkur héldu upp á þessi tímamót með því að halda hundrað daga hátíð á hátíðinni leystu þau ýmiss verkefni hundrað sinnum.  Bekkjunum var blandað saman og skipt upp í fjóra hópa. Byrjað var á því að fara í Báruna og þar var hoppað hundrað sinnum sprellikarla hopp, hundrað armbeygjur gerðar, bolta kastað á milli hundrað sinnum og auðviðta tekinn 100 m sprettur. Í leiðinni æfðu allir sig í að telja upp í hundrað.
Upp í skóla var haldið áfram með verkið og þar leystu nemendur hundrað dæmi og skrifuðu hundrað orð. Hægt er að sjá afrakstur vinnunnar í forstofu skólans. Lesa meira
Heppuskóli

Viðtalsdagur - 13.02.2015 Fréttir

Föstudaginn 13. febrúar er viðtalsdagur í Grunnskóla Hornafjarðar og mánudaginn 16. febrúar er starfsdagur og því engin kennsla báða þessa daga. 

Lesa meira

Úrslitakeppni Lego - 12.02.2015 Fréttir

Föstudaginn 30. janúar fóru 7. M og 7. G í árlegu Legokeppni. Við lögðum af stað klukkan 13 frá Heppuskóla. Allir voru mjög spenntir og við biðum í kuldanum eftir rútunni og hlupum inn og reyndum að ná bestu sætunum. Allir voru með nesti handa sér og var ferðin í alla staði skemmtileg. Á leiðinni stoppuðum við í Hveragerði og fengum okkur pizzu en  þegar við komum til Reykjavíkur voru allir þreyttir og fórum að sofa fyrir keppnina. Lesa meira

Þorrablót - 06.02.2015 Fréttir

Árlegt þorrablót eldri bekkinga í Grunnskóla Hornafjarðar var haldið í s.l. viku. Að þessu sinni var blótið haldið í Heppuskóla vegna breytinga sem í gangi eru í Sindrabæ. Skellt var upp sviði í opna rýminu á jarðhæð og voru þar flutt skemmtiatriði í boð 10. bekkinga. Að loknum skemmtiatriðum var síðan slegið upp balli og var það hljómsveitin heimahljómsveitin The Fünkedelics sem sá um fjörið.  Lesa meira

Lestrarátakinu lokið - 03.02.2015 Fréttir

Lestrarátaki grunnskólans lauk í gær og er óhætt að segja að tréið góða sem prýtt hefur stigann hér hjá okkur sé orðið vel laufgað. Nú er um að gera að halda lestrinum áfram og vera dugleg að fara á bókasöfnin bæði hér í skólanum og í Nýheimum.
Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: