Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Sólmyrkvi - 20.03.2015 Fréttir

Það hefur varla farið framhjá neinum að í morgun var sólmyrkvi. Nemendur og starfsfólk grunnskólans fylgdust með eins og vera ber enda merkileg upplifun. Grunnskólinn fékk að gjöf sólmyrkvagleraugu frá  Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Í tilefni dagsinns sömdu nemendur í  7.MG.hæku sem er náttúruljóð:

Uppi á hólnum

Tungl færist fyrir sólu

Bjartan föstudag

Lesa meira

Árshátíð grunnskólans og Fúsi froskagleypir - 18.03.2015 Fréttir

Klukkan 17:00 í dag verður árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar haldin í íþróttahúsinu. Að þessu sinni er það Fúsi froskagleypir eftir Ole Lund Kirkegaard sem krakkarnir spreyta sig á. Tónlistin er eftir Jóhann Morávek og leikstjórn er í höndum Kristínar G. Gestsdóttur. Aðgangseyrir er kr. 500 en þó aldrei meira en 1.000 kr. á fjölskyldu. Sjáumst hress og kát í íþróttahúsinu.

Lesa meira

Árshátíðarundirbúningur, Fúsi froskagleypir - 14.03.2015 Fréttir

Nú er undirbúningur fyrir árshátíð grunnskólans á fullu. Nemendur 1.,3., 5., 7., 9. og 10. bekkjar sjá um leik og söng og eru stífar æfingar þessa dagana. Gert hefur verið hlé á hefðbundnum smiðjum í þrjár vikur og í staðinn vinna nemendur í árshátíðarsmiðjum en þar eru útbúnir leikmunir, búningar, sviðsmyndin, veitingar og fleira sem þarf  fyrir okkar árlegu árshátíð sem fram fer í íþróttahúsinu miðvikudaginn 18. mars kl 17:00

Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar - 12.03.2015 Fréttir

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin 11. mars sl. í Hafnarkirkju. Þetta er fimmtánda árið sem Stóra upplestrarkeppnin er haldin hér en keppnin hefst á degi íslenskra tungu, 16. nóvember ár hvert.

Lesa meira
Heppuskóli

Stóra upplestrarkeppnin í Hafnarkirkju - 10.03.2015 Fréttir

Miðvikudaginn 11. mars kl. 14:00 verður Stóra upplestrarkeppnin haldin við hátíðlega athöfn í Hafnarkirkju og bjóðum við alla velkomna. Á hátíðinni munu nemendur  7. bekkjar lesa brot úr skáldverki og ljóð. Keppendur í ár eru 13 talsins og koma frá Grunnskóla Hornafjarðar, Grunnskólanum í Hofgarði og Grunnskóla Djúpavogs.  

Lesa meira

Er komið vor ? Kubbarnir eru komnir út. - 02.03.2015 Fréttir

Það var vorhugur í krökkunum í Hafnarskóla þegar þeir drifu stóru trékubbana út.  Áhugasömustu byggingafrömuðurnir gátu vart slitið sig frá verkinu. Trékubbarnir heilla marga og það eru ótrúlegustu útfærslur sem við höfum séð á því hvernig hægt er að nota þá. Hér fylgja nokkrar myndir frá deginum.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: