Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Vikuhátíð 1. bekkjar - 28.04.2015 Fréttir

Í dag sté 1. bekkur á svið í Sindrabæ fyrir fullu húsi. Bekkurinn var að halda vikuhátíðina sína sem tókst afar vel. Kynnar hátíðarinnar voru Sigurður Pálmi og Kristín Magdalena. Kári Steinn, Kristian Árni, Hilmar Óli Guðmundur Leví og Rami Ómar sögðu brandara. Krakkarnir sungu nokkur lög og slógu einnig taktinn með trommukjuðum. Leikrit um litlu rauðu hænuna var sýnt og að sjálfsögðu var farið yfir það helsta sem verður í tísku nú á vordögunum. Foreldrar voru duglegir að mæta sem er afar ánægjulegt.  Lesa meira

Hreinsunardagur í skólanum - 22.04.2015 Fréttir

Einn af hefðbundnu þáttum skólastarfsins er hreinsunardagur að vori en þá fara nemendur og starfsfólk skólans út til að tína upp rusl í bænum. Árgöngum er skipt niður á svæði og svo er hreinsað eins vel og kostur er. Eftir að hreinsunarstarfi líkur fara allir upp í Hafnarskóla þar sem boðið er upp á grillaðar pylsur. Veðrið lék við okkur að þessu sinni og bak við Hafnarskóla þar sem grillað var var vel hlýtt og sáu margir ástæðu til sóla sig. Í tilefni dagsins var grænfáninn okkar dreginn að húni. Hér má sá nokkrar myndir frá deginum.

Lesa meira

Gleðilegt sumar - löng fríhelgi hjá nemendum - 22.04.2015 Fréttir

Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 23. apríl og að venju er  leyfi í skólanum þann dag. Nemendum, foreldrum og forráðamönnum óskum við gleðilegs sumars um leið og við þökkum fyrir veturinn. Föstudaginn 24. apríl er skipulagsdagur starfsfólks og verða nemendur einnig í leyfi þann dag. Framundan er því löng helgi hjá nemendum og er það ósk okkar að helgin verði öllum ánægjuleg.


Sumarkveðjur frá starfsfólki grunnskólans.
Lesa meira

Vorboðar - 14.04.2015 Fréttir

Í vikunni fengum við til okkar góða gesti en það voru  félagar í Kiwanisklúbbnum Ós sem færðu nemendum 1. bekkjar hjólahjálma að gjöf en þetta er 11. árið sem öllum 1.bekkingum landsins er afhentur hjálmur.  Verkefnið er samstarfsverkefni Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: