Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Hreyfiviku lauk með fótboltakeppni - 25.09.2015 Fréttir

´Nemendur í 1.-6. bekk luku hreyfiviku með því að safnast saman í íþróttahúsinu og horfa á viðureign kennara og 6. bekkinga í fótbolta. Spilaðir voru tveir leikir, karlalið 6. bekkjar gegn kennurum og kvennalið 6. bekkjar gegn kennurum. Kennarar höfðu betur í báðum viðureignum en það er óhætt að segja að áhorfendur hafi látið í sér heyra því þeir hvöttu áfram sitt lið með miklum látum allan tímann og er sannarlega hægt að segja að "12" maðurinn hafi mætt sterkur til leiks.  Lesa meira

Öræfaferð - 25.09.2015 Fréttir

Nemendur í 6. og 7. bekk fóru í námsferð í Öræfi 17. – 18. september. Fyrsta stopp var við Jökulsárlón þar sem var tekið nestisstopp en síðan ekið í Hofgarð þar sem farangur og vistir voru bornar í hús. Hópurinn brunaði síðan í Skaftafell þar sem gengið var sem leið lá inn í Bæjarstaðaskóg með smá stoppum áleiðinni. Í Bæjarstaðaskógi var nestisstopp og krakkarnir skemmtu sér í ánni, síðan var gengið aftur í Skaftafell og þaðan lá leiðin til baka í Hofgarð. Lesa meira

Námsferð í Suðursveit - 18.09.2015 Fréttir

Við í 4. og 5. bekk fórum í námsferð í Suðursveit í blíðskaparveðri dagana 14. og 15. september. Við skiluðum af okkur farangrinum á Hrollaugsstöðum og fórum síðan áfram vestur að Felli. Þar skoðuðum við bæjarstæðið og sagðar voru þjóðsögur sem tengdust staðnum og einnig söfnuðum við plöntum sem við unnum með þegar við komum á Hrollaugsstaði.  Við löbbuðum í átt að Hólmsfjalli. Nemendur eyddu góðum tíma við ána við stíflugerð og sull. Haldin var kvöldvaka í Hrollaugsstöðum um kvöldið Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru - 16.09.2015 Fréttir

Segja má að september sé allur tileinkaður íslenskri náttúru í skólanum en þá er fer helmingur skólans í námsferðir út um allar sveitir. 4. og 5. bekkur reið á vaðið og eyddi tveimur dögum í Suðursveit við leik og störf, bæði tengd menningu og náttúru. 6.og 7. bekkur fara á morgun í svipaða ferð í Öræfin og í lok næstu viku fer 10. bekkur á Lónsöræfi

Lesa meira

Þjóðarsáttmáli um læsi - 15.09.2015 Fréttir

Í gær 14. september var þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í Nýheimum.  Að undirrituninni komu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Hornafjarðar og Erla Þórhallsdóttir stjórnarmaður í foreldrafélagi Grunnskóla Hornafjarðar.  

Lesa meira

Undirritun þjóðarsáttmála um læsi - 14.09.2015 Fréttir

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri munu undirrita þjóðarsáttmála um læsi við hátíðlega athöfn í Nýheimum í dag, mánudaginn 14. september.

Athöfnin hefst kl. 16:30 og eru foreldrar, nemendur,starfsfólk skóla og allt áhugafólk um læsi, hvatt til að mæta.

Boðið er upp á veitingar meðan á athöfninni stendur

Lesa meira

Ormar, sniglar og pöddur - 08.09.2015 Fréttir

Nemendur í 3.HH eru þessa dagana að rannsaka og skoða smádýr af ýmsum tegundum.  Þeir eru búnir að fara eina ferð og finna ánamaðka sem þeir komu með í skólastofuna og þar var atferli þeirra skoðað í gegnum stækkunargler. Í gær var farið og leitað að allskonar smádýrum og þau sett í búr sem var útbúið fyrir verkefnið. Næst er að finna út með aðstoð bóka og netsins hvaða dýr þetta eru sem búið er að finna

Hér má sjá nokkrar myndir af náttúrufræðingunum

Lesa meira
Frá kynningarfundi í 5. og 6. bekk

Skólafærninámskeið og kynningarfundir - 07.09.2015 Fréttir

Þá er skólafærninámskeiðum og kynningarfundum lokið í grunnskólanum. Góð mæting var aá alla fundina og höfðu flestir sem ekki komu löglega afsökun. Það er afar mikilvægt fyrir skólann að hitta foreldrahópinn og ekki síður mikilvægt fyrir foreldra að hittast og ræða saman um málefni barnanna.

Lesa meira

Berjaferð  - 04.09.2015 Fréttir

Nemendur á yngarstigi fóru í berjaferð á miðvikudaginn, farið var í Klifabotna í Lóni. Þrátt fyrir fregnir af lélegri berjasprettu þá fundu krakkarnir slatta af berjum svo var líka þessi fíni lækur þar sem stór hópur dundaði sér við verklegar framkvæmdir eins og stíflugerð. Margir fóru að vaða og svo er alltaf ómissandi að hafa gott nesti og setjast niður og borða og spjalla. Hér fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni.

Lesa meira

Haustganga hjá 5.-10. bekk - 01.09.2015 Fréttir

Í dag fóru nemendur í 5. -10. bekk í árlega haustgöngu. Að þessu sinni var farið um Krossbæjarskarð, upp úr urðinni fyrir ofan Stórulág og þaðan setti helmingurinn af hópnum stefnuna á Ketillaugarfjall en hinir fóru niður í Þverárgil þar sem síðan allur hópurinn hittist og naut veðurblíðunnar.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: