Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Fyrsta vikuhátíð vetrarins - 23.10.2015 Fréttir

4. bekkur reið á vaðið og hélt fyrstu vikuhátíð vetrarins. Krakkarnir buðu nemendum og starfsfólki skólans sem og foredrum sínum upp á fjölbreytta dagskrá. Kynnar hátíðarinnar voru þær Kristbjörg Natalía og Eva Ósk. það voru sagðir brandarar, dansað, sungið og hátíðinni lauk með söngleik það sem fjallað var um helstu stefnur og strauma í poppheiminum undanfarna áratugi. Hljómsveit hússins var að sjálfsögðu á sínum stað. hér  fylgja með nokkrar myndir af hátíðinni. Lesa meira

Bleiki dagurinn í skólanun - 16.10.2015 Fréttir

Það er óhætt að segja að bleiki liturinn hafi sett svip sinn á skólann í dag en margir nemendur og starfsfólk skólans mættu í bleikum fötum í vinnuna. Krabbameinsfélag Íslands biður landsmenn um að klæðsat bleiku í dag til að minna á árveknis- og fjáröflunarátak félagsins.  Lesa meira

Ferð í Lónsöræfi - 01.10.2015 Fréttir

Árleg ferð nemenda í 10. bekk var farin á dögunum í Lónsöræfi, en hefð er fyrir því að fara þangað strax eftir samræmd próf. Gist er í tvær nætur í Kollumúla og umhverfið skoðað. Freyja og Thelma skrifuðu frétt um ferðina

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: