Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Trúarbragðafræði í 4. bekk - 27.11.2015 Fréttir

Í dag buðu nemendur í 4. bekk foreldrum og fleirum í skólann til að kynna fyrir þeim það sem þeir hafa verið að læra undanfarnar vikur í trúarbragðafræði. Bekknum er skipt í hópa þar sem hver hópur, stundum tveir hópar, kynna fyrir samnemendum sínum og svo foreldurm það sem hver og einn hefur lært um ákveðin trúarbrögð. Nemendurnir setja þetta fram með ýmsum hætti, viða að sér munum sem tákn fyrir trúna, finna og búa til bæði tákn og hús trúarinnar, klæðast tilheyrandi fatnaði og  svo höfðu nemendur gert glærukynningu til stuðnings við mál sitt. Lesa meira

Eldvarnafræðsla í skólanum - 27.11.2015 Fréttir

Það er fastur liður í skólanum þegar desember nálgast að  menn frá slökkviliði Hornafjarðar koma og eru með fræðslu fyrir nemendur í þriðja bekk. Að þessu sinni, eins og oft áður, mættu Steinþór Hafsteinsson og Borgþór Freysteinsson og fóru yfir helstu þætti er varða eldvarnir á heimilum. Börnin fara svo heim með gátlista og upplýsingabækling til að fara yfir þessi mál með fjölskyldum sínum Lesa meira

Tónleikar með Guggunum - 24.11.2015 Fréttir

Í dag bauð hljómsveitin Guggurnar nemendum Grunnskólans á tónleika í Sindrabæ. Það er óhætt að segja að þessu hafi verið vel tekið, krakkarnir skemmtu sér afar vel  og  voru duglegir  að klappa með. Ekki skemmir fyrir að í hljómsveitinni eru meðal annarra Erna umsjónarkennari í 4. bekk og skólastjórinn okkar hún Þórgunnur en hún á einmitt afmæli í dag. Að tónleikum loknum sungu krakkarnir afmælissönginn fyrir Þórgunni sem bauð öllum upp á afmælissmákökur áður en haldið var heim á leið.

Lesa meira

Morgunmatur í Heppuskóla - 17.11.2015 Fréttir

Nemendur og foreldrar í 10.bekk hittust nú í morgunsárið og borðuðu saman morgunmat í Heppuskóla. Þetta var gæðastund þar sem rætt var um fjáraflanir framundan og lokaár nemenda í Grunnskólanum. Lesa meira

Óþarfar umbúðir - 16.11.2015 Fréttir

Laugardaginn 14. nóv. fór fram átak gegn óþarfa umbúðum á vörum. Átakið hófst á samfélagsmiðlum og var fólk hvatt til þess að skilja óþarfa umbúðir eftir í verslunum. Lesa meira

Ráðagóðir kennarar - 09.11.2015 Fréttir

Í dag var skipulagsdagur hjá starfsfólki grunnskólans. Mestan hluta dagsins var starfsfólk á námskeiðinu Ráðagóðir kennarar þar sem farið var í skipulag á vinnu í tengslum við einhverfa nemendur. Slíkt skipulag hentar oft á tíðum öðrum nemendum og getur því verið mikilvægt fyrir allt starfsfólk skóla að hafa á takteinum.

Lesa meira

Árleg danssýning - 06.11.2015 Fréttir

Dansað í Grunnskólanum.
Lesa meira

Ugla í heimsókn - 03.11.2015 Fréttir

Í dag komu góðir gestir til okkar á yngra stigið. Það voru þeir Sævar vélstjóri, Sævar kokkur og Óskar, skipverjar á Ásgrími Halldórssyni en þeir komu með branduglu til að sýna nemendum. Hún settist að á skipinu fyrir vestan Reykjanes í síðasta túr, of þreytt og ráðvilt til að vita hvert hún ætti að fara.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: