Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Jólasöngur - 15.12.2015 Fréttir

Nemendur syngja jólasöngva, hér með er upptaka af fallegum jólasöng í Grunnskólanum í tónmenntinni.
Lesa meira

Rithöfundar í heimsókn - 11.12.2015 Fréttir

Í gær komu rithöfundarnir Gerður Kristný og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir í skólann og lásu upp úr bókunum sem þær eru að gefa út núna fyrir jólin. Gerður Kristný las úr bókinn Dúkkan sem er spennusaga fyrir börn en Sigríður Hjördís las úr bókinni Utangarðs? Ferðalag til fortíðar  þar sem sagt er frá utangarðsfólki og förufólki á Vesturlandi og Vestfjörðum frá síðari hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar. Lesa meira

Opið hús hjá 2. S. - 11.12.2015 Fréttir

Í gær var opið hús hjá 2. S en bekkurinn var að ljúka við verkefni um hafið sem er  þemaverkefni unnið í námsefninu Komdu og skoðaðu hafið.  Á sýningunni var Fiskalandið frumsýnt ásamt bekkjarsáttmálanum og sýnd verkefnin úr "hafinu". Börnin fóru í gegnum sýninguna með gestunum sínum eftir ákveðinni röð og í lokinn var kynntur söguramminn Englajól sem er jólaverkefni 2. bekkjar.Foreldrar aðstoðuðu börnin sín við fuglaföndur en það er eitt af verkefnum sögurammans. Að lokum buðu börnin gestum sínum upp á kaffi og smákökur, svo kláruðu þau afganginn af kökunum eftir hádegismatinn. Lesa meira

Jólasöngur á aðventunni - 04.12.2015 Fréttir

Á aðventunni er sá siður í grunnskólanum að nemendur hittast og syngja saman jólalög. Á eldra stiginu sá Sæmundur Helgason um að stjórna söng og undirleik í morgun með aðstoð Frede dönskukennara sem verður hjá okkur fram að jólafríi. Á yngra stiginu er það  Kristín Jóhannesdóttir sem sér um að stjórna samsöngnum og undirleik Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: