Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Jólasöngur

Jólasöngur

15.12.2015

Jólasöngurinn er farinn að hljóma og óma um allan skóla þessa dagana. Marg er sér til gamans gert á aðventunni. Nemendur eru að föndra og útbúa jólakort. Hjá yngri nemendum er biðin oft erfið, dagarnir líða hægt og mikið myrkur er yfir öllu. Það birtir þó hjá mörgum þegar kíkt er í skóinn á morgnana þar leynist eitthvað fallegt. Eftir samtal í leiklistinni undanfarna daga með nemendum á yngra stigi höfum við sannfærst um tilveru jólasveinanna og það er gaman að heyra hversu vel þau eru kunnug jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum sem fylgt hafa okkur undanfarin 70 ár (ágiskun). Grundvallaratriðin eru að vera stillt og prúð og sofna snemma á kvöldin þetta er samdóma álit okkar annars eru það kartöflur sem lenda í skónum og það er ekki gaman. Einhver sagði mér sögu af einum sem var svo svakalega óþekkur að hann fékk kartöflustöppu í skóinn og það var sko alveg satt. En hann er sko ekki héðan hann á heima langt í burtu.

                Fyrir mér sem kennara eru þessi einlægu samtöl um tilveru jólasveinnanna það sem gerir desember að jólamánuðinum. Sú tillhlökkun sem glampar í augum barnanna yfir þessum 13 jólasveinum sem við eigum hér á Íslandi. Sérstaða sem við skulum ekki gleyma. Jólasveinarnir eru til!

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: