Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Stjörnuskoðun - 28.01.2016 Fréttir

Í morgun hittu nemendur 3. bekkjar kennari, nokkrir foreldrar og fleiri aðstandendur Kristínu Hermannsdóttur og Snævarr Guðmundsson frá Náttúrustofu Suðausturlands. Tilefnið var að fara í stjörnuskoðun þar hægt var að kíkja í stóra stjörnusjónauka sem og að fá fræðslu um það sem fyrir augum blasir á himninum. Nemendur mættu einnig með venjulega handsjónauka að heiman en það er margt hægt að skoða á himninum með þeim. Stjörnuskoðunin fór fram við náttúrustíginn neðan við Nýheima en þangað mætti Svævarr með stjörnusjónaukana. Hægt er sjá fleiri myndir á http://nattsa.is/frettir/

Lesa meira

Vikuhátíð 5.H - 15.01.2016 Fréttir

Nemendur í 5. H enduðu vikuna á því að bjóða nemendum og starfsfólki í Hafnarskóla á vikuhátíð í Sindrabæ. Á dagskrá hátíðarinnar voru brandarar, tónlistarflutningur, frumsamið leikrit um einelti,spurningakeppni þar sem kennarar voru teknir og látnir svara flóknum spurningu, Voice-söngvakeppni þar sem margar skærar stjörnur létu í sér heyra og sungu fyrir reynda og stranga dómara. Hátíðin var hin besta skemmtun og hér fylgja með nokkrar myndir.

Lesa meira

Skautaferð 10. bekkjar - 15.01.2016 Fréttir

Nemendur í 10. bekk enduðu vikuna á skautum. Allir sem áttu skauta skelltu sér á ísinn við Hrossó í hádeginu í dag og tóku skautarispu. Allir glaðir og sáttir við þessa tilbreytingu.

Lesa meira

Allir í leikhús á Útskriftarferðina - 10.01.2016 Fréttir

Í dag frumsýndi leikhópurinn Myrra verkið Útskriftarferðina eftir Björk Jakobsdóttur í Sindrabæ. Að verkinu koma 11 nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar undir leikstjórn Kristínar Gestsdóttur.  Það er skemst frá því að segja að leikararnir stóðu sig afar vel og við getum vænst mikils af þeim í framtíðinni.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: