Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
3 H
Mynd 1 af 2
1 2

Stjörnuskoðun

28.01.2016

Í morgun hittu nemendur 3. bekkjar, kennari, nokkrir foreldrar og fleiri aðstandendur Kristínu Hermannsdóttur og Snævarr Guðmundsson frá Náttúrustofu Suðausturlands. Tilefnið var að fara í stjörnuskoðun þar hægt var að kíkja í stóra stjörnusjónauka sem og að fá fræðslu um það sem fyrir augum blasir á himninum. Nemendur mættu einnig með venjulega handsjónauka að heiman en það er margt hægt að skoða á himninum með þeim. Stjörnuskoðunin fór fram við náttúrustíginn neðan við Nýheima en þangað mætti Svævarr með stjörnusjónaukana. Það sem helst var skoðað var tunglið, Júpíter og tungl hans sem kallast Galílei-tunglin og heita Jó, Evrópa, Kallistó og Ganymedes. Í 3. bekk er verið að vinna í námsefni sem heitir Komdu og skoðaðu himingeiminn og var þessi ferð í tengslum við það. Ferðin var fróðlega og skemmtilega og frábært að hafa aðgang að fagfólki og tækjakosti til að fræðast meira um það sem verið er að fjalla um hverju sinni í skólanum. 

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: