Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Verðlaun í eldvarnagetraun - 26.02.2016 Fréttir

20 ára afamæli neyðarlínunar var 11. febrúar síðastliðinn en þann dag er 112 dagurinn. Af því tilefni afhenti Borgþór Freysteinsson fyrir hönd  LSS verðlaun fyrir eldvarnagetraunina sem þriðju bekkingar taka þátt í ár hvert. Að þessu sinni hlaut Vaka Sif Tjörvadóttir verðlaunin en verðlaunin voru 112 blaðið sem  gefið var út í tilefni dagsins, reykskynjari og 10.000 krónur. Við óskum Vöku Sif til hamingju. Lesa meira

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar - 18.02.2016 Fréttir

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Nýheimum miðvikudaginn 17. mars. Það eru nemendur í sjöunda bekk sem taka þátt og komust eftirtaldir áfram í lokakeppnina:

Lesa meira

Heppuskólafréttir - 15.02.2016 Fréttir

Í Heppuskóla hefur mikið verið um að vera undanfarið í síðustu viku var öskudagurinn og létu unglingarnir sitt ekki eftir liggja og mættu í búningum og héldu fáránleikana. Fylgir hér með myndapakki frá Þorrablóti og Öskudeginum.


Lesa meira

Öskudagurinn í skólanum - 10.02.2016 Fréttir

Á yngrastigi var mikið fjör í tilefni öskudagsins en skapast hefur hefð  um dagskrá dagsins. Nemendur og starfsfólk mæta í búningum í skólann, fyrsti tími er nýttur í lestur og fleiri verkefni en að því loknu fara nemendur um skólann, sýna sig og sjá aðra, fara í heimsókn í 5. og 6. bekk til að láta mála sig  og margir  nýta tímann í að spila og leika sér. Næst er farið í íþróttahúsið þar er kötturinn sleginn úr tunnunni, hæfileikasýning og marserað. Í tunnunum eru oftast boltar sem hver árgangur fær til eignar. Eftir hádegið fara allir í Sindrabæ en á öskudaginn eru það kennarar sem sjá um vikuhátíðina. Að þessu sinni voru fluttir brandarar, spilað á blokkflautur, rappað, dansað og sagan um Einbjörn og Tvíbjörn lesin og leikin.

Lesa meira

Dagur stærðfræðinnar í Grunnskóla Hornafjarðar - 05.02.2016 Fréttir

Dagur stræðfræðinnar er í dag en hann ber alltaf upp á fyrsta föstudag í febrúar.  í tilefni dagsins leystu nemendur 3. og 5. bekkjar nokkrar þrautir. Þrautin sem nemendur 3. bekkjar fengu var á þessa leið. Í Bergdalfjölskyldunni eru sjö systur og hver systir á einn bróður. Fjölskyldan á tíu manna bíl. Er sæti fyrir alla í fjölskyldunni (foreldra og börn) í bílnum? Það er óhætt að segja að svörin sem hóparnir komu með voru á marga vegu en allir voru að spá spekulera. Í 5. bekk voru lagðar fyrir þrjár þrautir.
Fyrsta þrautin: Villi, Tinna, Magga, Sigga og Jón tóku þátt í tenniskeppni. Magga vann Villa, Tinnu, Siggu og Jón; Jón vann Villa og Tinnu, Sigga vann Tinnu, Villa og Jón og Villi vann Tinnu. Raðaðu fimmmenningunum í röð eftir fjölda vinninga.,
Önnur þraut var: Hvað voru margir gestir í kínversku matarboði ef ein skál af hrísgrjónum var fyrir hverja tvo gesti, ein skál af grænmeti fyrir hverja þrjá gesti, ein skál af kjöti fyrir hverja fjóra gesti og alls voru notaðar 65 skálar?
Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: